Fálkinn


Fálkinn - 24.02.1934, Qupperneq 2

Fálkinn - 24.02.1934, Qupperneq 2
2 F Á L K I N N ----- GAMLA BÍÓ -------- AAalframkvæmda- stjórinn. Þýskur gamanleikur og tal- mynd í 10 þáttum. Aðalhlutverkin leika: FELIX BRESSART CHARLOTTE SUSA ROLF VON GOTTE ALBERT PAULIG Myndin verður sýnd um helgina ■ 9 ■ ■ ■ ■ 3 : * 3 EGILS PILSNER BJÓR MALTÖL HVÍTÖL. SIRIUS SÓDAVATN GOSDRYKKIR, 9 tegundir. SAFT LÍKÖRAR, 5 teg. Nöfnin ,EGILL‘ og ,SIRIUS‘ tryggja gæðin. | H.f. ölgeróin | Egiil Skallagrimsson Sími 1C90. ] Reykjavík. Lillu-súkkulaði með vanilju í stórum pökkum, er gott, kraftmikið og ljúffengt suðusúkkulaði. Er nú mest notað lijer á landi. Fjallkonu-súkkulaði með vanilju er í %-punds pökkum, sem kosta kr. 1,25. Því er mikið liælt og hefir náð mikilli út- breiðslu. Bella-suðusúkkulaði Með vanilju er ný sýkkulaðitegund, sjerlega fín í litlum pökkum, er kosta kr. 0,85. Primula-suðusúkkulaði með vanilju er ódýrasta súkkulaði lijer á landi sjer- sttaklega ef tillit er tekið til gæða þess, %-punds pakki kostar aðeins kr. 1,00. Er drjúgt og gott til heimilisnotkunar, og hefir þegar í byrjun náð mikl- um vinsældum. SÚKKULAÐI-VERKSMIÐJA H.f. Efnagerð Reykjavíkur. 0'"H|' O "Iji. O "lii.- O O ... 0 "Ui* O "Mí. 0 "<u. O 0'">k.'0'"H<. O •"•U. O ■*%*-- O O '"•i.' O O •"•*“■ ® O 0 '“IU. o -"k*' O -"Hw O -"Ih'- O •"*••• O ••*h» o l DREKKIÐ EQ1L5-ÖL e==?- | o O <1|--O•*•«..• O "IL-O "k—O "II.. O -M|,..O •'O...O •‘^•O ■•'U-Oo •rtö.-c "<u. « •••«■ O "fc-O -’»•-• O"Hk-oO-'liu-O^nwO."llwO•*%."00''VOJ)fc'0 NÝJA Bí O Zigaunakonungurinn. Gullfalleg söng- og talmynd um zigaunalíf og zigauna-ástir tek- in af Fox Film undir stjórn Frank Streyer. Aðalhlutverkið leikur hinn lieimsfrægi spánski söngvari JOSÉ MOJICA. Ennfremur ROSITA MORENO, JULIO VILLARREAL og ADA LOZANO. Sýnd bráðlega! SVANA-VITANIN smjorlíki Ier eina íslenska smjörlíkið, sem jafngildir sumar- smjöri að A-fjör- efnamagni. Fálkinn er besta heimilisblaðið. Hljóm- og AÐALFRAMKVÆMDASTJÓRINN. Felix Bressart er á ferðinni og skemtir áhorfendum fram eftir vik- unni í GAMLA BIO. Kemur hann fram í ýmsum gerfum eins og hann á vanda til. Hann er bæði bilstjóri og leikari og þó að kvenfólkinu þyki mikið til beggja þessara manntegunda koma þá afræður hann þó að gerast eða látast vera framkvæmdastjóri þegar haiín fer að biðla til stúlku, enda eru fram- kvæmdastjórar útgengilegir menn, ekki síst á krepputímum. Felix er með umrenningsleikara- flokki Krause leikara og í Weiss- enfeld, sem er einskonar Súðavík þarna suður í Þýskalandi. Ber svo við að skáldkonan Thea von Die- men horfir á leiksýninguna, sem í tilefni af þvi er seld áhorfendum fyrir 20 aurum hærra verð en ella. Endar leiksýningin með skelfingu, að því er Felix snertir, meðfram vegna þess að hann hefir jetið upp lakkskóna sína. En þá vill svo til að bílstjóri skáldkonunnar týnist og hún tekur Felix í staðinn, og fer með hann til Berlín. Þar kemst hún í kynni við ungan rafvirkja, sem liefir skrifað henni og fundið að bókum hennar. En þau kynnast án þess að hann viti hver hún er og þau eru sainan dag- lega. En meðan þau eru að skemta sjer á mótorhjóli rafvirkjans ekur Felix út i skrautbíl skáldkonunnar með Ölmu, skrifstofustúlku er hann hefir kynst, og sagt að hann væri forstjóri og ríkur maður. En raf- virkjanum miðar svo vel áfram, að talmyndir. einn góðan veðurdag segir hann skáldkonunni, að hann ætli að gift- ast henni, og býður Ölmu, sem hann þekkir og þessum „forstjóra", sem altaf er með henni, í trúlofun- argildið. En í þessu gildi fer alt út um þúfur fyrir Felix. Og nokkru síðar er skáldkonan les upp á góð- gerðaskemtun sögukorn um kunn- ingsskap sinn við rafvirkjann, kemur hann öllu í uppnám og skáldkonan flýr. En fyrst heldur liún þó vin- um sínum skilnaðarsamsæti. Og hve mundi það vera