Fálkinn - 29.09.1934, Page 3
F Á L K I N N
3
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM.
Ritstjórar:
Vilh. Finsen og Skúli Skúlason.
Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested.
Aðalskrifstofa:
Baniíastræti 3, Reykjavík. Sími 2210.
Opin virka daga kl. 10—12 og 1—6.
Skrifstofa i Oslo:
Anton Schjöthsgade 14.
Blaðið kemur út hvern laugardag.
Askriftarverð er kr. 1.70 á mánuSi;
kr. 5.00 á ársfjórSungi og 20 kr. árg.
Erlendis 24 kr.
Allar áskriftanir greiðist fyrirfram.
Auglýsingaverð: 20 aura millimeter
Herbertsprent, Bankastræti 3.
Skraddaraþankar.
Nafnlaus trúarbrögð.
Göfugustu trúarbrögSin vita ekki
að þau eru trúarbrögð. Göfugasta
manngæskan er ómeðvituð. Sjáið
akursins liljugrös, hvernig þau vaxa.
Bestu tegundina, sem mannkyni.8
framleiðir nú, tel jeg þann mann
vera, sem framkvæmir trúarbrögð
sín í daglegu verki sinu, t. d. i verk-
smiðjunni sinni.
Slikur maður var John H. Pat-
terson. Jeg þekki hann talsvert vel.
Hann var ekki trúrækinn maður,
sem kallað er i daglegu tali. Það
er að segja, hann hneigðist ekkert
að dulardómum trúarhragðanna og
var ekki heldur neitt áhugasamur
um kirkjumál.
En hann vann upp og stjórnaði
hinu risavaxna fyrirtæki, sem allur
heimurinn þekkir undir nafninu
„National Cash Register Company“,
eftir grundvallarreglum, sem fyrsl
og fremst ljetu sjer umhugað um
velferð þeirra, sem áltu saman við
fjelagið að sælda, og þá fyrst og
l'remst verkamannanna. Það er besta
tegund trúarbragða.
Hann græddi fje á jjessu. í stað
þess að þetta ætti að sanna, að
hann væri sjergæðingur þá sann-
ar það þvert á móti, að starfsregl-
ur hans voru heilbrigðar og að
hægt var að liagnýta þær.
Hugmyndin sú, að maður sem er
rjettlátur, brjóstgóður og mannvin-
ur hljóti að vera ónýtur kaupsýslu-
maður, er líklega heimskulegasta og
hættulegasta hjátrú, sein til er.
Patterson var enginn dýrlingur á
venjulegan mælikvarða, hann var
miklu betri. Hann átti næga víðsýni
til þess að sjá, að heilbrigði i við-
skiftum og ráðvendni og alúS hafa
einnig jarðneskt gildi og uppskera
sín laun eigi aðeins á himnum. Og
að hann skyldi græSa fje á þess-
konar frumreglum styrkir mann í
trúnni á gæsku tilverunnar.
Auk þessa manns eru þaS margir
stjórnendur stórra heimsfirma, sem
nota sömu frumreglurnar.
Hún hverfur gamla trúin á það,
aS maður geti þvi aðeins verið
heiminum til andlegrar aðstoðar,
að maður dragi sig burt frá honum.
Betri kenningin, aS maður hjálpi
best heiminum meS því aS vera í
honum — og að dygðirnar alúð,
ráðvendni og trú geti slcapað margt
gott og fallegt á hnettinum — fær
byr uúdir báða vængi.
ÞaS fer víst þannig, að einu eða
fleiri af hinum viðurkendu trúar-
brögðum hnignar; en orlcan mikla
ÁSGEIR SIGURÐSSON aðalræðismaður
sjötugur.
í gær fylti sjöunda áratuginn
maður, sem allir íslendingar og
þó einkum verslunarstjett íslands
mun lengi minnast með virðingu
og þakklæti, sem merks braut-
ryðjanda og ágæts manns. Það er
Ásgeir Sigurðsson aðalræðismaður.
Óhætt er að fullyrða, að það hafi
verið uppvaxtarskilyrði Ásgeirs
Sigurðssonar, sem meðfram urðu
þess valdandi, að hann sem fult-
tíða maSur varð til þess að ryðja
brautir, sem þá voru ókunnar hjer
á landi. Hann fer utan harn að
aldri og verður fyrir áhrifum, sem
íslenskir drengir fóru á mis við.
