Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1931, Blaðsíða 1

Fálkinn - 18.07.1931, Blaðsíða 1
Reykjavík, laugardaginn 18. júli 1931 BRIAND TALAR UM FRIÐ. Það mun álit flestra þeirra þjóða, sem ekki tóku þátt i heimsstyrjöldinni, að Frakkar muni að jafnaði vera vantrúaðastir allra þjóða á varanlegan frið meðal þjóðanna og ijmsir vilja halda því fram; að ýmsar umleitanir, sem gerðar hafa verið til sátta meðal Evrópuþjóðanna síðustu tiu árin, hafi strandað á þeim. Iívað sem því líður, þá er það eitt víst, að þeir eiga um sárast að binda eftir styrjöldina og að þeir eru nágrannar þeirrar þjóðar, sem voldugust var miðveldanna i síðustu styrj- öld. En þeir, sem vilja telja Frakka vilja ala á ófriði og hatri milli þjóðanna, fara villur vegar. Því að frá Frakklandi hef- ir komið sá rödd, sem máttugust lxefir verið fyrir friði á síðari árum, og sú rödd er þess manns, sem setið hefir í utan- ríkisráðherrasæti þjóðarinnar í mörg ár, Aristide Briands. Að vísu mun lmnn ekki altaf hafa ált sjö dagana sæla, að eiga að samræma liinar sundurleitu stefnur þjóðarinnar í skaðabótamálinu, en um friðarvilja hans sjálfs efast enginn maður framar. Hjer á myndinni sjest Briand vera að tala um friðarmálin á samkomu fyrverandi hermanna í franska smábænum Gourdon. Briand er einhver mesti mælskumaður sem nú er uppi og hefir það oft lcomið fyrir, bæði i franska þinginu og eins á fund- um alþjóðasambandsins í Genf, að honum hefir telcist með einni ræðu, að gjörbreyta afstöðu áheyrenda sinna til máls þess, er liann talaði um. Þykir það unun að heyra hann tala þegar honum tekst upp.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.