Fálkinn


Fálkinn - 23.07.1932, Page 11

Fálkinn - 23.07.1932, Page 11
F Á L K I N N 11 p Yngstu lesendurnir. Töfrabrögð Ijósmyndarans. Sum ykkar eru eflaust orðin svo kunnáttusörii um ]3að, að fara með myndavjel og taka góðar myndir, að l>ið getið leyft ykkur smávegis gamansemi í ljósmyndagerðinni. Jeg efasl ekki um, að ykkur muni l>ykja gaman að þvi, að geta vakið furðu kunningja ykkar með ýmsum smábrellum, sem eru mjög áuðveld- ar þegar þjer hafið lært þær á ann- að borð. þess. ' Hjerna á fyrstu myndinni sjáið þið hvernig hægt er að sýna og ljós- mynda „slys“ án þess að nokkurt slys vilji lil. Ljósmyndarinn tekur myndina niður fyrir sig af báum palli eða úr stiga, eftir að hann liefir raðað öllu niður þannig að slysið verði sem átakanlegast. Það er talsverður vandi að sýna svo að í lagi sje alt það sem sjest á myndinni, en þó er þaö vel kleyft ef viljinn er með, og þegar þið liaf- ið fengið hugmyndina, er ykkur í lófa lagið að búa til fleira þessu líkt. Þið leggið veggfóður á gólfið og setjið þar á veggmyndir og t'leira því um líkt og komið mann- inum eða fólkinu, sem ljósmynda skal, fyrir á gólfinu, i sem skringi- legustum stelliilgum. Skuggamyndir geta verið mjög fallegar, en el' það á að lánast er nauðsynlegl, að sá sem ljósmyndað- ur er sitji í l'allegum steJIingum og að myndin sje tekin l'rá rjettri hlið og einkum að andlitið njóti sín vel. Fötin verða líka að fara vel. En Önnur atriði, sem þykja mikils virði á venjulegum ljósmyndum koma ekki að neinu gagni á skuggamyndum. Hengið lak upp fyrir opnar dyr. Kveikið á sterkum lampa öðru meg- Falleg mynd. in við lakið og látið þann, sem taka á myndina af setjast hinu megin og stefnið ljosopinu á vjelinni á hann. Slökk síðan Ijósið i stofunni sem þú ert i og lýstu myndina. Það er áríð- andi, að sá eða sú, sem myndin er lekin af, þeki alveg fyrir ljósið frá lanipanum, því að annars kemur fram ljólur geislabaugur kringum höfuðið. önnur skuggamynd. Þú getur lika tekið skuggamynd með því að taka mynd á lilið af and- litinu, kopiera myndina á þunnan pappír, ktippa höfuðið úl úr myndinni og leggja það síðan á kópíupappír og kopíera þangað til pappírinn er orðinnn alveg svartur. Þa'ð er alls ekki auðvelt að klippa myndina út þannig að livergi sjáist misfella á línunni, og það er því a'ð- eins hægt, að myndin af höfðinu sje stór og hárið sje sljett og strokið. I fið bár ér ómögulegt að klippa út úr pappir. Hann opnar augun og lokar þeim. Þetta mun ykur finnast ákaflega skrítið. Hvernig i ósköpunum er forið að því, munuð þið spyrja Vandiiin er ekki annar en sá, a'Ö laka tvær myndir jafnstórar og að öllu leyti eins al' sama manninum, nema að því leyti, að á annari myndinni er hann með aftur augun og opin augun á hinni. Ivlippið sina kopíuna af hvorri myndinni þann- ig til, a'ð þær falli alveg saman. Svo núið þið báðar myndirnar að aft- an með klút, sem er vættur í feiti eða bómoliu og límið svo myndirn- ar tvær saman, að ofan og neðan, helst með frímerkjapappír, sem er beygður yfir brúnirnar og látið myndina með lokuðu augunuin vera framar, en hina aftan við. Mynd- irnar eru nú mikið til gagnsæjar og verða umfram alt að falla saman, þannig a'ö rönd fylgi rönd á þeim. Nú heldur þú myndinni upp og læl- ur birtu falla á hana aftan frá og sýnast augun þá vera opin. En ef þú þrýstir ofurlítið á myndina frá báðum endum munt þú sjá að augun lokast. Kemur þetta af því, að við þrýstinginn bognar fremri myndin lram en sú aftari aftur, svo að ofur- litið bil verður á milli þeirra og við það koma lokuðu augun lram á myndinni. Undir eins og myndirn- ar falla saman aftur