Fálkinn


Fálkinn - 03.10.1931, Blaðsíða 1

Fálkinn - 03.10.1931, Blaðsíða 1
,RODNEY‘ Það þótti tíðindum sæta, er enska stjórnin ákvað um miðjan síðasta mánuð, að fresta flotaæfingum Ai- lantshafsflotans. Ástæðan var nefni- lega sú, að Uðsmennirnir liöfðu sett yfirboðurum sínum stólinn .fyrir dyrnar og neituðu að framkvæma skipanir þeirra. Átti þetta rót sína að rekja til þess, að stjórnin liafði lækkað kaup óbreyttra hermanna mjög mikið, nfl. um fjórðung, en kaup yfirmanna var lækkað miklu minna. Auk þess hafði sá orðrómur verið breiddur út, að þessi launa- lækkun væri aðeins byrjun og að kaupið ætti að lækka enn meira. — Sextáin bestu sldp Atlantshafsflotans lágu í Invergordon í Skotlandi, þar á meðal aðmírálsskipið Nelson og hinn mikli bryndreki Rodney, sem var hjer á ferð í fyrrasumar og er skipun var gefin um að draga upp akkerin að morgni 15. sept. neituðu óbreyitir skipsmenn allir sem einn maður að hlýða, en lirópuðu húrra fyrir konunginum til þess að gefa til kynna, að lijer væri ekki um sam- særi að ræða heldur um mótmæli gegn kauplækkuninni. Skipverjarnir á Rodney höfðu forustuna í þessu, en sama varð uppi á teningnum á öllum hinum skipunum. Þeir einu sem ekki lögðu niður vinnu voru matsveinarnir. Var nú flotamála- stjórnin í London.kvödd saman og ákveðið að fresta heræfingum þeim, sem ákveðnar höfðu verið og er það í fyrsta skifti, sem slíkt kemur fyrir í sögu breska flotans. Rodney og Nelson eru stærstu beitiskip heimsins, aðeins fáirra ára gömul og útbúin sterkari og stærri fallbyssum en nokkur önnur skip Breta

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.