Fálkinn


Fálkinn - 04.06.1932, Blaðsíða 2

Fálkinn - 04.06.1932, Blaðsíða 2
F Á L K I N N 2 ----- GAMLA BIO -------- Draugagangurinn. Sprenghlægilegur gamanleikur leikin af Göö 00 Gokke. Myndin verður sýnd um helg- ina. BJÓR, BAYER, HVlTÖL. - ölgerðin EGILL SKALLAGRlMSSON. P BO T 0 S RVKSUOUB Ný gerð! Neistabnndln! PROTOS-ryksugur eru búnar til hjá Siemens- Schuckert, stærstu raf- tækjasmiðju Norðurálf- unnar. — — Meira sogmagn en nokkur önnur, sem seld er svipuðu verði. — Fæst hjá raftækjasöl- um. Reynd heima hjá kaupanda. F Gnmmístígvjel. Stærsta og besta úrval- ið af allskonar gúmmi- stigvjelum er og verð- ur hjá Lárns G. Lúðvígsson, skóverslnn. ----- NÝJA BÍO ----------- Um helgina er sýnd: i leynlþjónustu. Aðalhlutverk Birgitte Helm og Willy Fritsch. í vikunni ver'ður sýnd: Bankakonto Amors. þýslt skemtimynd með Ralph Roberts og Liane Heid í aðalhlut- verkunum. Töluð á þýsku og snildarvel leikin. Sjáið þessar myndir! ■ ■■■■■•Mnaunnn ■■■■■■■■ ■■■■■■■■ «•■■■•.<■■ ■■■■■■■> jSOFFÍUBÚÐ S. Jóhannesdóttir • Austurstræti 14 Reykjavík beint á móti Landsbankanum, og á ísafirði við Silfurtorg. : Mesta úrval af FATNAÐI fyrir • konur, karla, unglinga og börn. j Álnavara bæði til fatnaðar og : heimilisþarfa. j j Reykvíkingar og Hafnfirðingar i kaupa þar þarfir sinar. : j Fólk utan af landi biður kunningja j ; sína í Reykjavik að velja fyrir si'í : • vörur í SOFFÍUBÚÐ og láta send.i j þær gegn póstkröfu. Allir sem einu sinni reyna verða j stöðugir viðskiftavinir í SOFFí U B Ú Ð Reykjavikur símar 1887 og 2347. ísafjarðar simar 21 42. ■ .................... : Hljóm- og NÝJA BÍÓ sýnir núna um helgina -------mynd þá, sem sagt var frá í síðasta blaði og heitir í ,,í LEYNIÞJÓNUSTU". Hefir hún hlot- ið þá dóma, að henni hafi tekist bet- ur en öðrum myndum að lýsa lífi og aðferðum stjórnjósnaranna, sem haf- ast við á yfirborðinu og eru daglegir gestir stórmennanna og samkvæmis- salanna. Aðai persónuna, þýska njósnarann sem ferðast land úr landi sem frægur amerískur fiðluleikari, leikur Willy Fritsch, sem nú lcvað vera að flytjast til Ameríku og sje ráðinn til Fox Film fyrir of fjár, en kvenhlutverkið á móti honum leikur Birgitte Helm. Ljésmyndastofa Allreðs Klapparstíg 37. Opin virka daga 10—7, Sunnud. 1—4. Myndir teknar á öllum tímum eftir óskum. talmyndir. BANKAKONTO AMORS heitir myndin, sem Nýja Bíó sýnir um miðja vikuna. Hún er ekki eins al- varleg og hin. Þar er sagt frá banka- stjóra (Ralph Arth. Roberts), sem hefir verið svo óheppinn í ráðstöf- unum sínum, að bankinn er á helj- arþröminni. Bankastjórinn hefir von um að ríkur og vel feitur víxlari (Huszar Puffy) hlaupi undir bagg- ann, ef hann fái að launum að verða tengdasonur og fá samþykki dóttur hans (Liane Haid). Sagan segir nú frá því hvernig þetta gengur, og lýk- ur svo að víxlarinn lánar pening- ana en fær samt ekki dótturina og er þó ekki svikinn. Hún reynist honum full strembin, m. a. á hann að ljett- ast um 50 pund áður en brúðkaup- ið fer fram og fleiri skilyrði setur hún, sem honum veitist auðveldara að lofa en efna. Mynd þessi er hin fjörugasta og auk leikenda þeirra, sem nefndir hafa verið, koma þarna við sögu ýmsir aðrir sem eru býsna skemti- legir, ekki síst Szöke Szakall, sem er einstaklega skringilegur. Myndin er tekin á þýsku og af þýsku fjelagi og leikstjórnina hefir annast E. W. Emo. DRAUGAGANGURINN. Hingað ti) ------------------- hafa kvik- myndagestir einkum kynst spjátr- ungunum Gög og Gokke, sem rjettu .nafni heita Stan Laurel og Oliver Hardy af litlum tveggja þátta mynd- iim, sem Metro-Goldwyn hefir látið þá leika í. En þessir leikkraftar hafa reynst fjelaginu svo vel, að nú er það farið að taka heilkvöldsmyndir með þeim sem aðalleikendum og verður ein þeirra sýnd á Gctmla Bíó núna um helgina og heitir „Drauga- gangurinn“. Segir myndir frá veru þeirra eina nótt í aðalsmannshöll, þar sem þeir eru komnir til þess að vitja arfs en ekki skulu úrslit þess máls rakin hjer. En hitt skal sagt, að myndin er sprenghlægileg og bú- in bestu kostum þeirra fjelaga. Stan Laurel eða „Gaukur“ er lítii. rengla, sem fyrst vakti eftirtekt á sjer fyrir það hve vel honum tókst að herma eftir Chaplin. Gerði hann þetta á fjölleikhúsum í smá leikrit- Því hefir alla jafna verið haldið fram, að heili mannsins hjeldi áfram að vaxa til fimtugsaldurs. Nú hafa austurrískir læknar gert rannsóknir á þessu og komist að þeirri niður- stöðu að heilinn vex að minsta kosti lil sextugs aldurs. uni, er hann ljek einn. Og þaðan hvarf hann svo til kvikmyndarinnar. Hinn fjelaginn — Oliver Hardy er hrein andstæða Gauks, feitur svoli og dólgslegur, en þó eiginlega góð- menni og framúrskarandi „rólegur í tíðinni". Þessar andstæðu „figúrur" eiga vel saman í leik, ekki síður en Litli og Stóri, og það er einmitt and- slæðan, sem undirstrikar leikinn og gerir hann hlægilegan. Þeir sem vilja hlæja, hafa gaman af „Draugagang- inum“. Shara Womak heitir kona í Texas. Hún er 45 ára og hefir eignast 34 börn. Eitt sinn eignaðist hún fimm- bura, annað sinn fjórbura og sex sinnum tvibura, Móðir þessarar lconu eignaðist 18 börn, en dó þegar hún var þritug. Frjósöm ætt!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.