Fálkinn


Fálkinn - 13.05.1933, Blaðsíða 5

Fálkinn - 13.05.1933, Blaðsíða 5
F A L K T N N 5 daggardropi frá hinum fagra svalandi himni yðar“. „Mis.kunn, miskunn; hlífið mér og sjálfum yður, vitfirring- ui“ sagði hún biðjandi og gai varla komið upp orði vegna ótta og samúðar. „.Teg skal leyfa yð- ur alt, alt. Þér skiljið, ef þjer viljið fara inn i herbergi vðar og beita skynséminni“. Þegar marraði í trjenu i glugganum, og það brotnaði, rak hún upp niðurbælt vein, en liann féll í einni stórri sveifln inn i herbergi sitt og hló hátl og glaðlega. „Þangað lil núna iiékk ég milli yðar og dimmunn- ar, milli lífs og dauða, og nú hlasir við mér líf og hamingja ofan úr tunglbjörtum gluggan- um yðar, kæra, fagra sambýlis- kona min“. Eins og áður lá hann á glugga sillunni og horfði á hana, á skugga hennar, umluktan tungls ljósinu, umkringdan hlýlegum björtum stjörum, og hljóðlega lieindi hún athygli sinni að þess- um nýja, óvenjulega manni. Þau töluðust við þegjandi, með augunum, langa stund, uns hún mælti að lokum: „Mjer geðjast að yður, af þvi að þjer hafið ekki gengist eftir eflir loforði mínu og krefjist einskis af mjer. Góða nótt; það er nauðsvnlegt að láta þessar minúfur ekki fara forgörðum. Góða nótt; og þökk fyrir, sam- hýtismaður minn“. „Ó verið kyrrar örlítið lengur. Segið mjer að minsta kosli hvaða nafni jeg á að nefna yð- ur“. „Skírnarnafn mitt er N'alen- lina“. „Fallegt nafn. Ef jeg man rjett, lijet fögur konungsdóttir því nafni endur fyrir löiigu“. „,Iá, Valentina Milano; og iivað heitið þjer?“ „Mitt auðvirðilega nafn i;jetur“. „Góða nótt, kæri herra Pjet- ur; verið þjer sælir. Bráðum kemur maðurinn minn“. „Hver?“ „Maðurinn minn“. „Svo! Góða nótt“. Maðurinn hennar! Það liafði hann aldrei hugsað út i. Alt i einu spratt kaldur sviti út á enni lians. llann fór út og reik- aði alt til dögunar kring um kyrt, tunglbjarl stöðuvatnið, sem var alsett endurskinsmynd- um hjartra stjarna, og líktust þær grænleitum glitrandi eld- flugum. Hann ætlaði að fara að leggja sig, þegar dumpað var hljóðlega á gluggarúðuna. Hin heillandi sambýlislcona lians hirtist gullin og rjóð rjett eins og dögunin, blómleg og' hvil á morgunkjól, settum kniplingum u fallegu bláu aug'un voru enn- þá svefnþrungin. Hún bar einn af hinum smávöxnu fingrum sínum upp að rauðum, syndug- uin vörum sinum lostfögrum og blóðmiklum, sem merki um þögn. „Jeg hef ekki haft nokkurn frið alla liðlanga nóttina", hvíslaði hann fölur og þreytu- legur. „Vertu ekki hræddur. Jeg skil þig. \rertu ekki hræddur Pjetur. .leg er trú þjer einum“. En öll vegsummerki konni hennar voru horfin, nema að hlóm eitt blaktaði ennþá undan andardrætti hennar, þegar Tk> lak teygði arma sina með slriðuþunga upp í kyrlátan glitr- andi gluggann, uppljómaðan d' iyrstu geislum sólarinnar; en að ofan heyrðist óþægileg karl- mannsrödd, sem velti r-unum harkalega fram. Þetta endur- lókst daglega i hálfan mánuð. Valintína var ákaflega hissa, þegar Tkalak hvarf svo að eng- in mérki urðu eftir um veru liaiis þar. Hún varð véik af ó- róleik og angist. Regnkveld eitt sagði maður hennar henni vand- ræðalegur, að hann ætti von i mjög 'merkum gesti, og þvrfli hann að vera einn með honum. Hún hugsaði sjer, að um ein- hver leiðinleg viðskifti