Fálkinn


Fálkinn - 26.11.1932, Side 3

Fálkinn - 26.11.1932, Side 3
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjávík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. BlaSið kemur úl hvern laugardag. Askrit'larverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftanir greiðist fyrirfram. Augiýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Sælla er að gefa en þiggja, segir máltækið. Og hjer er eigi aðeins um að ræða gjafir í venjulegri merkingu þess orðs, heldur svo margl og margt annað. Manninum er það eðli- legt að vera fremur veitandi en þiggjandi alveg á sama hátt og hann vill heldur iáta kalla sig stóran IVemur en iitinn. Hann vili vera yf- ir meðaltalinu, I hverju sem er og livar sem er. En þetta kemur fram í svo ótal mörguin myndum, eftir innræti þess sem í hlut á. Hjá sumum er það alls ekki manngæskan, sem stjórnar hvötinni til þess að vera gefandi eða veitandi, heldur miklu fremur for- dildin, löngunin til þess að lála aðra luka eftir sjer. Og það eru ekki altai' gjafir, sem þessir menn gefa. Þaö eru eigi sjaidnar ráð — bendingar, sem þessi og þessi gefur almenningi, þeim sem hann telur fátækari að vitsmunúm en sjálfan sig. En ti! þess að þessar gjafir verði ekki hermdargjafir, verður sá, sem gef- ur, ekki aðeins að’ þykjast heldur einnig að vera betri þekkingu bú- inn í þeirri grein sem hann gefur ráðin, því annars er ver farið en heima setið. Ráðin hans verða til óláns og gjöfin verður skaðsamlegt launráð, sem villir í stað' þess að leiðbeina. Og gefandinn, sem ef til vill nýtur gjafarinnar um stund, fær liana endurgoldna síðar, þeg- ar öllum er orðið ljóst að hún var hermdargjöf. Það er sagt, að æ sjái gjöf til gjalda. Að jafnaði gerir liún það en þegar dæmt er um gjaldið, verður fyrst kleift að meta hvers virði gefandinn er. Það virðist eng- in góðmenska eða göfuglyndi, að gefa gjafir ef aðrar venjulegar eiga að koma i staðinn. En gjaldið get- ur líka verið það eilt, að viðtak- andi hafi gleði og gagn af gjöfinni það sje gefandanum nóg. Og þá kemur fram hið fagra við gjöfina. Af slíkum gjöfum verður aldrei of mikið því að þær auka á gleðina samlyndið og velvildina í veröld- inni, og af þvi er aldrei of mikið. Og það er ekki stærð gjafarinnar heldur hugur sá, sem henni fylgir, sem ræður hinu sanna veðmæti hcnnar. Gamla sagan um périing ekkjunnar er enn i fullu gildi og verður það ætíð. Það verður sannleikurinn i þessu máli, að því aðeins er sælt að gefa, að einnig sje sælt að þiggja sömu gjöfina. Þetta verður aðalatriðið um allar góðar gjafir og segir til um huginn, sem gjöfinni fýlgir. Hinum gjöfunum, sem erfill er að taka á móti, fylgir ætíð baggi, sem dregur úr gildi gjafarinnar og á- nægju þess, sem gelur. RÁLKINN 3 Síðastliðið sumar skeði nú ný- ung að tekin var lil afnota í Bol- ungarvík sundlaug, sem hituð er með kolum. Hefir U. M. F. Bolung- arvikur gersf brautryðjandi i þessu efni, er jiað hefir sýnt fram á, að hverju bygðarlagi er mögulegt að koma upp sundlaug, þó ekki sje jarðhiti fyrir hendi. Það er ekki altaf, að jarðhitinn er þar, sem þörf- in er mest fyrir sundlaugina og nægir þar að minnast á ísafjarðar- djúp. Þar er jarðhiti og laug á Reykjarnesi, sem fullnægir almenn- um kröfum að öðru leyti en því, hve úrieiðis hann er fyrir allan þorra sjómanna við Djúpið, sem