Fálkinn


Fálkinn - 20.01.1934, Page 1

Fálkinn - 20.01.1934, Page 1
SLYSIÐ MIKLA í FRAKKLANDI Á aðfangadaginn varð í Frakklandi eitt hið sorglegásta járnb rautaslys, sem orðið hefir á þessari öld, er hraðlestin til Stras- bourg ók á liraðlestina til Nancy, sem hjelt hálega kyrru fyrir og mölvaði í smátl 5 öftustu vagna hennar og fórust nálega all- ir sem i þeim voru. En fjórir fyrstu vagnarnir Strasbourg-lest arinnar fóru af sporinu en ultu þó ekki um, og fórst þar einnig margt manna. Alls fundust 191 lík i rústúnúm, en af þeim mörgu hundruðum sem særðust dóu tíu skömmu síðar og ýmsum fleiri hinna særðu var ekki líf hugáð, svo cið slysið hefir kostað yfir 200 mannslíf. Fjöldi af hinum látnu eru konur og börn, sem voru á leið frá París til þess að halda jólin hjá skyldfólki sinu utan borgarinnar. Er atburður þessi enn hörmulegri fyrir það, að hann skyldi verða sjálft aðfan'gadagskvöldið og má nærri geta, að það hafa orðið döpur jól hjá þúsundum aðstand- enda hinna látnu og særðu. Slysið varð við Lagny, sem er smástöð 30 km. frá París. Þcir hafði Nancy-Iestin orðið að stað- næmast, en Strasborg-lestin, sem fór 25 mínúttum síðar náði hinni þarna og ók á hana með 110 km. ferð og hafði ekkert sjeð til hinnar lestarinnar vegna þoku, svo og vegna þess, að aðv örunarmerkin munu hafa verið biluð. Hjer að ofan er mynd af brotnu vögnunum.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.