væri að ræða, andstyggilega undirritun skjala; og hún var nærri magn- þrota, er hún lievrði fótatak Pjeturs, þar sem hún sal við kveldborðið. Þrátl fvrir allar spurningar Valintínu neitaði maður henuar að gera grein fyrir þessari óvæntu heims.ikn. Það kom eins og þruma ur heiðríku lol'ti, þegar þjónninn lilkynti, að „herra Tkalak“ sendi nafnspjald sitt og óska ú að koma inn. Ilún þekti hann ekki i l'yrstu. svo magur var hann orðinn i þessum fáu dögum. Maður liennar stóð upp, þrútið andlit lians, sem annars har af sjer góðan þokka, skreytl gleraug- um og ljósu yfirskeggi, hreytti svip; hanu strauk sköllótt höf- uðið og hvæsti hranalega eins og maður, sem þjáist af anda- eppu. Komumaður hneigði sig kurteislega og að hermannasið, kysti með auðsæum vandræða s\i|i á hönd húsmóðurinnar, s'ttist niður og ávarpaði hús- hóndann eftir stutta óþægilega þög'n. „Það gleður mig stórlega herra Colignon, að þjer hafið tekið svona kurteislega móti mjer, og eftir þvi, sem jeg sje hafið þjer ekki látið frúna vita um komu mína. Ef ennþá er til nokkur riddaramenska nú á lögum, er hún i þvi fólgin, aV:> virðulegt og skynsamlegt fólk komi í veg fyrir öll óþægindi oins auðveldlega og auðið er“. „Agætt, ágætt“, mælti hús- hóudinn fram i og andaði þung'. .leg hef spurst fvrir og fengið vitneskju um alla hagi yðar i dag; og jeg veit, að þeir eru i góðu lagi, og þjer eigið glæsi- lega framtið i vændum, en þó tiltölulega erfiða. Sem fjármála og kaupsýslumaður get jeg mjer til fyrirætlun vðar og ástæðuna að lnngað komu yðar. Þjer eig- ið enga kunningja lijer, nje heldur landa. í föðurlandi yðar liafið þjer ekki ástæðu til >ð vænta hjálpar, geri jeg ráð fvr- ir. Þessvegna viljið þjer snúa yður til mín, sem sambýlismanns yðar, þótt þjer getið ekki boðið aðra tryggingu en starfsþrek yðar og ótviræða heiðvirði. Þjer hafið óskað eftir viðurvist konu minnar til þess að sýna mjer, ð í svona viðkvæmu málefni ótlisl þjer ekki einu sinni syo jeg hið afsökunar óþægi- legt vitni. Guð hefir, herra minn, kki gefið mjer nein börn, og end'a þótt jeg sje vel cfnum húinn, hef jeg samúð með öllu þvi, sem ungt er og hæft til að iifa“. „En afsakið mig“. „Lofið mjer að tala, kæri Tkalak, jeg er raunar ekki eins auðugur og menn segja, en jeg inun altaf hafa nóg til þess að iijálpa yður til að koma undir vðui fótunum. Mjer er kunnugt um, að fvrirtæki vðar blómg- asl ágætlega, og jeg er hrevk- inn al', að þjer skylduð snúa yður til min, óbreytts horgará og kaupsýslumanns, þrátt fyrir mikinn kunningsskap vðar við erlent, einkum slafneskt, hefð- arfólk“. „Yður skjátlasl hersýnilega, kæri sambýlismaður", sagði maðurinn og dró andann með crfiðismunum og fölnaði, svo að líklegt þótti, að hann niundi hniga niður af stólnum. Djúpur, erfiður andardrállur Ganghljóð klukku blandaðisl æðjsgengnum, háum slætti hjartnanna. Augu \ralentínu urðu hörð sem gler. „Af orðum vðar, kæri sam- býlismaður, get jeg ráðið, ið þjer eruð miklu hetri en mig hefir nokkru sinni dreymt um, og þessvegna er erindi mitl einmitt þeim mun kvalafyllra og hryggilegra. Ef jeg hefði vit- að þetta, mundi jeg aldrei hafa ákvarðað að stíga þetta skref“, niælti Tkalak með röddu, sem var eins og hún kæmi neðan úr gröf; og Colignon tók að lit- ast óttasleginn kring um sig, því að hann hjelt, að hann ætti þqrna við hættulegan vitfirring, sem liktist górillu-apa. ,,Jæja, hvað er það, hvað er þalð?