Fálkinn - 07.05.1932, Blaðsíða 12
12
!• Á L K I N N
Miklar birgðir ávalt
fyrirliggjandi af nýtisku
hönskum i
Hanskabúðinni
■■■BIISI■■»■■■■ IIBIIIBI ■■■■■■■■■■•■■■■■
:
Póithússt. 2
Reykjavik
Simar 542, 25«
OB
IO#(fr»mkv.sli I
Allilenskt fyrirtœki.
jAllsk. bruna- og sjó-vátryggingar.
Hvergi betrl nje ireiöanlegrl viðskifti.
• Leitifi upplýsinga hjá nœsta umbofismanni.
Allir hafa ráð á
Iað kaupa sjer
»Fálkann« hvern
laugardag. Munið
að heimilisfólkið
ALT vill fá hann
og hefir skemtun
og gagn af honum.
Fálkann« hvern laugardag!
*f» Allt með islenskiiin skrpum' •#»
Nýtísku hárliðun.
„Lakkkrullurnar" eru nýmœli hdr-
snyrtingarmanmi i ár. Einskonar
efni er núfí inn i luirifí, svo afí htiir-
snyrtingin heldur sjer miklu betur
en ella og hægt afí gera krulliirnar
miklu fjölbreyttari Myndin gefur
hugmgnd um hina nýju ' hárliðun.
Þ$ðing likamsþrifnaðarins
Fegurðin byggist eigi hvað síst á
lirifnaði og hreinlæti. Enginn mundi
veita jafnvel fegurstu stúlku athygli,
ef hún hirti ekki vel á sjer hárið,
gengi með óhreinar neglur, væri
klunnaleg í hreyfingum og ljót vexti,
eða klæðaburðurinn ræfilslegur. Þó
að ílestum stúlkum sje |ietta ljóst,
þá er samt ekki úr vegi að fara
nokkrum orðum um almennan
þrifnað, einkum um þann sem mið-
ar að þvi, að varðveita fagurt útlit,
frisklegt hörund og því um tíkt.
Þá er fyrst að minnast á tennurn-
ar. Þær eru ekki aðeins mikilsvarð-
andi l'yrir líkamlega heilbrigði held-
ur líka fyrir útlitið. Burstið þið
tennurnar aðeins til málamynda,
eða tnirstið þið þær þangað til öll
óhreinindi eru farin, hvergi slím
eða himna eftir, eða tannsteinn og
þvi um líkt. Hve lengi endist yður
sami burstinn?
Til þess að bursta tennurnar svo
:ið gagni komi verður að nola nóg
af tannkremi eða tannvatni af rjettri
tegund. Ávalt skal bursta frá tann-
holdinu. Burstinn á að vera lítill,
svo að auðvelt sje að bursta tenn-
urnar að baka lil, eins þær instu
eins og þær fremslu. Hann á að vera
nokkuð stinnur, en þó ekki mjög
liarður, til þess að verka mátulega
á blóðrásina í tannholdinu, en með
of hörðum bursta er hætta á, að
tannholdið særist. Einnig er rjett að
bursta tunguna og eftirá er rjett að
skola hálsinn með góðu munnvatni.
Þegar tannhreinsuninni er lokið,
er rjett að drekka tvö glös af vatni.
Heitt vatn með ofurlitlu af sítrónu-
safa er ágætt til þess að reka eitur
á burt úr maganum og örfa melting-
una, en líka er gott að blanda ofur-
litlu af ávaxtasatti í fyrra vatnsglas-
ið. Það þarf ekki að vera nema lítið,
ekki meira en svo að það aðeins
finnist á brágðinu, en þetta salt er
blóðhreinsandi og hjálpar til þess að
reka á burt eiturefni þau, sem eink-
um valda ljótum hörundslit, ef þau
eru látin safnast fyrir. Þegar
vatnið hefir verið drukkið er rjett
að gera nokkrar djúpar öndunaræf-
ingar. Gangið út að opnum glugga
og fyllið lungun nokkrum sinnum
hreinu og tæru lofti og andið liægt
l'rá yður altur. Þjer munuð undrast,
hve góð áhrif þetta hefir á likam-
ann.
Veljið þann tíma dagsins, seni yð-
ur en hentugastur til þess að baða
yður, bursta hárið, þvo yður andlit
háls, hendur og handleggi. Það er
oft auðveldara fyrir húsmóðurina að
að gera þetta á daginn en á kvöldin,
en stúlkan sem vinnur i verslun eða
á skrifstofu, velur liklega að jafnaði
kvöldið til þess. En það er ekki að-
atatriðið hvenær þetta er gert, held-
ur hvort það er ger og gert ræki-
lega, ekki síst andlits- og handa-
þvotturinn. Að jafnaði á fólk að þvo
sjer oftar en einu sinni á dag um
hendur og andlit, og einn þvottur
verður að minsta kosi að vera mjög
rækilegur.