Aðeins tiu ára gamall fer hann ut-
an, tiil Edinburgh i Skotlandi og
dvelur þar hjá Jóni A. Hjaltalín, föð-
urbróður sínum, bókaverði í Advo-
cates Library í Edinburgh. Þar
dvelur hann næstu sex árin en
hverfur þá til Akureyrar og dvelur
þar og á MöSruvöllum næstu tvö
árin. Var það fyrir tilstilli Jóns
Hjaltalín að hann dvaldi á íslandi
þessi árin. Hjaltalin var hræddur
um, að Ásgeir mundi týna niður
móðurmálinu, ef hann dveldi leng-
ur í senn i Skotlandi.
En átján ára gamall fer Ásgeir
utan aftur og dvelur enn lengstum
í Skotlandi en stundum á Akur-
eyri og stundaði verslunarstörf. Um
eitt skeið var hann hjá Jakobi Haf-
stein kaupmanni, hjá Gránufjelag-
inú og fleiri verslunum. En
1894 flyst hann til Reykjavíkur og
á þvi á þessu ári fertugsafmæli
sem reykvíkskur borgari. Og árið
eftir stofnar hann verslun sína,
sem brátt varð þjóðfræg og sem
hann rekur enn.
Verslunin Edinborg var stofnuð í
júní 1895 og hóf tilveru sína í
húsi Þorláks heitins Johnson kaup-
manns. Hafði hann átt upptökin
að ýmsum nýmælum í verslun hjer
enda kynst enskum verslunarhátt-
um betur en flestir íslenskir kaup-
mpnn í þá daga, og er það skrít-
in tilviljun, að Verslunin Edinborg
skyldi einmitt verSa sett á lagg-
irnar i húsi þessa manns, sú versl-
un sem varð til þess að valda
straumhvörfum í islenskum versl-
unarháttmn. Meðstofnendur Ásgeirs
að versluninni voru tveir lungir
Skotar, er hann hafði kynst er-
lendis, þeir Geo Copland og Nor-
man Berrie og voru þeir báðir
yngri en hann. Fyrsta nýmælið var
jjað, að Edinborg tók upp peninga-
verslun, seldi gegn staðgreiðslu út
í hönd og keyptji afurðir — eink-
um fisk — gegn peningum út í
liönd. Hún gerði að einkunarorð-
um sínum: „Lítill ágóði — fljót
skil“ og seldi ódýrt og keypti hæsta
verði. Boðorðið var þetta, að um-
setja vörurnar fljótt, láta pening-
ana vera á hreyfingu og nota þá
oftar en títt var í þá daga. Að
þetta hafi verið örSugleikuin bund-
ið ræður að líkum. Því að fyrst og
fremst var gjaldmiðill af mjög
skornum skamti — veltufje eina
bankans sem til var í landinu að
eins liálf miljón króna, en var
liækkað nokkru siðar upp í 750.000
kr. og — enginn sími! En ný-
mælið varð frægt og verslun-
in vinsæl. Menn gera sjer þaS ekki
eins ljóst nú eins og vera bæri
hve þetta nýmæli var mikils virði.
En þá var vöruskiftaverslun og láns-
verslun í algleymingi um land alt,
frá nafnlausu trúarbrögðunum þrosk
ast og vex bráðar en nokkurn
grunar.
Frank Crane.
svo að sporið var stórt sem stigið
var.
Edinborg setti upp útbú víða um
land og varð brátt ein stærsta
verslun landsins. Reykjavíkurversl-
unin flutti i Knudsonshúsin við
Hafnarstræti, hafði útbú á Akur-
eyri, ísafirði, Hafnarfirði, Vest-
manneyjum, Akranesi, Keflavík og
Stokkseyri, keypti hús Sturla Jóns-
sonar við Austurstræti, þar sem nú
er verslun Egils Jacobsen og bygði
1905 stórhýsi úr timbri við Hafnar-
stræti, vestan við Knudsonshúsið.
Varð það fyrsta nýtísku verslunar-
húsið á þessu landi, með stórum
sýningargluggum og fulkomnum á-
höldum innanhúss og þótti merki-
leg bygging í þá daga. í þessu liúsi
var vefnaðarvörudeild niðri en
skrifstofur uppi, glervörudeild i
gamla húsinu og ennfremur skó-
verslun, en nýlenduvörudeild i hús-
inu við Austurstræt'i, niðri, en fata-
deild og klæSskerastofur uppi. En
öll þessi hús brunnu til kaldra
kola í brunanum mikla 1915 og
fluttist verslunin þá i Ingólfshvol
og varð að færa talsvert saman kvi-
arnar. Til dæmis var nýlenduvöru-
deildin þá lögð niður og hefir ekki
verið starfrækt síðan. Á sextugs-
afmæli sínu ákvað Ásgeir Sig-
urðsson að byrja á byggingu nýs
verslunarhúss þar sem verslunar-
hús hans tvö höfðu staðið áður og
var hús þetta, sem er eilt mesta
verslunarhúsið í Reykjavík, fullgert
árið eftir. Og þar er verslunin Ed-
inborg enn í dag, i tveimur aðal-
deildum, vefnaðarvörudeild og leir-
vörudeild, skrifstofur verslunarinn-
ar og lieildsöluverslunar Ásgeirs
Sigurðssonar og skrifstofur enska
ræðismannsins, auk fjölda annara
skrifstofa, sem ýmsir hafa tekið
á leigu þar.
