Fálkinn


Fálkinn - 23.07.1932, Page 3

Fálkinn - 23.07.1932, Page 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvœmdastj.: STavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavik. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Þó að ísland sje að lögum frjálst og fullvalda riki, skortir en mikið á að þessi staðreynd sje komin inn í meðvitund almenings erlendis', nema helst þeirra sem næst búa. Sumir kenna konungssambandinu við Dani um þetta, en fullyrða má, að þó að ísland verði lýðveldi þá verður þess samt langt að biða, að umheimurinn muni það si og æ, að ísland er ríki. Þetta er eigi nema eðlilegt. Við erum smæstir allra smáþjóða og ef höfðatalan ein ætti að skaþa oss það gildi erlendis, sem knýr fram þekkinguna á íslenskri þjóð, mætti lengi bíða. Við megum ekki dæma þekkingu annara á okk- ur eftir þekkingu okkar á þeim, því að sá minni veit altaf meira um þann stærri, en sá stóri um þann minni. Stórt siest betur en smátt. En í hver skifti, sem þeir atburðir gerast, er ætla má að varpi ljósi yf- ir myrkur vanþekingarinnar, ber íslendingum að gleðjast. Ekki vegna hjegómagirndar heldur vegna þess, að þvi er nú svo varið, að hverri þjóð er það lífsnauðsyn að hún þekkist. Varðar þetta bæði menningarleg efni og viðskiftaleg. Þjóð sem felur sig getur ekki lifað á þeim tímum sem nú eru, tímum hinna miklu gagnkvæmu viðskifta milli þjóðanna. Athurðurinn sem gerðist á sunnu- (taginn var, var þessvegna gleðileg- m athurður. Þá stóð sendimaður voldugustu þjóðar heiinsins hjer uppi í Skólavörðuholti — eða Leifs- holti, væri rjettara að segja — og afhenti í nafni þjóðhöfðingja síns og stjórnar standmynd Leifs heppna og mælti þau orð, sem miklu stærri þjóðir en við hefðu fagnað að heyra um . sig. Og skemtilegast í ræðu sendiherrans var það, að hann mint- ist ekki eingön'Ui fornra tíða, held- ur nútiðarinnar og ' ókominnar. Hann ljet i ljós, að íslendingar hefðu i kki eingöngu verið menn heldur vieru menn og ætluðu sjer að verða það •— þjóð, sem heimurinn vrði jáfnan að taka fúlt tillit til. Okkur þykir vænt um viðurkenn- iuguna á því að Leifur sje íslend- ingur o" að sagan segi satt frá um Vínlandsfundinn. Okkur þykir vænt um hið fagra likneski. En þó að það sjc veglegt listaverk þá er það einsk- is virði í samanburði við þá þýð- ingu sína, siím ekki sjest: aö vera tákn þess hugarþels og þeirrar við- urkenningar, sem gjöfinni rjeð. Þegar íhugulum íslendingi verður gengið upp til Leifs heppna til þess að skoða mynd hans hlýtur hann lika að ininnast þessa og að myndin ( r tákn viðurkenningar þess stærsta á hinum smæsta Leifnr heppni afhjúpaður. Siðastliðinn sunnudag var lík- neski Leifs heppna, það er Banda- ríkjamenn gáfu íslendingum til minningar um þúsund ára afmæli Alþingis í hittifyrra, afhjúpað af sendiherra Bandaríkjanna fyrir ís- land og Danmörku, mr. Coleman, að viðstöddum fjölda fólks, sjálfsagt 4000—5000 manns. Hefðu áhorfend- urnir þó eflaust orðið fleiri, ef veð- Meðal farþega hingað á skemti- skipinu „Arandora Star“ fyrir síð- ustu helgi var mr. Orcutt forstjóri í The Mergenthaler Linotype Co i New York, sem býr til setjaravjel- ar þær, er nær eingöngu eru notað- ar hjer á landi. Þó að mr. Orcutt ferðist mikið og liafi sjeð flest lönd heimsins, má það heita tíðindum sæta, að hann kom í þetta skifti til landsins i sjöunda skifti, því að svo oft munu fáir útlendingar, utan norðurlanda hafa komið hingað. En mr. Orcutt varð þegar í fyrsta skifti er hann kom hingað svo gagntekinn af fegurð landsins, að hann kveðst munu koma hingað á hverju ári framvegis, þegar tími og tækifæri gefst og meðan honum endist aldur tii. —- Mr. Orcutt lætur aldrei tæki- færi. ónotað til þess að verða ís- landi að liði, leiðrjetta misskilning annara á háttum lands og þjóðar og auka frægðarorð þess erlendis. Slikum mönnum eiga íslendingar mikið að þalcka. ur hefði verið betra og ef athöfn- inni hefði eigi verið útvarpað. Er forsætisráðherrann hafði kynt við- stöddum sendiherrann, steig mr. Coleman í stólinn og flutti einkar hlýlega ræðu, sem m. a. fól i sjer fulla viðurkenningu þess, að Leifur hefði verið íslenskur maður og að sögum vorum um það, að hann hefði fyrstur hvítra manna komist til Ameríku, væri fyllilega trúandi. Af- henti hann þvínæst likneskið stjórn- inni og afhjúpaði það, en á eftir voru þjóðsöngvar Bandaríkjanna og íslands leiknir á horn. Þá flutti Ás- geir Ásgeirsson forsætisráðherra snjalla ræðu og þakkaði gjöfina og bað menn lirópa ferfalt liúrra fyrir Bandaríkjunum. Loks talaði Knud Zimsen borgarstjóri og þakkaði fyrir hönd höfuðstaðarins þá miklu prýði, sem Reykjavík hefði hlolnast með þessari gjöf. Líkneskið er gert af amerikönsk- um myndhöggvara, Calder að nafni og er hið veglegasta. Stöpullinn er „stílíseruð" mynd af framstafni á skipi og stendur Leifur á hníflinum og spyrnir á móti kaldanum. Er þróttur og líf í myndinni. Leifur er í hringabrynju og brynhosum en skikkjan flaksast á öxlum hans. Hann er með öxi, gyrtur sverði, sem liann er að draga úr sliðrunt ineð liægri hendi en í vinstri hendi held- ur hann á krossmarki, sem hann lier upp að hjarta sjer. Líkneskið ei um hálfönnur mannhæð á hæð en stöpullinn um þrjár mannhæðir. Margt stórmenni var samankomið yið afhjúpunina, svo sem sendiherra Ilala og frú hans, sem hjer eru stödd, senidherrar Dana á íslandi og íslands í Danmörku, landstjórn- in öll, meðlimir ísl.-dönsku ráðgjafa- nefndarinnar, ræðismenn erlendra ríkja og fleiri. Ein myndin sýnir mr. Coleman (ljósm. Sigurj. Jónss.), hinar mann- fjöldann og forsætisráðh. og líknesk- ið bak við (ljósm. Jón Dalmann). Oddur C. Thovarensen, fyru. lyfsali, Akureyri verður sjötug- Ingvar Pálsson kaupm. verður ur í dag. sextugur 29. júlí.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.