sýnist myndin vera með opin augu. Með því að þrýsta að endunum á myndinni og slaka til á víxl er hægt, að láta myndina opna og loka augunum i sífellu. Ótriílegl. Það er oft komist svo a'ð orði að ljósmyndin geti ekki skrökvað, en nú ætla jeg að sanna þjer það gagn- stæða. Líklega getur þú stokkið eins liátt eins og hver annar al' jafnöldrum þinuni. En þætti þjer ekki ganian að geta lagt l'ram sönnun fyrir þvi að þú getir stokkið ennþá liærra? Þú átt með öðrum orðum að slökkva, en svo verður þú að fá einhvern kunningja þinn til þess a'ð taka af þjer augnabliksmynd um lcið og þú stekkur. Vandinn að láta stökkið verða nógu liátt er ekki annar en sá, að kunningi þinn sem myndina tekur verður að setjast eða leggjast með myndavjelina og stefna henni á ská upp á við, þvi að þá sýnist stökk- ið þitt verða hærra en það í raun og veru er. En ljósmyndin „sannar“ að þú hafir slokkið afarhátt og með þessari sönnun getur þú lokað munninum á hverjum þeim, sem efast um það. VEISTIJ ÞETTA? Árið 1797 henti loftsiglingamaður, .laques Garnerin sjer út úr flugbelg i þúsund metra hæð og hafði fest við sig fallhlif, sem hann bafði búið lii sjáll'ur. Hann komst óskaddaður ti! jarðar. Á suðurhelmingi jarðarinnar er fimmfalt meiri sjór en þurt land og á norðurhelmingi jarðarinnar er líka meiri sjór en land. Sjórinn tek- ur yt'ir meira en sjö tiundu hluta af yfirborði jarðarinnar. Frækinn drengur. í febrúar í vetur kom ákafur byl- ur í Colo i Norður-Ameríku. Skall hann á mjög skyndilega og varð fannkoma svo mikil að bifreiðarn- ar sátu fastar þar sem þær voru komnar. Meðal þeirra, sem urðu föst í snjónum voru 22 skólabörn, sem voru á leið heim úr skólanum í bif- reið. Hún varð föst og bílstjórinn sá, að ekki var um annað að gera en að fara gangandi til bæja til þess að fá hjálp. Skildi hann börnin eft- ir i bílnum og fór, en varð úti á leiðinni. — Síminn til skólans var slitinn, svo að foreldrar barnanna vissu ekki annað, en börnin væri kyr í skólanum. Bylurinn stóð í tvo sól- arhringa og allan þennan tíma biðu börnin i bílnum. Þegar bilstjórinn fór hafði hann beðið 12 ára gamlan dreng, sem hjet Bryan Untiedt um að taka við stjórn- inni á börnunum og annast um þau yngstu og það gerði hann prýðilega. Hann ljet þau standa upp og berja sjer og stappa þegar þeim varð kalt og hann nuddaði þau, til þess að lialda á þeim hita og lánaði þeim, sem verst voru búin föt af sjer. Eftir tvo sólarhringa kom loks bóndi úr nágrenninu þangað, sem billinn var. Voru þá 5 af börnunum dáin og mörg voru mikið kalin og nær dauða en lifi. Bryan var mikið kalinri enda var hann orðinn fá- klæddur — hafði liann tínl af sjer spjarirar til þess að hjálpa yngri börnunúm. Nú liefir hann fengið laun fyrir dáð sína. Iíaupmenn i Denver gáfu lionum stórgjöf og Hoover forseti boðaði hann á fund sinn til Washington. Myndin er af Bryan, tekin meðan hann lá i kali á spítalanum i Denver. ----x----- Nýlátinn er karl nokkur á Eng- landi James Jocey að nafni, sem átti bálfa aðra milljón þurkaðra fiðrilda. Hann hafði safnað þessu um allar álfur heims i 40 ár og er safnið tal- ið alveg stórmerkilegt ineðal nátt- úrufræðinga. Safnið er virt á rúma miljón króna — en hver vill kaupa það? Erfingjarnir auglýsa það til sölu. ----x----— Sænskt bla'ð liefir látið rannsaka vegna hvers Finnland oft er kallað „þúsund vatna landið“. í Finnlandi cru samtals 61.963 stöðuvötn — en í Svíþjóð segir blaðið, eru tæp 69.000. Svíþjóð ætti þvi að liafa rjett til þess að kallast „Hundrað þúsund vatna landið“. Alll með islenskuin skrpimi1 »fi

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.