“ stundi hann upp með mikhun erfiðismunum,ogá me an ýtti haim við steini lostinni konu sinni þannig, að borð ð skygði á, til að gefa henni liræðsu sina lil kynna. En hún tók ekki eftir merkinu svo lamaðir voru andlegir og líkam- ’egir kraftar liennar. „Nei, herra, jeg er ekki kom- inn eftir peningum, jeg er kom- inn eftir henni, konunni yðar, Valentinu, eftir minni elskuðu „Éruð þjer vitstola?“ mælti l'úsbóndinn og andvarpaði og ruddist út að glugganum, eins og hann ætlaði að hrópa um eldsvoða. Tkalak knúði han 1 nálega til baka i stól hans með hrennandi, æstu augnaráði sinu. „Já, herra, þjer hafið mæd i j ‘tlilega.Jeg er heiðvirður mað- ur, svo heiðvirður, að jeg geí ekki logið, og jeg mundi deyja fremur en stela konu anna s manns og ræna þar með ást, sem heyrir öðrum til, einkum þar sem jafn-samúðarverður maður og þjer eruð á i hlut. Jc'> elska konu yðar, koná vð- ar elskar mig, og jeg kom nú í kvekl til að segja yður þetta heiðarlega og' hreinskilnislega og hafa hana á hrott með mjer“. mælti Tkalak ennfremur og setti skammbyssu á horðið. . Sjáið herra minn, verið ekki hræddir, jeg er ekki vitfirringur, jeg er ekki glæpamaður, og þjer g 'tið ef þjer viljið tekið þessa hvssu og skotið mig, hérna eins og hvern annan flæking og ina- hrotsþjóf". Og aftur varð kvalafull, hryggileg, óheillavænleg þögi. Erfiður djúpur andardráttur, þ.ví næst ganghljóð klukku og hjartna, sláttur hjartna og lukku. „Hvað er þetta, hvað hevri jeg? Er alt þetta raunverulegt. segðu nfjer, segðu mjer það Valentina. Hvað! Það er ekki, það er ekki, það getur ekki ver- ið satt; segðu það sje ekki, Val- entina, kæra elsku Valentína", sagði maður hennar með ekka. .Pjetur Tkalak, aðalsmaður af Zueaj-kastala, er fátækur, a ekki framar einkennisbúning, en heldur þó áfram að vera her- foringi og segir aldrei ósatt“. Maðurinn talaði kröftuglega eins hann væri að gefa herdeild- um síuum skipanir, og hrjóst hans þandist út. Glerhörð augu Valentinu fyit- ust fjöri. Hægt, eins og hún væri að vakna stóð hún á fæt- ur og gekk i áttina til Pjeturs og mælti, um leið og hún virli hann. fyrir sjer frá hvirfli til ilja; „Hvert sem þjer eruð ausl- urískur maður, ungverji, sló- vaki eða hvað sem þjer eru \ ætuð þjer að vita, að jeg er frönsk kona, og það er ekki sið- tir i Frakklandi, að elskendur ljóstri upp um ástkonur sínar við menn þeirra. Herra Colig- non, mjer hefir í raun og veru geðjast vel að honum, enda þótt ieg hafi ekki gefi niig honum á vald. En hjeðan í frá ber jeg ákaft hatur til þessa útlendings og ket hann finna til þess, að hann hafi fengið maklega ráðn- ingu. Verið þið sælir, herrar mínir, og hún rauk út. „Göfugi, herra Tkalak, þarfn- st þjer nokkurrar hjálpar? Hjálp mín stendur yður til >iðu“, sagði Colignon við unga nanninn, sem reikaði út úr herberginu,, eins og hann væ*i drukkinn og með svipuðum til t inningum og harinn hundu • Þjónninn hljóp á eftir ho-nu.u fram í anddvrið. „Fyrirgefið, herra, þjer'ha'ið gleym skammbyssunni yðar“. Þýtt af Magnúsi Finnboga- sgni, mag. art.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.