Fálkinn


Fálkinn - 12.03.1932, Blaðsíða 8

Fálkinn - 12.03.1932, Blaðsíða 8
8 F Á L Ií I N N Skíðaíþróttin ryður sjer rúms með Iwerju árinu sem líður og sjest það ekki lwað síst þar, sem fólk af ýmsum þjóðum safnast saman sjer til heilsu- bótar og skemtunar eins og l. d. á háf jallagistihúsunum í Sviss. Áður fyr gerðu gestirnir mest að f jallgöngum — skíðalaust — eða þá að því að aka á svokölluðum „hobsleighs“, en mí er orðið minna um þá en áður en skíða- göngfólkinu fjölgar. Skíðagöngur þykja orðin besia íþrótt allra vetrar- íþrótta. Samt standa engir Norðmönn- um á sporði í þessari grein, en sldða- iþróttin í þeirri mynd sem hún er iðk- uð nú, er þeirra verk fremur en allra annara. Þeir eru sóttir austur lil Jap- an og vestur lil Ameríku og suður til Ítalíu, Sviss og Frakldands til þess að kenna, og þó að Ameríkumenn legðu alt kapp á, að sigra í skíðagöngum á Olympsleikjunum í Lake Placid nýlega urðu Norðmenn hlutskarpari, þó litlu munaði. Hjer er til vinstri óvenjulega góð mynd af skíðamannahóp, sem þeysir niður brekku á fleygiferð. Hún er tekin suður í Sviss. Tel Aviv í Gyðingalandi er mesti Gyðingabær heimsins og tel- ur 40.000 íbúa, alt Gyðinga. Borgin er bygð með nýtísku sniði, eins og myndin ber vott um. Svona lítur amerískur dollaraseðill út, hinn almáttugi dollar, sem hreykir sjer hátt á gullgildinu og kostar nú um sex krón ur íslenskar í stað þess að rjettu lagi er hann ekki nema 372 aura virði. Dollarinn er án samanburðar sterkasti peningur heimsins og ekki sambærilegur við suma aðra, þó að þeir lialdi enn gullgildi, því að Bandaríkjamenn eiga meira gull en nokk- ur önnur þjóð og því er tryggingin fyrir seðlunum i lagi. En þrátt fyrir þetta hafa Bandaríkjamenn af eymd og atvinnu- leysi að segja ekki síður en aðrar þjóðir, því jafnvel þeir eru ekki sjálfum sjer nógir. Lamist heimsviðskiftin, þá lamast von bráðar hagur allra þeirra þjóða, sem nokkra verslun hafa við önnur lönd og enginn græðir en allir tapa. I Borgarstjórarnir í London eru viðurkendir fyrir glaðværð. Myndin hjer að ofan er frá góðgerðaskemtun í Fulham og sýn- ir borgarstjórann i Hammersmith setja hátíðina með því að aka í rennibraut. 1 enslcum þorpum er það siður að steikja lieilan uxa á torg- inu einu sinni á ári og jeta þorpsbúar hann í sameiningu. Myndin sýnir þetta. Smiðurinn í þorpinu hefir tekið að sjer að vera bryti.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.