þó öðrum fremur þurfa að læra að synda án þess að slökkva niður vinnu. Kostnaðaraukinn sem leiddi af kolahituninni yrði ekki nema hverfandi hjá uppihaklskostnaði að heiman og vinnutapi. Bolungarvík á all sitt undir sjón- um og því glæfralegt að hugsa til jjess, að sjómenn væri ósyndir. Enda sýndi það sig, að menn kunnu vel að meta laugina undir eins og hún tók til starfa. Eftir fyrsta sum- arið eru 200 manns, karlar og kon- ui orðin synd i kaúptúninu. Og eftir þeirri stuttu reynslu sem fengin er, verður það ljóst, hve mikils virði er að því, að sundkenslan geti farið lram í kauptúnunum sjálf- um eða mjög jiiálægl þeim. Það var áræðisverk að byggja sundlaugina, þar sem ekki var áður fengin innlend reynsla um, hve mikið upphitunin kostaði og hvort hún yrði ekki svo dýr, að ver væri farið en heima setið. en nú er reynsla fengin um þetta og þarf þvi eklci að vera í vafa um það framar, að svona laugar koma að fullum notum í kuptúnum, upphit- unarinnar vegna. Alls kostar sundlaugin ca.13.500 kr. ,eins og hún stendur nú (er þó eftir að sljetta hana að miklu leyti). Þar af nemur opinber styrkur ca. 3000 kr. samtals, en hitt liefir ung- mennafjelagið lagt til. í sambandi við laugina hefir verið ákveðið að reisa vandaðan íþróttaskóla og hirl- ist hjer að ofan teikning af framhlið lians. Eiga Bolvíkingar þakkir skil- ið fyrir framtakssemina iOg væri ilt lil þess að vita, ef næsta Alþing sæi sjer ekki l'ært að ljetta undir með Bolvíkingum, að fullgera laug- ina og koma upp skólanum. En frá rikinu hefir l’yrirtækið ekki fengið nema 1200 króna styrk. — Vest- mannaeyingar hafa þegar fengið all- ar upplýsingar um laug þessa og mun það tilætlun þeirra að koma upp annari svipaðri. Og U. M. F. Bol- ungarvíkur er ánægja að því, að veita öðrum fjeiögum sem óska kynnu, allar upplýsingar um fyr- irkomulag og rekstur sundlaugar sin nar. II. F. Ilannes Jónsson hafnsögumUður í Vestmannaeyjum varð áttræður 21. þ. m. Hann hefir haft náin kynni við Ægi síðan hann var 11 ára og 17 ára varð hann formaður, en hafn sögumaður Eyja hefir hcmn verið í 45 ár og er það enn. Munu engir Vestmanneyingcir lelja sjer það til miska þó að Hannes sje talinn mestu prýði hinnar djörfu sjósókn- arasveilar, sem Vestmannaeyjar hafa á að skipa, og sem hafnsöffumaður hefir hann leyst starf sitt þannig af hendi, að liann hefir hlotið allra lof fyrir. —- .4 afmælisdaginn hjeldu Eyjarskeggjar Hannesi samsæti og kusii hann fyrir heiðursborgara. Gunnltiugur Stefánsson kaupm. Hafnarf. varð hO ára 17. þ. m. Útvarpsnotendur munu sjerstaklega fagna út- komu þessarar bó.kar, því að höf. hefir nú að undanförnu lesið nokkra af köflum henn- ar upp í Útvarpið. — Sá er vill eignast skemtilega og jafnframt fróðlega bók kaupir: BORGIN , EILIFA OO AÐRAR PEKOA.MINNINOAR Fni Margrethe Kaldalóns, Gritidavík, vrrður 50 ára i dag. Gísli IIelgason frá Egilsstöðum / Vopnafirði, nú á Þingeyri, varð 70 ára 21 þ. m. Eyjólfur Guðmundsson i Hvanuni, dbrm. og riddari fálkaorðunnar verður 75 ára 3. des. n. k. — Þessi nafnkunni hjeraðshöfðingi hefir gegnl fjölda mörgum störfum inn- an sveitar og sýslu um tangan ald- ur. — Munu margir hugsa hlýtt til Eyjólfs á þessúm tímamótum æfi hans. fí. S. BÓKAVBRSLUN SIGURDAR KRISTJANSSONAR Fæst hjá bóksölum.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.