Fálkinn - 29.09.1934, Síða 2
2
F Á L K I N N
------ GAMLA BÍÓ -----------
Grænlandsmynd Dr. Knud Rasmussens
BRÚfilRFðR PALOS
Myndin sem Knud Rasmussen
tók til að sýna heiminum lifnað-
arhætti og siði Grænlendinga.
Þar sem myndihi er talmynd gef-
ur hún áhorfendum enn gleggri
hugmynd um Grænlendinga, en
áður hefir verið gert. Myndin
er alveg einstök i sinni röð,
því um leið og hún er afar
fræðandi er hún líka bráð-
skemiileg, og er hún eingöngu
leikin af Grænlendingum.
Sýnd bráðlega.
ÍEfilLS
: PILSNER
BJÓR
MALTÖL
HVÍTÖL.
! SIRIUS
: SÓDAVATN
GOSDRYKKIR,
9 tegundir.
SAFT
LÍKÖRAR, 5 teg. \
: :
: Nöfnin ,EGILL‘ og ,SIRIUS‘ :
I íryggja gæðin.
■ ■
1 H.f. ðlgerðin I
| EoIU SkaUaorimsson |
Sími 1290.
Reykjavík.
■ ■
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Fálkinn er besta heimilisblaðið.
Osram - Vitalux - lampinn
Lampinn með
útfjólubláu geislunum.
Einfaldur í notkun.
Straumeyðslan óveruleg.
Fjöldi lækna og sjúkrahúsa
hjerlendis nota þessa lampa.
Upplýsingar hjá umboðs-
manni:
PAUL SMITH.
W
NÍKOMlfi
FALLEfiT oo
FJðLBREYTT
ÚRVAL.
LÁRUS fi. LtðVtfiSSON
SKðVERSLUN
------ NÝJABÍO -------------
„Ófullflerða hljómkviðan".
Þýsk söngmynd sem segir þátt
úr æfisögu Frantz Schuberts og
af því, hversvegna H-moll-
hljómkviðan aldrei varð full-
gerð. Aðalhlutverkin leika
MARTA EGGERTII,
HANS JARAY og
LOUISE ULRICII,
en söngflokkur og hljómsveit
Wienar Óperunnar aðstoða.
Myndin er ein fegursta söng-
mynd, sem tekin lifir verið.
Sýnd um helginu.
Skólabækur.
Allar íslenskar og
flestar erlendar, sem
notaðar eru við skól-
anahjer fyrirliggjandi
Skólaáhöld.
Allskonar ritföng og
skólaáhöld í miklu
úrvali.
mUHBM
H»k«iv«;rsliin - Sími 2720
Hljóm- og
Grænlandsmynd Knud Rasmussen:
„BRÚÐARFÖR PALOS“.
Þessi mynd, sem dr. Knud Ras-
mussen tók í fyrra í Austur-Græn-
landi er hvortveggja í senn, spenn-
andi sjónleikur og ágæt fræðimynd.
Ilefir dr. Rasmussen tekist að velja
efni, sem heldur áhorfandanum
hugfangnum af rás viðburðanna, en
jafnframt er umhverfi og leikur
þess eðlis, að áhorfandinn fræðisl
um daglegt líf og athafnir þeirrar
frumþjóðarinnar, sem oss er næst,
þó að íslendingar viti lítið meira
um hana en mannæturnar á Borneo
eða malajana á Suðurhafseyjum.
Efni myndarinnar er að segja frá
tveimur ungum eskimóum, sem báðir
fella hug til sömu stúlkunnar, hinn-
ar fögru Navarönu, sem er bústýra
hjá þremur bræðrum sínum. Mynd-
in hefst að sumarlagi, þegar eski-
móarnir hafast við í tjöldum sínum
inni í fjarðarbotnum og fara i veiði-
ferðir og stinga laxinn, er hann
kemur í torfum inn í fjarðarbotn-
ana og nú fylgist áhorfandinn með
daglegu lifi þeirra eskimóanna
þangað til um haustið, að þeir flytja
sig um set út að hafinu og byggja
sjer kofa úr grjóti til vetursetunnar.
Maður fær að sjá skemtisamkomu,
þar sem keppinautarnir Palo og
Samo kveðast á níði, með dansi og
einkennilegum tilburðum. Meðan á
talmyndir.
