Fálkinn


Fálkinn - 22.07.1933, Blaðsíða 12

Fálkinn - 22.07.1933, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N HAFNARBORG PÓLLANDS. Þegar Pólverjar urðu sjálfstætl ríki með Versalasamningnum 1919 Ixttti erfitt að ráða fram úr l)vi, aö landið fengi greiðan aðgang að liafi því að landið hefir mikla utanrík- sverslun. Því að þýsku löndin Pom- mern og AusturPrússland lágu inilli Póllands og Eystrásalts og Danzig, sem þótti sjálíkjörnasla hafnarborg Póllands var gerð að sjálfstæðu lýð- ríki. Var |)á tekið til bragðs, að láta Pólverja hafa örlitla ræmu norðui til sjávar milli Danzig og Pommern ög er þessi ræma kölluð „pólska hliðið“. En þar var enginn hafnar- hær og urðu Pólverjar því að byggja þarna höfn mikla, til þess að kom- ast hjá að Játa verslun sína ganga um Danzig. Kringum þessa höfn hefir nú risið upp bær á stærð við Keykjavík, sem lieitir Gdynia. Hafa skip með þvi heimilifangi sjest viö og við i Keykjavik, aðallega með kol, því að af þeim hefir mikið ver- ið flutt frá Póllandi til Islands und- anfarin ár. Er Pólland mikið kola- námuland, einkum- suðvesturlandið, en auk þess auðugt af ýmsum málm- um, svo sem járni, sinki og blýi og ennfremur eru miklar olíulindir í Galisíu, og bæði steinsalt og kalísalt. Gdynina hefir vaxið með ótrúleg- um hraða. Að neðan.á myndinni má sjá bæjarstæðið eins og það leit út fyrir nokkrum árum, en að ofan sjest hærinn eins og hann lít- ur nú út. MIÐALDADEILD ÞJÓÐMEN/A- SAFNSINS I KAUPMANNAIIÖFN. helir nýlega verið endurbætt og því raðað upp á nýjan hátt, svo, að það er miklu aðgengilegra en áður. Fyr var þessu samni þjappað saman i fimm litlum stofum og naut það sin ekki þar vegna þrengsla. En nú er þetta sama safn í 1() stofum og sölum. MACDONALD OG THORNTON LÁTNIR LAUSIR. Sættir hafa komist á milli Breta og Rússa útaf málaferlunum gegn ensku verkfræðingunum og dómi þeim er þeir fengu iyrir rússnesku dómstólunum. Hafa þeir verkfræð- ingarnir MaeDonald og Thornton, sem þyngsta fengu refsinguna fyr- ‘wmm 3iMÍ? ' j’‘- ‘ " ", S WmSm&kMí -ftr í„. 1 ' I V / 1 ■:SS/r ’lfsssi/f&íí&iifii ■ , iiK muum ■ ir dómstólunuin verið látnir lausir en hinsvegar verða tekin upp við- skifti á ný milli þjóðanna og að- flutnngbanni því, sem Bretar lögðu á rússneskar vörur verið Ijett af. En verkfræðingunum var vísað úr landi samstundis. Þeir sjást hjer á myndunum, Thornton á þeirri efri en MacDonald á þeirri neðri. Forstjórinn fyrir gasstöðinni og vatnsveitunni í Altona var nýlega settur af embætti fyrirvaralaust og eftirlaunalaust. Ástæðan til afsetn- ingarinnar var dálitið einstök: Hann hafði notað vatnsþrær borgarinnar sem baðstað fyrir sig og fjölskyldu sina! Ameríkuinaðurinn Mills sagði frá því á fundi í Kaupmannahöfn ný- lega, að tekist liefði vestra að gera grammófónplötur, sem tækju svo mjög fram þeim, sein nú þekkjast, að þær væru ekki sambærilegar. Allur annárlegur hljómhlær hverf- ur og röddin eða hljómurinn er eðlilegur. Ennfremur hefir tekist að taka miklu meira á sömu plöt- una en áður, svo að nú verður farið að selja plötur, sem verið er yfir klukkutíma að sjiila lil enda. ----------------x---- Ameríkumenn hafa til þessa ekki viljað ganga i Bernarsambandið lil verndar rjetti rithöfunda og lisla- manna og eru líkir Íslendingum í þessu. En höfundar þeirra þjóða, sem ekki eru í sambandinu eru al- gjörlega rjettlausir gagnvart öðrum þjóðum, sem geta stolið verkum þeirra, á sama hátt og þjóð, sem ekki er i sambandinu getur stolið verkum þeirra, sem þar eru. Nú kvað Koosvelt forseti vera að gangast fyrir því, að Bandaríkin gangi í sambandið. En hvenær gera íslendingar hið sama. Þeir munu vera eina þjóðin í Evrópu, sem ekki er i sambandinu. ----x---- í Lokbaton við Bakú liefir nýlega fundist ákaflega auðug steinolíu- lind. Braust hún upp af sjálfu sjer án þess að borað væri og gaus mörg hundruð metra i loft upp en olíunni rigndi yfir stór svæði í nágrenninu. Á átta klukkutímum flóðu 25,000 smálestir af olíu úr lindinni og er hún talin auðugasta steinolíulind í heimi. Fimm þús- und verkamenn voru kvaddir á vettvang til þess að hlaða fyrir lindina og koma fyrir olíuturnum við hana. Einn maður druknaði i olíuflóðinu. -----x---- Hinn kunni ítalski flugmaður de Pinedo er að búa sig undir að setja nýtt met i langflugi. Hefir hann látið smíða sjer Bellancavjel, sem flytur 5000 lítra af bensíni, hefir 525 hesta hreyfil, flýgur að meðal- tali 215 km. á klukkutíma og á að komast 11,000 km. án jiess að lenda. Ætlar hann að fljúga frá New York lil Buscir í Indlandi í einum áfanga en það eru 7200 enskar mílur. Það er Englendingurinn Geyford sem nú hefir langflugsmetið. Flaug hann frá New York til Konstantínópel en Sú vegalengd er 5341 enskar milur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.