Einu sinni á dag að minsta kosti,
verður að hreinsa neglurnar mjög
rækilega, líta eftir þvi livort nagl-
rótin er heil og ósködduð, hvort
liúðin helir ekki vaxið fram á nögl-
ina og hvort neglurnar eru ekki
skörðóttar og ljótar að framan. Ef
þessa er vel gætt, er engin hætta á
því, áð nögl rifni. Fótneglurnar
verður að hirða ekki síður en fingra
neglurnar og líta eftir þeim eigi
minna en einu sinni á dag og er
hentugast að gera það um leið og
komið er úr baðinu.
Bjett er að drekka á degi hverjum
eitt glas af vatni fyrir hver 15 pund
af likamsþyngd sinni. Þannig á
stúlka sem er 120 pund að drekka
átta glös. Þessi vatnsdrykkja trygg-
ir líkamanum og líffærunum hæfi-
lega mikið vatn. — Þá má ekki
gleyma að þvo hárið. Sumir láta
það dugá að þvo það einu siiini í
viku, en aðrir þvo það fjórða og
fimta hvern dag. Og einu sinni á
viku ætti að strjúka allan líkamann
vendilega og nota hörundsvatn til að
mýkja hann, samskonar vatn og fólk
á að nota daglega á andlit og hend-
ur. Og gleymið ekki að núa albogana
vel, svo að húðin verði ekki hrukk-
ótt þar.
Vitifí j>jer að melurinn getur ekki
þolað terpentínulykt? Það er þvi
gott, að taka ofurlitla dulu vætta i
terpentínu og hengja upp í klæða-
skápinn eða leggja í fátaskúffurn-
ar, til þess að hrekja þetta skaðræð-
iskvikindi á burt. Það er vert að at-
huga þetta núna, þegar fer að hlýna
i veðrinu.
Gleðiviðburður hefir gerst i dýra-
grðinum í Berlín. Þar er fæ'ddur
gíraffi. Slíkt hefir ekki komið fyrir
síðustu 23 árin. Yfirleitt er það mjög
sjaldgæft, að giraffar auki kyn sitl
í dýragörðum. Króinn vegur 40 kg.
Það þykja og undur mikil, að háls-
inn er tilfölutega stuttur enn.
----x-----
-Margir rithöfundar verða að klæð-
asl alveg sjerstökum fötum við vinnu
S Ml JORLlKi
Er búið til úr bestu efnum sem lil
eru. Berið það saman við aunað
smjörlíki og notið siðan það sem
yður líkar best.
------- V1KURITIÐ ---------------
Útkomið:
I. Sabantini: Hefiul , . . 3.80
II. Bridges: Rauöa húsið . 3.00
III. — Strokuniaöurinii 4.00
IV. Horler: Dr. Vivant . . 3.00
V. C. Hamilton: Hneyksli . 4.00
í prentun:
Ph. Oppenheim: Leyniskjölin.
Zane Grey: Ljóssporið.
Biðjiö lióksala þann, sem þjer
skiftið við, um bækurnar.
sína, annars sækist þeiin verk sitl
miklu seinna. Frönsku rithöfundarn-
ir Balzác, tíautier og Flauzert marg-
litum síðslþppum, sömuleiðis Edgar
Wallace. Þjóðverjinn Leon Feuch-
wanger segist ekki geta nnnið nema
hann sje klæddur víðum flauelsföt-
um. Englendingurinn Edgar Jepson
verður að láta fara enn betur um
sig. Þegar hann yar spurður hverj-
um fötum hann klæddist við starf
silt, þá svaraði hann: Sængurföt-
unum.
----x----—
Fyrir nokkru var maður einn í
Vancouver, Fred Lewis að nafni,
dæmdur i 42 daga fangelsi. Hann
spurði dómarann, hvort hann gæti
ekki tekið út hegninguna smðmsam-
an. .leg hefi góða stöðu, sagði
hann, en hana mundi jeg missa ef
jeg yrði burlu (i vikur, en á hverju
ári hefi jeg 14 daga sumarleyfi. Það
kæmi sjer jiví ágætlega, að jeg mætti
gjalda sekt mina i afborgunum á
3 árum. - Rjetturinn samþykti jiessa
ágætu tillögu.
----x----
Nú í marsmánuði voru rjett 50 ár,
síðan þýzki visindamaðurinn Robert
Koch (1830- 1910) fann berklaveik-
isbakteriuna. Hann fjek'k Nóbels-
verðlaun 1905,