þeim kappleik stendur hverfa þeir
á burt bræðurnir með Navarönu og
búslóð sína, þvi að þeir eiga von á
því, að sá sem betur hefir í nið-
kviðlingunum muni taka stúlkuna
frá þeim. Þessvegna veit hún ekki
um leikslokin, en þau verða þann-
ig, að Samo stingur Palo með hnífi,
svo að minstu munar að hann missi
lífið. Samo fer í heimsókn til Nava-
rönu og færir henni gjafir og horfir
nú þannig við, að hann muni ná
í stúlkuna. En undir eins og Palo
er gróinn sára sinna heldur hann
af stað á húðkeip sínum í foráttu
veðri, til þess að sækja brúði sína.
Hann fær liana og heldur af stað
með hana yfir fjörðinn til baka,
en Samo veitir honum eftirför, sem
lýkur þannig, að hann drukknar á
firðinum, en Palo kemst klaklaust
heim með bréði sina. Er ferðin yfir
fjörðinn töfrandi og menn hljóta
að undrast fimi eskimóanna í með-
ferð húðkeipa sinna.
Sú mynd sem þarna er brugðið
upp af daglegu lífi eskimóa, ástum
þeirra og tilfinningum er töfrandi
listaverk og maður gleymir þvi að
lijer sje verið að leika. Það eru
eskimóar, sem leika öll hlutverkin
i myndinni og þessvegna er hún
sjerstök í sinni röð og ber af öll-
um þeim myndum, sem teknar hafa
verið af lífi eskimóa. — Þessi kvik-
myndaför dr. Rasmussens varð hin
síðasta för hans til Grænlands.
Eftir að hann hafði lokið mynda-
tökunni ,sem fór fram skamt frá
Angmagsalik, hjelt hann til Vestur-
Grænlands og þar tók hann sótt þá,
sem leiddi hann til bana, rjett fyr-
ir jólin í fyrra. Er myndin því loka-
þáttur í lífsstarfi þessa ágæta vís-
indamanns, sem gerði það að æfi-
starfi sínu að útbreiða þekkingu á
lífsháttum eskimóa. Myndún á fyrstu
síðu sýnir umhverfið þar sem mik-
ill hluti myndarinnar var tekinn.
„ÓFULLGERÐA HJÓMKVIÐAN".
Schubertsmyndin fræga, sem sagl
var frá í síðasta blaði verður sýnd
núna um helgina. Það sýndi sig í
fyrra, þegar „Meyjaskemman“ var
leikin hjer að Schubert á marga
unnendur hjer, sem þykir ljúf iinun
að lilusta á liin snHdarlegu lög hans.
Og eigi er að efast um það, að þeii'
verða margir, sem veita sjer þá un-
un að heyra og sjá kvikmyndina,
bæði vegna laganna og svo vegna
þess hve frábærilega listræn og fall-
eg hún er. Án þess að kasta rýrð
á aðrar söngmyndir sem fram hafa
komið, má fullyrða að aldrei hafi
verið tekin söngmynd, sem sje meira
listaverk en þessi og hjálpast þar
alt að. Það eitt er nægilegt til að
borga erindið, að heyra Mörthu
Eggerth syngja „Leise flehen meine
Lieder“. Myndin er svo ágæt, að
hún lilýtur að hrifa hvern einasta
mann.
Best að auolýsa í Fálkanum.
^GIOBUSMEN-
1 \\'í jW/J rakvjelablöðin hafa 10 ára ágæta reynslu. Heildsala. Smásala.
Gleraugnabúðin. Laugaveg 2.
Um daginn dó maður í Skot-
landi, sem ljet eftir sig 100.000
pund sterling. Hann hafði verið I
stríðinu, særst alvarlega og her-
maður honum alveg ókunnugur
frelsað líf hans, borið hann undan
kúluregni Þjóðverja. í erfðaskránni
ánafnar hann þessum manni allan
auðinn. Það eina, sem menn vita
um manninn, er að hann heitir
William Mins. Og nú er verið að
reyna að hafa upp á honum, hvern-
ig sem jaað tekst.
----x-----
Starhemberg varakanslari i
Austurríki hefir heðið páfa um
leyfi lil þess að mega skilja við
konu sina, vegna þess að hjóna-
bandið er barnlaust. Hann ætlar
að sögn að kvongast leikkonu er
Nora Gregor heitir og kvað vera
mjög fögur.
----x-----
í Bretlandi, Þýskalandi og víðar
eru læknar farnir að nota nýtt
deyfingarmeðal er ekvipan nefnist.
Það kvað taka öllum öðrum deyf-
ingarmeðölum fram og sjúklingur-
inn kemst hjá öllum óþægindum
eftir á við notkun þess.