Fálkinn


Fálkinn - 06.05.1933, Blaðsíða 12

Fálkinn - 06.05.1933, Blaðsíða 12
12 F A L K I N N CL' Oíympsleikarnir næstu vevða að öllu forfallalausu haldn- ir í Berlin árið 1930 og er þýska Olympsleikjanefndin, undir forusUi dr. I.ewald tekin að undirbúa þá. iíefir leikvangurinn verið valinn, gerðar ráðstafanir til þess að sjá borgið fjárhagsblið niálsins og farið að ræða um hvernig eigi að sjá gestunum fyrir samastað og að- hiynningu. — Berlínarbúar fengu fyrir skpnnnu að finna, að nefndin var fárin að athuga fjárhagshlið- ina. Þeir sem koinu á reiðmanna- inót eitt, sem haldið var í Berlín nýlega urðu ])ess varir, að auka- skattur, sem nam tíu pfenningum var lagður á aðgöngumiðana, til á- góða fyrir leikina. Verður sami skattur, svonefnt Olympia-Groschen, lagður á aðgöngumiða að öllum meiri háttar íþróttasýningum i Þýskalandi til 1930. Ennfremur verður stofnað happdrætti lil ágóða fyrir leikina. Olympsléikirnir í Berlín eru vel settir að því leyti. að allar íþrótta- greinar, nema kappsiglingar og kappróður, geta farið fram svo að segja á sama staðnum, nfl. á hinuin fagra leikvangi í Griinéwald. Verð- ur bætt við sætum á leikvanginn, svo að þar geta setið 80.000 marins. Þarna verður einnig háð knatt- spyrna og tennis, sem á ný er lög- tekið sem olymþsiþróttir. Hnef- leikar og grísk-rómversk glíma verð- ur háð í stórhýsi einu, kappsigl- ingar og róður er ekki hægt að halda í vestur-Berlín og þessvegna verður að hafa það austan við borgina í Griinau og Miiggelsee. Formaður Olympsleikjanefndar- inna-r sem var dr. Lewald gerði ráð fyrir, að nálægt 4000 þátttakendur verði i leikjunum en að 35—40 þús- und gestir komi þangað frá öðr- um löndum. Og sem áhorfendur bætast við allir áhugamenn frá Ber- lín. sem telur yfir 4 miljónir íbúa, með úthvei'funum, og innan 300 km. fjarlægðar frá borginni eru yfir tíu borgir, með íbúatölu frá 100.000 til 1.500.000 íbúa. Er því reiknað með hálfri annári miljón áhorfenda alls. é* Þjóðskáldið Gerhardt Hauptmaun ætlar að yrkja Odympsdrápu fyrir tækifærið og líkneski sigurgyðjunn- ar verður lánað frá Pergamonsafn- inu og sett upp við leikvanginn og fyrir framan ]iað á að afhenda sig- urvegurunum verðlaunin. Stóra •nijtidin, sem hjer fijlgir er af opnun siöustu Olympsleikja í Lo.> Angelés, en sú litla af dr. Lewald. Hvernig prinsessan kom drekanum til að gráta. Það var einu sinni konungur, sem átti yndislega fallega dóttur, og á hverju ári hauð konungur lil sín hinum allra tignustu gestum, til ]jess að halda upp á afmælisdag hennar. Svo skeði það einmitt þegar kóngdóttirin varð tuttugu ára, að hinn ungi Volmer kóngssonur frá nágrannaríkinu kom, og varla höfðu þau, hann og Rósa kóngsdóttir sjest fyr en þau vissu, að þau vildu ekki giftast, nema þau fengju hvort ann- að. „En hvað það er skemtilegt, börnin góð“, sagði konungurinn, „að Til daglegrar notkunar: „Sirius“ stjörriukakó. 3 Gætið vörumerkisins. DansUar og erlendar bækur BÆKUR Fagrar bókmentir og kenslubækur fást fljótast frá EINAR HARCK Dönsk og erlend bókaverslun Fiolstræde 3. Köbenhavn K. ykkur skuli þykja svo vænt hvort um annað, að þið viljið giftast. Þá höfum við trúlofuriarveizluna núna og höldum svo brúðkaupið næsta ár“. Það varð mikil gleði, þegar þetta var tilkynt, aðeins einn varð reið- ur - það var "aldrakarlinn Svartur. „Þetta verður að kallast aftur“, sagði hann. „Prinsessan á að giftast injer — það hefi jeg ákveðið“‘. ,,.lá, en jeg vil ekki eiga galdra- karlinn", sagði Rósa , kóngsdóttir. „Þá skaltu að minsta kosti ekki fá Volmer prins“, sagði hinn vondi galdrakarl. Ilann sagði nokkur leyndardómsfull orð — og sama bili breyttist hinn ungi, fallegi kóngssonur í hræðilegan dreka. Eu hvað kvenfólkið æpti, þegar það sá drekann. Allir riddárarnir og kóngssynirnir þrifu sverð síii til þess að verja kvenfólkið, en Rósa kóngsdóttir hrópaði hátt: „Gerið kóngssyninum ekkert mein, hreyfið hann ekki. Hvort sem hann er prins eða dreki, þá á hann að vera hjer hjá mjer, og jeg ætla að sjá fyrir lionum“. Galdrakarlinn var horfinn, og gestirnir flýttu sjer nú einnig burþ Prinsessan og drekinn urðu eiu eftir. „Jeg ætla að sjá fyrir þjer, ves- lings Vohner“, sagði hún vingjarn- lega, hún var alls ekki hrædd, cn hún fór með hann út i marmara- hesthús, þar sem uppáhaldshestar kóngsins voru. Hún ljet leiða hest- ana burtu, og ljet drekann búa þar; sjálf fór hún þrisvar á dag til hans með mat frá eiginborði kóngsins, því að enginn annar þorði að koma nálægt þessari ófreskju. Kóngurinn ljet senda boð um allt ríkið, hvort enginn gæti fundið galdrakarlinn og fengið hann til að leysa álögin, af því að það var svo leiðinlegt, að veslings prinsinn ætti að halda áfram að vera dreki. Loks var það einhver djarfur unglingur, sem hitti galdrakarlinn. Pilturinn reyndi á margan hátt að leysa álögin, en galdrakarlinn hló bara, og sagði: „Reynið að koma drekanum til að gráta, þá verð- ur hann prins aftur“. „Ekki annað en það“, hugsaði konungurinn. Hann sagði dóttur sinni það, og hún fór til drekans og sagði: „Góði Volmer, geturðu ekki grátið, því að þá eru álögin leyst. En drekinn leit bara hryggur á hana, hristi höfuðið og stundi. Nú tók prinsessan gígju, og fór að synga alla sorglegustu söngvana sem hún kunni, sjálf grjet hún sárt, en dreki andvarpaði bara. Hún sagði drekanum allar sorglegustu sögurnar sínar, hann stundi svo þunglega, að það hveiri i, en ekkerl tár kom í augu hans. Nú ljet kóng- urinn kunngjöra, að sá sem gæli komið drekanum til að gráta, skyldi verða ríkulega launaður, en eng- inn gat það, þótt hinir og þessir reyndu. Flestir voru of hræddir, til þess að koma nálægt honum, þeir fáu, sem þorðu að fara, og sögðu eilthvað sorglegt, fen«u eng- an annan árangur, en að drekinn stundi þungt, og var mjög hrygg- ur á svipinn. Þá fór kóngsdóttirin dag nokk- urn út í skóginn, þar sem gamla barnfóstra hennar bjó. Hún vissi jafnlarigt nefi sinu og Rósa heim- sótti hana oft. „Skelfing er slæint hvernig fór fyrir vesalings Volmer kóngssyni", stigði konan. , Já“, sagði Rósa kongsdóttir, og fór að gráta. „Það ert þú, sem átt að gráta", sagði konan. „Geymdu tárin þín þangað til einhverntíma seinna. i’ó skal jeg hjálpa þjer“. „Getur þú hjálpað?“ sagði kóngs- dóttirin frá sjer numin, og .s^tökk HPp. „Ó, segðu mjer þá hvað' jeg á að gjöra“. „Þú hefðir bara átt að hugsa þig dálitið um“, sagði gamla bgrnfóstr- an, „heyrðu nú ----------“, svo.hvísl- aði hún einhverju að kóngsdóttur- inni, og rjett á eftir fór Rósa að brosa, hún fór að skellihlæja og loksins vafði hún örmum um háls gömlu konunnar og kysti hana. „Þakka þjer fyrir, nú veit jeg hvað jeg á að gera“, sagði kongsdóttirin og flýtti sjer heim. „Gjörið svo vel að láta mig fá nokkra lauka og stóra piparrót", sagði hún þegar hún kom inn í eld- Inisið. Það fjekk hún og flýtti sjer niður í garðinn lil drekans. „Sjáðu nú hjerria, góði Volmer, reyndu að hýða þessa lauka og skera smátt, og svo þessi piparrót — reyndu að rífa hana“, sagði hún og rjetti drekanum það allt saman. Og varla var drekinn farinn að rífa piparrótina og hýða lauk- ana, fyr en stór tár runnu niður kinnar hans og hann grjet svo mik- ið að Rósa varð að lána honum vasaklútinn sinn. Og hægt og hægl breyttist hin.n Ijóti hreystraði dreki i hinn fallega kóngsson, Volmer, sem var nú levstur úr álögunum. R. l'. í Svisslandi er nýlega búið að byggja stórt ferðamannagistihús langl uppi í fjöllum. Það einkénnilega við húsið er það, að það er bygt eins og turn eða stór vindmylla. ---x------ Kvikmyndaleikarinn Duncan Ren- ald, sem m. a. ljek í „Trader IIorn“, var nýlega dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir sviksamlegt atliæfi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.