Fálkinn


Fálkinn - 28.05.1932, Blaðsíða 9

Fálkinn - 28.05.1932, Blaðsíða 9
I F Á L K I N N 9 Myndin hjer að ofan er af æðsta þingsal veraldar, alþjóðasambandsþingsalnum í Genf. Æðsta þingið verður þetta þing að teljast, því að því er ætlað að vera gfirþing allra þeirra ríkja sem í sambandinu eru og þar mæta helstu menn allra þeirra þjóða. En hinsvegar þykir mörgum, að þe.tia þing sje ekki nema nafnið tómt, því að þar lendi flest í hugsjónaglamri og máttlausum bollaleggingum, en framkvæmdir sjeu litlar. Hefir úrræðaleysi sambandsins í deilumáli Japana og Kínverja nú síðast hnekt áliti sambandsins. Fyrsti og mesti forseti Bandaríkj- anna, Georg Washington átti ný- lega 200 ára afmæli. Var þá afar mikið um dýrðir um þll Bandarík- in, því að engan forseta sinn hafa Bandaríkjamenn ems í heiðri og Washington, enda var hann í raun- inni stofnandi ríkisins og barðist fyrir frelsi þess. W ashington fædd- ist í Virginia og höfðu afi hans og amma flutt vestur frá Englandi 1657. Hann var gerður lierstjóri Bandaríkjanna og kom skipulagi á herinn og vann styrjöldina við Breta 1781. Forseti lýðveldisins var hann 1789—97 en neitaði að lát'a endurkjósa sig í þriðja sinn og hef- ir sú hefð haldist síðan. Myndin hjer til hægri sý nir Hoover forseta og frú hans í dyrunum á graflwelf- ingu Washingtons, en þar lagði Hoover krans á kistuna á afmælis- degi hins fræga hermanns og for- seta. Þessi mynd er af Forum Romanum, hinu fornfræga torgi Róma- borgar. Myndin er einkennileg að þpí leyti, að snjór er á jörðu en slíkt er fremur sjaldgæft í Róm. Við Forum Romanum eru tengdir ýmsir merkir viðburðir í sögu Rómverja og þar halda ltalir fundi enn, þegar mikils þykir við þurfa. Á torginu eru merlcar rústir frá liðinni tíð og má sjá sumar þeirra á myndinni. Ein af kreppuráðstöfunum Breta siðastliðið haust var sú, að Cunardlínan hætti við smíði liins mikla dreka síns, sem verða slcal stærsta skip heimsins, 73 þúsund smálestir og jafnframt hraðskreiðasta farþegaskip, sem smíðað hefir verið. Mistu 3000 manns atvinnuna við stöðvunina. Nú þykir Bretum hafa batn- að svo í ári, að ákveðið hefir verið að hefja smíði skipsins á ný og hefir þetta vakið fögnuð um alt England.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.