Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1931, Blaðsíða 5

Fálkinn - 18.07.1931, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 Sunnudags hugleiðing. FYLG ÞÚ MJER Textinn: Lúkas 9, 51—62. Þegar sagt er við einhvern: „Fylg þú mjer“ eru svörin ekki altaf á sömu leið og þegar Jesús sagði þessi orð forðum. Svörin verða mismunandi eftir því hvað mikið traust menn hafa á þeim sem kallar. Ef vjer höfum ekki traust á þeim sem kallar höfum vjer á- valt nægar mótbárur á taktein- um. Margar og mismunandi móthárur, sem þó allar eru sprottnar af sömu rót: van- traustinu. En hvernig var með traust þeirra, sem kusu að fylgja Jesú? Þeir fylgdu lionum alt til síðustu stundar, þrátt fyrir það, að þetta hakaði þeim margvís- leg óþægindi. Þeir urðu að líða fyrir traust sitt á Jesú, þeir liðu sumir pislarvættisdauða vegna þess, að þeir liöfðu aldrei orðið fyrir vonbrigðum af því, að fylgja honum. Hvernig gátu þeir, sem hlýddu á orð lians og tóku ákvörðun um að fylgja lionum, haldið þvi áfram, ef loforðin hefðu ekki verið lialdin og lífið með honum liefði ekki orðið ríkara og betra en áður. En þetta kall berst líka til eyrna okkar. Fylg þú mjer! Og er það ekki þess vert að við hlýðum? Margskonar kall hljóm ar í eyrum okkar auk þessa. En reynsla margra alda hefir sýnt, að engu kalli er eins nauðsyn- legt að gegna og þessu. Syndin getur eyðilagt hið besta og hún þyrmir engum, en eigi að síður gegna margir því kalli, sem lokkar til syndarinnar. Kall syndarinnar getur birst í hinum sakleysislegustu myndum og freistingin verið ofurmeinleysis- leg og jafnvel birst undir yfir- skini hins góða. En kraftur þess sem freistaði reyndist oft svo miklu sterkari en viljinn til að hafna freistingunni. Og loks kom svo, að maðurinn leiddist með, iivort sem liann vildi eða ekki. Hversu mörg ung lijörtu hafa hlotið meinsemd syndarinnar á þennan hátt, meinsemd sem að síðustu gjörspilti öllu lijartanu. Hversu mörg heimili liefir þessi meinsemd ekki lagt í rústir og liversu mörg sálarljón af þessu hlotist. Kallið: Fylg þú mér, hef- ir druknað í hávaða lífsins. Trú þú á Jesú Krist og fylg þú honum. Hann gelur læknað sárin, reist liinn fallna, gefið þreyttum mátt og blásið á hrott eymd þinni. Hann svíkur aldrei þann, sem á hann treystir, held- ur grundvallar hann í lionum nýtt líf, upphaf sælulífsins sem bíður allra Guðs barna hinu megin grafar og dauða. Þann, sem er í hjörð góða hirðisins, mun aldrei bresta það dýrmæt- asta, sem maðurinn getur hlotið. Blaðakongur Ameríku. Þetta er höll Ilearst blaðakóngs við St. Simeon í Californíu. Á turnunum logar á sterkum rafljósum allar nætur. 1 þessari liöll býr blaðakóngur- inn sjálfur, en þegar gesti ber að garði eru þeir látnir hafast við i þrem- ur stórhýsum, sem standa rjett við höllina. Nortlicliffe lávarður er sá maður, sem Evrópumenn nefna fremstan þegar vitnað er i stór- menni í blaðaheiminum. Og enginn neitar því, að lian var mikilmenni og að blaðavald hans var meira, en nokkurs ann- ars Evrópumanns á þessari öld. Han skapaði fyrsta blaða-„hring- inn“ í Englandi og svo komu aðrir á eftir. En alt er mest lijá Aineríku- mönnum, segja þeir sjálfir. Og víst er um það, að blaðahringur Northcliffes var smásmíði lijá stærsta blaðahring Ameríku- manna: Hearstblöðunum. Þau eru eitt mesta stórveldið i Amer- iku en mjög margir hneigjast að þvi, að þetta sje alls ekki göfugt stórveldi heldur komi einmitt fram í þessum blöðum margir af verstu eiginleikum Ameriku- manna, harðneskja og hrapp- menska, stærilæti og rembingur. Og að Hearsthlöðin standi jafn- an fremst í flokki þegar um er að ræða hneyxlismál, morðfrá- sagnir og allskonar gifurtíðindi. Eins og flest stórmenni Am- eríku og Mammonssynir liefir blaðakonungurinn William Ran- dalpli Hearst byrjaði með litið nema dugnaðinn og áhugann. Þó er þess ekki getið að hann hafi verið blaðsölustrákui*, en það er sagt um svo marga af þeim sem frægir verða í landi dollarsins. Hann fæddist í San. Francisco og var ekki nema 23 ára gamall er hann var orðinn útgefandi að stóru blaði þar í borginni. Hann skorti ekki áræði og var duglegur að græða pen- inga, sem hann samstundis varði til þess að kaupa fyrir ný blöð, Þetta er Hearst blaðakóngur. Þegar hann dvelur heima til þess að hvíla sig í höil sinni, er kostað liefir 55 miljónir krónur, er það uppáhalds- iðja hans að leggja kabala. hæði dagblöð og vikublöð, eink- um í stærstu borgunum, New York, Chicago og Boston. Og það er mannsaldur síðan heimurinn fór að kannast við þessa blaða- útgáfu, hina voldugu „Hearst- pressu“. En hverju átti liann viðgang hlaða sinna að þakka? Það varð að orðtaki, að þó að hlað liefði hangið á horriminni í mörg ár, færðist í það nýtt líf undir eins og Hearst var orðinn eigandinn. Hann þekti smekk lesendanna og vissi livernig hann átti að ná taki á fjöldanum. Að vísu hirti liann ekkert um að vanda með- ulin til þess að láta sjer verða ágengt og hefir því löngum ver- ið í megnustu fyrirlitningu margra gáfumanna Bandaríkj- anna. En centin þeirra voru engu betri en hinna, og Hearst hugsaði mest um stóru fyrirsagnirnar og gífurtíðindin, en auk þess gerði liann sjer mikið far um, að vera Þetta er borðstofa Hearst; hún er í forngotneskum stíl.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.