Fálkinn


Fálkinn - 22.07.1933, Blaðsíða 1

Fálkinn - 22.07.1933, Blaðsíða 1
HESTAVEÐHL AUP Það eru liðin nokkur ár, síðan farið var að lxalda reglubundnar veðreiðar við Elliðaárnar hjá Reykjavík og hefir það komið í Ijós, að þessi skemtun á eiyi síður vinsældum að fagna hjer en í öðrum löndum, þar sem veðreiðar hafa verið iðkaðar ára- tugum saman. Og það hefir reynzt svo hjer, að einmitt síðan vjelaöldin komst í algleyming og bifreiðarnar gerðust liestunum liættulegir keppinautar, hafa vinsældir þarfasta þjónsins farið vaxandi í landinu og má sjá þetta m. a. af því, að nú rísa upp hestamannafjelög víðsvegar um land, að fordæmi Reykvíkinga og efnt til hestamóta þar. En áiður mátti heita, að veð- reiðarnar á þjóðhátíðunum í Reykjavík væri einu kappreiðarnar hjer á landinu, en þeim var í mörgu ábótavant og eigi altaf farið að þeim reglum, sem nú þykja sjálfsagðar. Veðreiðar erlendis eru með öðru sniði en hjer, vegna þess að hestarnir eru aðrir. Þar eru aðallega þreytt stökk, bæði á jöfnum velli og með tálmunum, og svo brokk. Og skeiðið er miklu lengra þar en hjer, enda eru hestarnir siærri og æfðari. lljer á myndinni sjest erlend hringbraut fyrir veðreiðar, með hestum á spretti.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.