nema hinn ráðagóði ráðleysingi Felix, sem kippir öllu í samt lag, svo að mynd- in endar í algerðri fullsælu og trú- lofunum. Úr því að Felix hefir verið nefnd- ur þarf ekki að taka fram, að mynd in er sprenghlægileg, en elcki eins alvarleg og Felix. Hún verður sýnd um helgina. ZIGA UNA KONG URINN. Myndir af lífi og ástum zigauna hafa heillandi áhrif á flesta Bio- gesti. En þegar myndin í ofanálag hefir einn allra vinsælasta söngvara nútímans i aðalhlutverkinu, þá eykur það enn á vinsældirnar. í þessari zigaunamynd er það spán- verski söngvarinn José Mojica, sem leikur og syngur aðalhlutverkið af aðdáanlegri snild, en kvenhlutverk- ið á móti honum leikur Rosita Moreno. Efni leiksins er það, að Carol zigaunakongur hefir sest að i skógi einum með allan flokk sinn og far- angur og ætlar að halda þar kyrru fyrir um sinn. En bráðlega kemur sendimaður frá hirðinni til að reka hann burt — hann er í landareign Maríu prinsessu, sem nýlega hefir tekið við stjórn landsins. Og nú vikur sögunni til hennar. Henni leiðist mikið við liirðina og ekki leiðst henni hvað síst Alexander stórfursti, sem henni er ætlað að giftast. Eini vinurinn, sem hún á er herbergisþerna hennar, René (Ada Lozano) sem hún hefir kynst að fornu. René liefir farið á skemtun hjá zigaununum og orðið hugfang- in af skemtunum þeirra og þeim sjálfum og segir prinsessunni frá. Afræður hún að klæðast sveita- stúlkubúningi og fara á skemtun zigaunanna um; kvöldið. Þar kynn- ist hún vitanlega Karol zigauna- kongi og verður hugfangin af hon- um og hann af henni. En svo illa tekst til, að Alexander stórfursti sjer þau kyssast í skóginum. Verður hann hræddur um konuefni sitt og til þess að koma Karol í bölvun felur liann hálsmen, sem prinsessan á og sakar Iíarol um að hafa stolið því. Ivarol er kallaður fyrir rjett og dæmdur í sjö daga fangelsi, og heldur liann að það, sje refsing fyr- ir að hafa kyst stúlkuna, þvi að þjófnaðinum veit hann sig saklaus- an af. Hann afplánar refsinguna í höll- inni sjálfri, en þessi vist hans þar verður stórfurstanum til mikils ama. Hann er sísyngjandi og notar hvert tækifæri lil að hrella furst- ann og gera hann hlægilegan og klykkir loks út með því að strjúka og stela með sjer prinsessunni. Verður fögnuður mikill þegar hann kemur í herbúðir sínar með stúlk- una, því að jafn fagra konu hafa zigaunarnir aldrei sjeð. En nú kem- ur Alexander með her manns og vill drepa Karol fyrir konuránið. Það verður samt úr, að þeir sætt- asl á að heyja einvígi — þar sær- ist hvorugur en Alexander biður ó- sigur. Prinsessan getur ekki dulið ást sína lil Karols lengur. En hann er flakkari, sem ekki getur unað lengi á sama stað, jafnvel ]jó prins- essa sje i boði. Og þessu ástaræfin- týri endar með því, að hann hverf- ur með flokk sinn út í buskann — syngjandi hin töfrandi ástarljóð sín. Þetta er undurfögur mynd og söngurinn eins og áður er getið prýðilegur. Hún verður sýnd í NÝJA BIO á næstunni. Það hefir vakið mikið umtal, að fyrsti kýenpresturin í Skotlandi, Vera Kenmore, hefir eignast son. Aðrir kvenprestar í landinu hafa krafist þess, að henni verði vikið frá embætli, en kirkjustjórnin hefir svarað, að við þessu hafi altaf mátt búast. Hefir þessi barneign orðið til þess að umræður hafa risið upp um, hvort konur eigi að verða prestar. ----x----- Nýlega hefir verið birtur reikn- ingur yfir tekjur og gjöld Banda- ríkjanna í einu einstöku smyglara- máli. IJafði það verið höfðað gegn smyglaranum Bert Delandey sem var einn af vikadrengjum A1 Capone, og nítján hans nótum. Kostnaður af málsókninni varð 400.000 krónur. En úrslitin urðu þau, að bófarnir fengu aðeins 100 kr. hver í sekt, eða 2000 krónur alls. Beinn kostn- aður ríkisins varð því 398.000 kr. í þessu eina máli!

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.