Fálkinn


Fálkinn - 11.04.1931, Side 9

Fálkinn - 11.04.1931, Side 9
FÁLKINN 9 Einn af þeim íþrótaviðburðum sem ávalt er tekið eftir í Eng- landi er víðavangshlaup það, sem skólinn í Eton heldur á liverju ári. Það er alls ekki við lambið að leika sjer, að renna þetta skeið, því að bæði verður að hlaupa yfir girðingar, gegnum skógarkjarr og vaða læki. Á myndinni sjást þátttakendur vera að vaða yfir lœk, en aragrúi af skólafólki horfir á. Alfons Spánarkonungur hefir ekki átt sjö dagana sæla í vetur, því að öflugur flokkur landsmanna vill óður og uppvægur koma honum frá og gera landið að lýðveldi. Iíonungurinn lætur þetta ekki á sig fá og sækir skemtanir og stundar veiðar eins og áður. Myndin sýnir hann í veiðiför ásamf tveimur herforingum sínum, og virðist liggja vel á honum. Hubertus Wilkins er nú um það bil að leggja upp i hinn nýstár- lega leiðangur sinn til norðurheimsskautsins í kafbáti. f allan vetur hefir verið unnið ósleitilega að undirbúningi fararinnar og nú er sagt að alt sje til reiðu. Hjer á myndinni sjest Wilkins vera að brölta niður úr kafbátnum, frá því að líta eftir viðgerðinni á honum. Hafa verið gerðar gagngerða breytingar á bátnum. Hvergi í heimi er jafnmikið um bifreiðar og í Bandaríkjunum. Þar eru bifreiðarnar orðnar að plágu í stórborgunum, því að göturnar rúma alls ekki umferðina. Hvergi er ástandið eins slæml eins og í New York, en þar eru umferðarvandræðin orð- in svo mikil, að á sumum götum er farið að byggja palla yfir endilöngum slrætunum miðjum og eru þeir bygðir sem akbraut ir handa bifreiðum. Myndin hjer að ofan sýnir svona veg. .

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.