Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1931, Blaðsíða 4

Fálkinn - 18.07.1931, Blaðsíða 4
4 F A L K I N N Karlakór K. F. U. M. fór í lok maímánaðar til Danmerkur, til þess að taka þatt í söngmóti þar, sem hið kunna söngfjelag Bel Canlo hafði efnt til. Þátttakendurnir í þessu móti voru auk fjelagsins sem efndi til mótsins og stúdentaf jelagsins í Kaupmannahöfn, er einn- ig tók þátt í mótinu: Karlakór K. F. U. M„ Guldbergs Akademiske Kor frá Oslo og hin heimsfrægu kór Finna og Svía, Orphei Dránger og Muntra Musikanter. Þrátt fgrir þetta lítur svo út, eftir dönskum blaðaummælum, að íslendingarnir hafi kept við þessi góðu kór þannig, að þjóðinni væri sómi að. Tvisvar sinum var sungið, fgrra skiftið 29. maí og hafði þá hver flokkur sinn hluta söng- skrárinnar að annast, en í seinna skiftið 31. maí og sungu þá allir flokkarnir saman. Mgndin er tekin af öllum flokkunum í einum hóp og eru þar um 210, með því að hverju fjelagi var sett að skilgrði, að liafa ekki stærri flokk en 35 menn, og flestir höfðu þá tölu rjetta. Pjetur Jónsson óperusöngvari er ngkominn til Regkjavíkur og hjelt fgrstu hljómleika sína í gærkvöldi í Gamla Bió, með af- ar vandaðri söngskrá. Pjetur söngvari hefir dvalið í Berlín og sungið þar í vetur. Nú eru liðin 25 ár síðan Pjetur lagði fgrir alvöru út á söngvara- brautina og jafnframt á hann 25 ára stúdentsafmæli í sumar, því að það var 1906 sem hann sigldi til Kaupmannahafnar sem stúdent og tók að leggja stund á söng, þá tvítugur að aldri. Og síðan 191h hefir hann sungið ó- slitið á lwerjum vetri, sem fast- ur starfsmaður við óperurnar í Kiel, Darmstadt, Bremen og Berlín, en auk þess sem gestur við fjölda söngleikhúsa í Þgska- landi, Sviss, Austurríki og víð- ar. Liggur mikið slarf eftir Pjet- ur á þessum umliðna aldar- fjórðungi. Nær hundrað hlut- verk mun han hafa sungið í ó- perum alls, og flest þeirra að- alhlutverk, en eigi skal giskað á hve mörg kvöld hann hafi sung- ið alls, en þeirra tala er legio. — Pjetur mun lialda nokkra hljómleika lijer í Regkjavík og ef til vill víðar um land í þess- um og næsta mánuði og munu söngvinir fagna því að lieilsa svo góðum gesli aftur, fgrst og fremst vegna þess að hann er mestur allra íslenslcra söngvara en líka fgrir það, að hann liefir jafnan regnst þjóð sinni góður sonur og sannað hundruðum þúsunda, að Islendingar geta sungið og eru hvítir menn. Aðalsteinn Pálsson, skipstjóri, varð fertugur 3. þ. m. Kristján Andrjesson skipstjóri og óðalsbóndi á Meðaldal við Dýra- fjörð, varð áttræður 16. j). m. Er hann einn af brautryðjendum þil- skipaútvegsins hjer á landi. Hann lœrði fgrst sjómannafræði hjá Magn- úsi Össurarsyni á Flateyri og varð 25 ára gamall skipstjóri á J)i!skip- inu „Neptánus“ frá ísafirði. Vetur- inn 1883—8't gekk hann á sjómanna- skólann í Bogö, og sá jafnframt um smíði á skonnortunni „Fortuna", sem nokkrir Dýrfirðingar áttu í smíðum þar, og sigldiþví skipi heim sumarið eftir. Árið 1880 keypti hann „Haffrána" ásamt þremur öðrum og var skipstjóri á henni í 12 ár. Jafn- framt sjómenskunni bjó Kristján stórbúi í Meðaidal í Dýrafirði og býr þar enn. Hefir hann bætt jörð- ina mjög mikið og húsað hana prýðilega. Guðmundur Kristjánsson skipa- miðlari varð 60 ára í fgrradag. Um víða veröld. ----x---- ENGLENDINGAR England liefir oft OG ALFONS. — reynst griðland ---------------- manna, sem vegna róttækra stjórnmálaskoðana liafa orðið að flýja ættjörð sína. Þannig var það altítt á dögum keisarastjórn- arinnar rússnesku, að ýmsir stjórnar- andstæðingar flýðu til Englands til þess að komast hjá Siberíuútlegð. En Englendingar liafa lika oft tekið við þjóðhöfðingjiun, sem mist hafá kórón- una í sorpræsið. Þangað flýði Lúð- vik Filipus i febrúar 1848 og þar hefir Manúel Portugalskongur átt heima síðustu 21 ár, í Fullwell Park, t miðja vegu milli Riclimond og Wind- sor. Og nú er London að búa sig und- ir að taka á móti síðasta konginum af Bourbon-ætlinni, Alfons 13. Spán- arkonungi. Lundúnabúar ræða af kappi hvort Alfons muni nú seljast að i Englandi eða ekki. Þeir vilja gjarnan hafa liann í einliverja höllina i nágrenni Lundúna þvi áð þeim finst það setja svip á bæinn. Alfons kom til London skömmu eftir að hann flýði og segir sagan, að liann muni hafa verið að leita sjer að húsnæði eða jafnvel fest kaup á annaðhvort Craigwell House i Bognor eða Londonderry House i Park lane, eða jafnvel báðum. Alfons vantar ekki peninga. Bretar meta eignir hans á 3% miljón ster- lingspunda og mest af þessari fúlgu er geymt í enskum bönkuin. Er sagt að hann hafi gert þetta í yarúðar- skyni, ef illa kynni að fara, eins og I nú er fram komið. ÚTSÝNIS - OG STJÖRNU- KIKERAR. feröakíkirar, prismakíkirar. sjókíkerar, Stærst úrval. Lægst verð. Gleraugnabúðin Laugaveg 2.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.