Fálkinn


Fálkinn - 27.02.1932, Side 13

Fálkinn - 27.02.1932, Side 13
F A L K I N N 1 Molineux hefir tckiö ákvörðunina fyrir sitt leyti. Hann er þegar far- inn að sauma vorkjóla og senda þá suður að Miðjarðarhafi, en þeir eru eins síðir og i haust. En að vísu hafði hann haustkjólana styttri en allir aðrir. Pilsfaldurinn hjá hon- ura er 33 centimetra frá gólfinu. Chiapareíli lœtur pilsið ná nið- ur á miðjan legg, nema kvöidkjót- arnir eru vitanlega síðari. Og Yteb vill gera kjólana enn styttri, þvi að hún hefir altaf verið á móti siðum pilsum og segir að kvenfólkið verði gamalt fyrir aldur fram i þeim, þvi að’-það geti ekki hreyft sig eins og það vill. Svo að söguniii sje aftur vikið til Worth þá tekur hann samkvæm- is og kvöldkjólana í flokk út af fyr- ir sig. Samkvæmiskjóllinn getnr ver- ið stuttur eða síður eftir vild. Á danskjólunum þykir honum hent- ugra, að þeir sjeu ekki svo síðir að faldurinn snerti öklann, en ef kjóll- inn á að notast við sjerstaklega há- líðleg tækifæri er haiin hafður drag- síður. Fötin eru til fyrir fólkið, en fólkið ekki til fyrir þau. Lausn á krossgátu 80. Lúrjett, ráðning. í Rússlandsför. 9 óðal. tO yfir. 12 af. 13 mörk. 14 lón. 10 er. 17 vó. 19 arinn. 21 es. 22 ístað. 24 eys. 30 au. 31 þý. 32 nál. 35 grös. 36 au. 25 kæn. 26 krunk. 27 il. 28 kappi. 38 rönd. 39 egna. 41 rúbaggalegur. Lóðrjett. Ráðning. 1 Reykvíkingar. 2 seil. 3 ló. 4 aða. 5 nafli (decilíter). 7 fjör. 8 ríkis- skuldir. 11 ró. 13 men. 15 naðra. 18 ósæl. 20 nakin. 21 eyna. 23 tn. (tunna). 24 e. u. (eftir umboði). 28 Kýs. 29 plagg. 31 þömb. 33 ár. 34 lögg. 37 Una. 39 eg. 40 al Ráðning á jólakrossgálu. Lóðrjett. Ráðning. \ snara. 2 par. 3 nál. 4 grjet. 5 skal. 6 kalónar. 7 áræða. 9 neita. 10 alnumin. 11 reyr. 12 barða. 13 am. 15 gr. 16 akarn. 18 skái. 20 orðafar. 22 skrimta. 23 aflvaki. 24 sameina. 25 táragas. 26 kunn. 30 bila. 31 reið- ast. 34 reif. 37 liga. 39 hrata. 40 torf- reiðsla. 42 ósakfallinn. 43 íslending- ur. 44 lestrarhvöt. 45 karla. 47 fa. 49 au. 50 tafl. 51 lo. 53 la. 56 lauf- fok. 57 lygimát. 59 skref. 60 ísing. 64 efaði. 66 apast. 69 inn. 70 éti. 71 ell. 72 eru. 79 Sigga. 80 starrar. 82 XVII. 84 fariroð. 85 Asana. 87 alin- mál. 89 strútur. 90 ornaðir. 93 vara- lið. 95 il. 96 siða. 47 fæ. 98 eg. 99 atla. 100 S(igurjón) F(riðjónsson). J02 táta. 105 álún. 108 afstaða. 110 alviska. 113 skips. 115 anar. 117 Karen. 121 latur. 123 iðinn. 125 svif. 126 ungar. 127 ariur. 128 raun. 130 an 132 K. N. 134 tóa. 135 eru. Lárjett. Ráðning. 1 spöng. 5 skána. 8 árnar. 12 bak- arar. 14 ljelega. 17 gamalær. 19 ein- yrki. 21 lóðaskattur. 25 traðk. 27 na. 28 káf. 29 am. 30 brúar. 32 áð. 33 aura; 35 erill. 36 ilin. 38 me 39 hrat. 41 Neró. 43 íðil. 44 leik. 45 rafofni. 48 samtals. 52 galeiða. 54 agar. 55 flautakolla. 58 asnar. 59 starf. 61 ak. 62 afi. 63 ey 65 tasla. 67 kas. 68 risnufje. 71 engifer. 73 tap. 74 feni. 75 fata. 76 eldi. 77 arar. 78 ess. 81 innyfli. 83 limaður. 84 fas. 86 fitað. 88 ol. 89 svo. 91 ná. 92 hvast. 94 galsi. 95 skiftiregla. 100 svara. 101 grillti. 103 næringu. 104 táförin. 106 arna. 107 áðan. 109 rall. 111 tara. 112 am. 113 staf. 114 staða. 116 lauk. 118 lo. 119 ráska. 120 sl. tsíðasliðinn). 122 Uni. 123 IV. 124 nakið. 125 stauraraðir. 129 Apavatn. 131 risaket. 133 sniðugt. 135 ein- kunn. 136 Faraó. 137 runan. 