Fálkinn


Fálkinn - 17.10.1931, Blaðsíða 6

Fálkinn - 17.10.1931, Blaðsíða 6
fi F A L K I N N Á þessari mynd sjest móttökustöð „lyftivjelarinnar“ upp ú klettabrún- inni. Munkarnir á Athos ern vist ekki lofthræddir. lconungur var að undirbúa hina miklu herferð sína gegn Grikkj- um ljet hann grafa skurð mik- inn gegnum eiðið milli fjallsins og lands, svo að skipin gætu forðað sjer, gegnum skurðinn, ef á þyrfti að halda, og til þess að geta notað hann fyrir sigl- ingaleið, því að siglingaleiðin utan höfðans var óhrein af skerjum. Má sjá leifar af þess- um skurði enn í dag. Xerxes sigldi öllum flota sínum, 1200 skipum um skurðinn. Um miðja níundu öld settust munkarnir að á Athosfjalli. Þeir reistu þar hið fyrsta klaust- ur sitt árið 880 og árið 969 var munkafjelagið þarna á klettin- um orðið svo fjölment og vold- ugt, að keisarinn í Miklagarði viðurkendi það sem sjerstakt riki og samþykti löggjöf fyrir það. Smámsaman fjölgaði munk- unum svo að þeir urðu nálægl tiu þúsund; áttu þeir lieima í 20 klaustrum og 11 þorpum en auk þess höfðu ýmsir mein- lætamenn gerl sjer einveru- klefa, sem þeir hjuggu í bergið. Munkarnir voru um 7000 en leikir braöður um 3000 og komu þeir úr öllum löndlim veraldar. Á síðasta mannsaldri hefir það komið fyrir, að menn frá norð- urlöndum hafa gerst munkar i Athos, en eigi hermir sagan að íslendingar bafi sest þar að. Þegar Tyrkir urðu ráðandi i „Lyftan'" á Athosfjalli gengur ekki fyrir rafmagni. Hjerna sjest œfa gömul vinda, sem notuð er til að draga fólkið upp. Hún er notuð enn þann dag l dag. M v 122-10 fægi og hreinsunarduftið. Hafið það ávalt við hend- ina. Tin verður eins og silfur og' kopar eins og gull. Það rispar ekki við- kvæmustu málma. Notið VI M á öll búsáhöld. Það er selt í dósum og pökkum fæst alstaðar. og tEVER BROTHERS LIMITE0. PORT SUNLIGHT. ENGlANtt. í pökkum á 0.25. I dósum á 0.60. Tyrklandi böfðu munkarnir fyrirhyggju á, að tryggja sjer i tíma sjálfstæðisrjettindi eins og þeir höfðu áður haft, og livernig sem stjórnarfarið hefir breyst á Balkanskaga hafa munkarnir á- valt verið sjálfs síns herrar og stjórnar 20 manna klerkaráð, einn frá liverjú klaustri, lýð- veldinu þarna á fjallstindinum. Lif munkanna á Athosfjalli er mjög tilbreytingalítið og þeir lifa allir við mjög þröngan kosl og harðan aga. Kvenfólki er harðlega bönnuð vist á Athos og öllu því sem kvenkyns er, t. d. mega Athosmunkar alls ekki jeta hænusteik, en liana mega þeir jeta. Vitanlega er múhameðslrúarmönnum strang lega bannaður aðgangur. Strang ast er liferni klausturmunkanna en þeir sem búa i þorpunum eða hellunum eiga við miklu frjálsari kjör að búa. Fjölmarg- ir ríkir munkar hafa lagl klaustrunum fje og arfleitt þau að öllu sinu eftir sinn dag, svo að þau eru vellauðug og þurfa munkarnir þar ekki að kvíða neinu. En þeir sem lifa í þorp- unum eru ver seltir og verða að ala önn fyrir sjer með vinnu handa sinna. Þeir eru flestiriðn- aðarmenn og varningur þeirra gengur vel út, þvi að mörgum þykir gaman að eiga hlut, sem gerður er á þessum einkenni- lega stað. — Á miðöldunum voru klaustrin á Athosfjalii fræg fyrir vísindaiðkanir munk- anna þar og ýms grísk fræði stóðu þar með miklum blóma. Vildu sumir telja að Athos- fjallið væri merkasta menta- setur Balkansskagans. Þetta hefir þó verið orðum aukið og nú á tímum sjást engar menjar þess, að miklir vísinda- menn hafi átt heima í Athos- klaustrunum. Munkarnir feng- usl á miðöldunum einkum við að afrita bækur, eins og munk- ar í svo mörgum klaustrum og í bókasöfnum klaustranna í Athos eru um 13.000 handrita- bindi , aðallega guðfræðilegs efnis. En klausturbýggingarnar sjáll'- ar eru hið merkasta, sem sjá má á Athosfjalli. Standa þær þar efst á fjallsgnýpunum og bljóta að vekja aðdáun verk- fræðinga nútimans, svo vel eru þær gerðar, ef litið er á hve að- staðan er crfið. Gömlu munk- arnir á Atbos hljóta að hafa verið ágætis byggingarmeistar- ar. Og Athosfjallið sjálft liefir verið óvinnandi vígi fram eftir öldum, áður en langdrægar fall- byssur og flugvjelar konni til sögunnar. 1 Það fór itla fyrir Remarlíque um (laginu. Hanu var á bifreið um Hol- land. Þegar hann var að fara fram li.já þorpi nokkru rakst hann á síma- staur og eyðilagði bílinn og l)raut staurinn. VarS hann að horga 120 gyllini í skaðabætur. En samt sem áður var Remarque svo hissa á því hve röglegluþjónarnir voru kurt- e.vsir og auðmjúkir, að hann ga,f hvorum i'yrir sig sitt eintakið af „Tíðindalaust frá vesturvigstöðv- unum“, með eigin áletran. ----x---- Einu sinni kom negri til Parisar. Þár var frosl löluvert og rjeðust hundar á hann. Þá beygði hann sig niður eftir steini til ]>ess að grýta hundana, en steinarnir voru freðnir og fastir fyrir.Þá sagði negrinn hugsandi: Þetta er undarlegl land. Iljer hinda þeir steinana, en láta hundana ganga lausa. ----x——■

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.