Fálkinn


Fálkinn - 12.11.1932, Qupperneq 6

Fálkinn - 12.11.1932, Qupperneq 6
6 F Á L K I N N Sunnudagshugleiðing. Eftir Pjetur Sigurösson. Lserið af mjér.... og þá skuluð þjer i'inna sálum yðar hvíld“. — Kristur. Ilraði og eirðarleysi, ])reyta og áhvggjur, taugabilun og hjarta- sjúkdómar, tæring og þróttleysi er fylgjur þeirrar menningar, sem of fátæk er af anda og vís- dómi Krists. Maðuririn hefir jafn an orðið, frá því sögur fara af, að hera hita og þunga dagsins. Maðurinn hefir ekki kunnað að lifa, og kann það illa enn. Marg- ir eiga bágt, margir eru „erfiði og þunga hlaðnir“. Eins og verm andi sólargeisli smjúga þessi ró- legu orð mannvinarins mikla inn í sálir þeirra: — „komið til mín“, — „og lærið af mjer“. Heimur- inn þarf að læra til þess að geta fundið frið og hvíld. Hann þarf að læra að lifa. Hann er sjálfur sök í öllu friðleysinu og hvíld- arleysinu. — En „sjálfsköpuð þján, bæði þjóðar og manns, skal þurkast úr lifsins bókum“, segir skálcCð. Það er sjerstak- lega tvent, sem Meistarinn bend- ir á, þegar hann segir: komið til mín, og lærið af mjer. Þetta tvent er, hógværð og lítillæti. Af þessum dyggðum þurfa menn að auðgast til þess að geta fund- ið „sálum sínum hvíld“. Versta hvíldarleysið er, friðleysi sálar- innar — hugsananna. „Himna- ríkið er hið innra“ í manninum, þegar hann hefir höndlað það og er höndlaður af þvi, en Guðsrík- ið eða ríki himnanna ei*: „rjett- læti og friður og fögnuður“. Er það ekki einmitt stærilætið, and- stæða lítillætisins, sem friðleys- ið og hvíldarleysið skapar? Eng- inn má halda, að lítillæti sje hið sama sem heigulskapur og sinnu- leysi. Hið sanna lítillæti er sálar- legt þrek. — Þrek, traust og trú, sem gefur manninum ró, þótt hafi ekki alla hluti milli himins og jarðar. Lítillátur mað- ur er ánægður með lítið. Hann finnur sig einmitt nógu sterkan til þess að geta lifað glöðu, ró- legu og sigursælu lífi, þótt liann liafi ekki alt það, sem sá maður vill hafa, sem hræddur er um líf sitt og hamingju sína, ef liann er ekki umkringdur af þægind- um og gæðum stundlegra hluta. Menn eru oft mikillátir. Þykjast meira en þeir eru og vilja hafa mikið um sig, kröfurnar eru miklar og erfitt að fullnægja þeim, lifið verður eltingaleikur sem þreytu og friðleysi skapar. Menn elta há og vandasöm em- hætti, dýr hús, mikil og dýr hús- gögn, falleg og dýr föt, marg- brotið og kosnaðarsamt sam- kvæmislíf, skemtanir og allar þeirra dansandi unaðssemdir. En hver fengur er í þvi, að „þjóta á meðal ótal brunna og mega drekka, en þyrsta altaf meir?“ — Róleg ómar rödd huggarans yfir allar þssar hjáróma raddir tómleikans: „Komið til mín .... og þjer munuð finna sálum yðar Bíflugnarækt. Frá bíflugnamarkaðinum i Veenendaaal. Þarna standa biflugnabúin í röðum, alts um tvö þúsund, með 40 miljón flugum samtals. Maður að skoða biflugur — grímulaus. íslandinga vantar alveg „hús- dýr“ eitt, sem til er i flestum löndum Evrópu og gerir mikið gagn þó ekki sje það stórt. Það er bíflugan. Af bíflugum er til fjöldi tegunda, en það er hun- angsflugan, sem hefir orðið þýð- ingarmikið dýr fyrir fjölda fólks sem hefir frá alda öðli hagnýtt sjer starf hennar, sem ligg'ur í því, að safna vaxi og liunangi. Hunangsflugan þektist fyrst í Miðjarðshafslöndum en hefir breiðst þaðan í allar áttir og eru margar tegundir til af henni. í hverju bíflugnahúi er aðeins ein fíuga, sem getur af sjer afkvæmi; er hún kölluð „drotningin“. Hún gerir ekki annað en verpa eggj- um og úr nokkkru af þeim ung- ast út, kai’l- og kvenflugur og fjöldi af „vinnuflugum", 30—^ 40 þúsund. Þessar vinnuflugur verpa ekki eggjum en starfa að því að safna hunangi af blóm- unum og blómdufti í búið; Þær framíeiða lika vax og smíða úr því hólfin í bíflugnabúinu, sem ýmist eru notuð til þess að klekja þar út eggjum eða til þess að geyma í þeim forðann. „Drotn- ingin“ frjóvgast aðeins einu sinni á æfinni og þegar því er lokið eru karlflugurnar reknar út úr flugnabúinu og eiga þangað ekki ofturkvæmt og nú fer „drotn- ingin“ að verpa. Getur hún verpt alt að 300.000 eggjum á einu einasta sumri. ófrjóguðu eggin eru látin i sjerstaka klefa og úr þeim verða karlflugur, en úr frjóvguðu eggjunum verða ým- ist „vinnuflugur“ eða „drotning- ar“ eftir þvi hvernig klefarnir eru sem þeim er verpt í, og hve mikið er þar af vistum. Þegar tvær drotningar verða í sama bú- inu skiftist alt „heimilisfólkið“ i tvo flokka og verður annar Þeir sem koma á biflugnamarkað- inn eru með grimur fyrir andlitinu og reykja vindil til að verja sig, þvi að ftugunum þykir reykurinn vond- ur. þeirra að vfirgefa búið og ntoiiia nýlendu á öðrum stað. Er fjölg- unin oft svo mikil, að margar ný- lendur eru stofnaðar samsumars frá sama búinu, og þar sem bi- flugnarækt er rekin sem atvinna, er um að gera, að hafa jafnan tómt bíflugnahús tilbúið til þess að taka á móti hópunum, sem verða að flytja úr gamla búinu. Hunangið var fyrrum notað mikið í stað sykurs og er það enn. Sundurtekið bíflunabú. hvíld“. — Einn með Guði, ör- uggur, rólegur, sterkur og sig- ursæll, er hvíldin sanna. Líf Meistarans vísar veginn, kennir aðferðina rjettu. Hann var oft einn með Guði sínum, hann bað mikið, hann kunni að hugsa, — hugsa sig til Guðs og Guð til sín. Hann var rólegur, sterkur og sig- ursæll, og jafnan óháður tíma og umhverfi. Þar er mikið að læra. Tilboð hans er: „ Komið — og segir: „Já, drottinn, jeg kem“. lærið“. — Hið þreytta hjai’ta

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.