138 ramnr. EINKF.NNILEGAR Fangelsin í Am- LEIKIÍONUR. — eríku keppast ---------------- um að finna upp á einhverjum tiltækjum, sem vekja athygli á þeim út i frá. Sing- Sing-fangelsið við New York reið á vaðið með þvi að efna til knatt- spyrnuleikja fyrir fangana. Var sagt itarlega frá þessum mótum í ötl- um blöðum ríkjanna og forstjórar annara fangelsa urðu afbrýðisSamir yfir, hve vel þetta hafði tekist. Með- al þeirra var forstjórinn fyrir kvennafangelsinu i Auburn. Hann varð andvaka nólt eftir nótf við að hugsa upp eitthvað, sem hann gæti orðið frægur fyrir i blöðunum og loks hitti hann naglann á höfuðið. Honum datt í hug, að i hópi fang- anna hlyti að vera kvenfólk, sem hefði starfað við teikhús áður og þetta reyndist rjett. Valdi hann nú úr það kvenfólkið, sem hann taldi líklegast til þess að geta skemt á lciksviði og byrjaði svo að æfa það. Þegar att var tilbúið var el'nt til leiksýningar og bæjarbúum boðið. En tiklega hefir sjaldan eða aldrei 13 verið telft fram leikendum, sem höfðu annað eins á samviskunni og leikendurnir þarna í Auburn. Lillian Raizen fjekk dynjandi lófaklapp fyrir meðferðina á lag- inu „Indian Love Call“. Ilún er frá New York og liafði á sínum tíma drepið húslækni fjölskyldunnar, Clickstein að nafni. Frú Bickford Denney las upp og ljek ágætlega á saxófón. Hún hafði i æsku verið heitin ungum pilti, en rak hann í gegn er hann sleit trúlofuninni. Marlyse May hjet sú, sem saumað hafði búningana. Hún hafði verið hjúkrunarkona á striðsárunum og siðan teiknað kvenfatnað í New York en tók svo fram hjá manni sinum og komst i kunningsskap við annan. Þegar þessi maður sveik hana þá skaut hún hann. Frú Boell frá Ziegfield Follies vakti almenna aðdáun. Hún hafði verið gift þrisv- ar og fjekk hálfa miljón dollara i slcaðabætur er hún sk'ildi við síðasta manninn. Hún hafði sólundað pen- ingunum og fór svo að leggja fyrir sig að þvinga fje út úr fólki. En engin valcti cins mikla athygli og Sally .loice Richards, sem einu sinni hafði stjórnað bófafjelagi i Buffalo. Hún hafði komist i tugthúsið fyrir innbrot i gimsteinabúð og gerði fyr- ir rjettinum tilraun til að myrða eitt aðalvitnið gegn henni. Hún reynd- ist skemtilegasti leikari og fólkið veltist um af hlátri meðan hún var á leilcsviðinu. Ruth St. Clair var sú eina af leikendunum, sem var dæmd í fangelsisvist æfilangt og sagt er að engin kona í Ameríku hafi jafn marga glæpi á samviskunni og- hún. Áhorfendur tóku henni með kost- um og kynjum. Sfínxinn rauf þögnina... Skáldsaga — Og hvernig hugsið þjer yður að liaga ferðum yðar hjer i Indlandi, spurði Steven- son prinsinn. — Ja, við förum fyrst að heimsækja varakonunginn í Dellii. Síðan skoðum við Agra og Benares. Jeg er gamall bókfella- grúskari og vonaðist til að finna þar ein- liverja texta á sanskrít til að glíma við. Þvínæst förum við til Jaipur og Udaipur. Mjer hefur verið sagt, að Radjputana land- ið væri að mörgu leyti sjerkennilegt. — Þá megið þjer ekki gleyma að skoða Bangamer, sem er inn á miðri eyðimörk- inni. Það getur ekki merkilegri borg, og tilsýndar er hún eins og bergrisi einhver hafi atað hana í jarðarberjamauki. Fairbanks höfuðsmaður tók i sama strenginn: Reynið þá að láta bjóða yður í veiði- ferðirnar, sem maharajah’in hefur í undir- búningi. Orðrómuð gestrisni. . . . Eins mikil veiði og hver vill hafa. . . . Fyrir utan það getur yðar tign fengið að sjá hjá honum safn af liandritum frá dögum Shan Jahan keisara. Það er