Fálkinn


Fálkinn - 12.03.1932, Blaðsíða 9

Fálkinn - 12.03.1932, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 Hver skyldi trúa, að maðurinn, sem er að tala við knattspyrnu- manninn þarna á myndinni, sje hinn alræmdi bófi Al Caporie. Þetta er nú svona samt, en nú horfir Al ekki á knattspyrnu, því að hann er í steininum. Knattspyrnumaðurinn er að skrifa nafnið sitt í bók sonar Al Capone. Brjefdúfurnar eru enn mikið notaðar í ófriði, þrált fyrir loft- skeyti og flugvjelar. Hjer á myndinni sjást þýskir hermenn vera að sleppa brjefdúfum á flug. Varðmaðurinn er tilbúinn að skjóta, ef ránfugl ræðst á dúfurnar. Þarna á myndinni er verið að reyna nýja tegund af gleri, sem á að þola að skotið sjer á það. Rúður úr þessu gleri á einkum að nota í bönkum, til þess að verja starfsmenn árás- um bófa. Þessi mynd er af víðkunnustu turnklukku heimsins, Big Ben, sem eins og kunnugt er, er í turninum á þinghúsinu í Lonndon. Myndin er tekin um nótt og þá heyrist einna best til klukk- unnar, ve.gna kyrðarinnar. Hinn ungi frárekni keisari í Kína, Hsuan Tung, sem menn kann- ast betur við undir nafninu Henry Pu-Yi, sjest hjer vera að heilsa enskum liðsforingja áður en hann fór frá Tientsin i vetur. Japanar hafa tekið að sjer að „vernda“ keisarann og það eru japanskir hermenn, sem eru kringum hann.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.