Fálkinn


Fálkinn - 29.10.1932, Blaðsíða 12

Fálkinn - 29.10.1932, Blaðsíða 12
12 F A L K I N N Nýtísku kvenhattar. ------ V1RURITI8 ---------------- Útkomið: I. Sabatini: Hefnd , . . 3.80 II. Briciges: Rauða húsið . 3.00 III. — Strokuinaður 4.00 IV. Horler: Dr. Vívant . . 3.00 V. C. Hamilton: Hneyksli . 4.00 Ph. Oppenheim: Leyniskjölin3.00 Zane Grey: Ljóssporið . . 4.00 í prentun: Sabatini: Launsonur. Biðjið hóksala þann, sem þjer skiftið við, um bækurnar. Fyrir eina 40 anra ð vibu Getur þú veitl þjer og lieira- ili þinu bestu ánægju tvo daga vikunnar, iaugardag og sunnudag. Ekkert blað er skemtiiegra og fróðlegra en Islensk ◄------- kaupi jeg ávalt hæsta verði Gisli Sigurbjörnsson, Lækjargötu 2. Sími 1292. EGIPTSKA ISARNIÐ Sinn er siður í landi hverju og í Egyptalandi ber móðirin barn sitt á öxlinni, eins og vatnskrukkuna. ÞaS situr þar og leikur sjer að höfuð- búnaði móður sinnar, en þegar það er orðið leitt á þvi tekur það til við perlufestina um hálsinn á henni eða málmspennuna, sem heldur höfuð- húnaðinum föstum. Barninu leiðist ekki á móðuröxlinni. En sje það ó- þægt klípur mamma það í fótinn; það er uinsvifaminna en að taka barnið ofan og flengja það. Arababörnin eru víst skitugustu börnin i heimi. Meðfram strætunum og í þorpunum sjást sofandi börn hundruðum saman, eða á móðuröxl- inni, með krökt af flugum í and lilipu, án þess að það valdi þeim nokkrum óþægindum. Enda er hör- undið alt þakið þykku óhreininda- lagi. Barnið hefir víst aldrei verið þvegið, ekki einu sinni í andlitinu, síðan það fæddist. Ástæðan til þessa mun fyrst og fremst vera sú, að víða er svo torveit að ná til vatns, í eyðimörkinni. Margir eyði- merkurbúar verða að komast af með safann úr pálmunum til þess að svala þorstanum. En dætur eyði- merkurinnar og afkomendur þeirra dafna vel í vatnsleysinu og sólin í Egyptalandi er svo sterk, að hún drepur þann aragrúa af sóttkveikj- um, sem flugurnar og óhreinindin hera með sjer. GÆTIÐ MELTINGARINNAR! Er yður Jjóst, að guggnu andlilin, með filipensum, húðormum, slöppu og fölu hörundi eru að öllum jafn- aði að kenna því, að líkaminn hef- ir ekki fengið rjetta næringu? Vel mætli ráðleggja yður, að tyggja hvern bitann ekki sjaldnar en tíu sinnum og sitja kyr í tíu mínútur eftir hverja rnáltíð, en liklega hlvð- ir enginn þvi ráði, m.a. af þvi að það þykir of einfalt. En að minsta kosti er hægt að beina athygli yðar a‘o ýmsu, sem þjer munið of sjaldan. Margir gleypa í sig inatinn og fá sjer á meðan vænan skamt af frjett- um úr dagblaðinu og hverfa svo til vinnunnar aftur. Allir vita að þetta er ekki hölt, en hvað er fólk að kæra sig um það? Og þó er það undirstaða allrar heilbrigðisfræði, að meltingin sje í lagi. Fáeinar leikfimisæfingar geta gert stórgagn fyrir meltinguna, ef þær eru rjett gerðar. Athugið þetta ef ykkur finst slenið í ykkur orðið á- berandi, en gerið þið jiað þó heist fyr. Þegar Ragnhildur, eldri dóttir norsku króprinshjónanna, var skýrð, fjekk hún að gjöf mjög fagran skart- grip og dýran. Gjöf sú var frá öll- \im Ragnhildum Noregs, sem lagt liöfðu fram sína krónuna hver, en þær eru alt að því 3000 í landinu. Nú i sumar var yngri dóttirin Ástríður, skírð, og höfðu allar Ást- SFINXINN RAUF ÞðGNINA_____________ Besta ástarsagan. Fæst hjá bóksölutn og á afgreiðslu FÁLKANS, Bankastræti 3. Send burðargjaldsfrítt gegn póstkröfu um alt land. Verð fjórar krónur. | 'l'il almælisdagsins: n „Sirius“ suðusúkkulaðii. n 4 Gælið vörumerkisins. ríðar Noregs safnað fje í gjöf handa henni. Hjer á myndinni sjer maður gripinn. Hann er úr skíru gulli og platinu og alsettur gimsteinum. ------------------x----- 1 Kolding í Danmörku hefir ný- lega komist upp um þjófafjelag, sem var stjórnað af ungri stúlku. ----x----- I Berlin var roskinn kvenmaður myrtur á eitri i veitingahúsi um daginn. Það gerðist með þeim hætti, að henni var byrlað eitur í sóda- vatn. Hún kom inn i veitingasalinn ásamt ungum manni. Er hún hafði drukkið gosdrykkinn, hvarf hún út í hliðarherbergi um stund. Þar veikt- ist hún og var látin er læknir kom á vettvang. En maðurinn, sem hún hafði verið með, flýtti sjer út — og enginn veit hver hann er.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.