svona! Þjer komið vatni fram i munninn á mjer, höfuðsmaður. — Svo get jeg, ef þjer viljið, skrifað tveim vinum minvim, sem verða gestir furstans og myndu hafa sanna ánægju af að vera yður til aðstoðar. Gjarnan. Jeg ætla að skrifa hjá mjer nöfn þeirra. Edward Roberts ofursti og F. Nichol- son höfuðsmaður. Frú Nogales var að tala við konsúlinn, en sneri sjer nú snögglega við. Hvað sögðuð þjer, a ðþeir hjetu? — 'Roberts og Nicholson. Prinsinn af Zorren spurði: Þekkið þjer þá, kæra vinkona? — Nei .... Ja, bíðum við .... Nicholson? .... Nicholson? .... Jú, jeg hitti einu sinni í Kaii’ó aðstoðai’foringja með þessu nafni. Það er sá sami, frú . . . . í enska hern- um, eins og raunar víðar, er greiðasta leið- in til að verða höfuðsmaður, sú að vera áður aðstoðarforingi .... Hann og vinur lians eru mjög fróðir um Indland; geta þessvegna leiðbeint yður. Og hvað sögðuð þjer aftur, að hinn ' hjeti'? — Edward Roberts. Hetja .... Fjekk Victoria krossinn .... Þeir tóku þátt í af- gönsku uppreisninni .... Sem sagt, ágætis mehn og' þar að auki vinir. Frú Nogales hlustaði á með vaxandi at- hygli. En hún leyndi forvitni sinni og spurði, án þess að leggja áherslu á orðin: Einmitt það? Miklir vinir? Meira en svo. Óaðskiljanlegir .... Þeir eru kunnir um Indland fyrir vináttu sína, sem er traust eins og grískur marmari. Samanborið við þá mætti segja að Orestes og Pvlades hafi verið fjandmenn! En þjer virðist furða vður á þessu? Furða mig? .... Langt í frá .... Jeg hef oft rekist á þennan Nicholson aðsloðar- foringja .... Mjer virðist hann harla fá- skiftin og liarla ólíklegur til að leika hlut- verk Pyladesar á móti fjelögum sínum. Fairbanks ýtti stólnum sinum nær, gaf áheyrendum sínum merki að nálgast og lækkaði röddina: Hlustið á. Úr því að frú Nogales veit um hverja er að ræða, ætla jeg að seg'ja ykkur frá dálitið skrítnu atviki í sambandi við vináttu þessara tveggja fjelaga. Jeg var samtímis þeir á sjúkrahúsinu i Peshawar meðan var verið að græða smáskeinu, er jeg fjekk hjá virkinu í Landi Kana .... Einn dag sem oftar sat jeg í langstól fyrir framan gluggann þeirra og spilaði á gram- mófón. Þeir voru i fjörugum kappræðum. Alt í einu heyri jeg að annar segir: „— Kunningi sæll, hið liðna verður að vera gleymt í eitt skifti fyrir öll! „Jeg leit upp og sá, að Nicholson var með brjef í hendinni, senx ekkert var svipað embættisbrjefi. Hann brendi það yfir sprit- lampa. Og Roberts tók fram ljósmvnd af kvenmanni og' brendi hana á sama hátt, um leið og fjelagi hans reif í þúsund tætl- ur aðra ljósmynd og sagði hlæjandi: „ - Það var ekki þess vert, að við yrðum óvinir út af því. „Eftir hrennu þessa tókust vinirnir í hendur hlæjandi eins og eftir að hafa náð sjer rækilega niðri á einhverjum . . Mjer þótti þetta atvik benda til þess, að vinátta þeii’ra væri einlæg og að þeir hefðu komið sjer saman um að láta gleymskuna gæta einhverra gamalla ástaræfintýra .... Finst yður þetta ekki dálítið einkennilegt frú?“ Frú Nogales brosti. Bros hennar mátti skilja á rnarga vegu, en enginn fann þá rjettu ráðningu. Jú .... Nokkuð kynlegt. Prinsinn af Zori'en hætti við: Vináttan er hin eina, sanna tilfinning, sem ennþá varir, á þessum uppgerðar- stælinga og falsana tímum. Og Stevenson sagði seinastur: Það stendur skrifað í Uphanishads, að vinátta sje trjábolur, seni ekkert fær

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.