Almenningur þekkir best til
Verslunarinnar Edinbrg, en jafn-
framt liefir Ásgeir SigurSsson rekið
heildsöluverslun með útflutnings-
vörur frá upphafi og síðan 1919
innflutning i heildsölu. Hefir versl-
unarreksturinn þvi verið ærið um-
svifamfkill og eigi neinum miðlungs-
manna hent að hafa stjórn á svo
miklu bákni.
En það er til marks um hve mik-
ill afreksmaður og þrekmaður Ás-
geir Sigurðsson er, aS jafnframt
verslunarrekstrinum liefir hann
gegnt umsvifamesta ræðismannsem-
bætti hjer á landi. Hann var skip-
aður vararæðismaður Breta hjer á
landi ánið 1907 eftir Jón Vídalíti
og hefir gegnt því starfi siðan þang-
að til á þessu ári. Ræðismaður varð
hann árið 1921 og var þá jafnframt
sæmdur nafnbótinni Officer of
Brilisli Empire, í viðurkenningar-
skyni fyrir störf sín á stríðsárun-
um. Loks var hann gerður aðal-
ræðiismaður 1928. Mun það vera al-
gert einsdæmi nú á tímum, að Bret-
ar feli útlendum ríkisborgara aðal-
ræðismannsstarf fyrir bresku þjóð-
ina, og sýnir það m. a. hve mikið
traust og verðskuldað enska
heimsþjóðin sýndi þessum ágætis-
manni. Á síðasta ári var hann
sæmdur nafnbótinnli Commander of
British Empire. Þá hefir hann og
verið sæmdur stórriddarakrossi
Fálkaorðunnar.
Ræðismannsstarfið er afar um-
svifamikið starf og einkum fylgdu
því miklar annir á stríðsárunmn,
þegar segja mátti að mest af utan-
rík|':;sverslun íslendinga væri háð
eftirliti bandamanna. En svo vel
rækli Ásgeir Sigurðsson það starf,
að hann hefir hlotið fyrir það að-
dáun beggja aðila og liefir þó eng-
an veginn veriS vandalaust að sigla
svo milli skers og báru, að á hvor-
ugan aðila væni hallað. Er þetta
til marks um afburði og rjettsýni
manns, sem aldrei vildi vamm sitt
vita.
Ásgeir Sigurðsson hefir unnið
margra manna verk um æfina en
þrekið verið óbilandi. En sem eðli-
legt er er hann tekinn að lýjast,
og liefir nú dreift störfum sinum á
fleiri herðar. Hann var einn eig-
andi verslunar sinnar frá 1917 til
1920, að Sigurður B. SigurSsson
gerðist meðeigand’i i henni, og
tveimur árum siðar Walter Sigurðs-
son og — eftir fráfall lians — Har-
aldur Sigurðsson. Og lausnar baðst
hann frá ræðismannsstörl'um fyrir
ári liðnu, eins og fyr er sagl.
Ásgeir Sigurðsson er fæddur á
ísafirði 28. sept. 1864 og voru for-
eldrar hans hjónin Sigurður And-
rjesson trjesmiður og Hiltíur Jóns-
dóttir. Hann er höfði hœrri en
aðrir menn, prúðmannlegur og
höfðinglegur á velli um fram flesta
menn og frábært ljúfmenn'i í allri
framgongu. Þegar verslunarsaga ís-
lands verður rituð, mun eigi bera
la'gra á nafni Ásgeirs Sigurðssonar
þar, en persónu hans, hvar sein
hann fer meðal manna.
Arthur Földesy
hinn heimsfrægi ungverski cello-
snillingur liefir haldiS nokkra
hljómleika hjer. ASsóknin að þess-
um hljómleikum liefir verið minni
en samboðið er borg, sem telur sig
hljómelska og er gagnrýnin á
músik, þvi að ætla mætti að einmitt
þá sjaldan að tækifæri gefast til
að að lilusta á afburðamenn, mundu
slík tækifæri notuð betur. Hjá
Földesy fer saman kunnátta, vand-
virkni og yfirnáttúrlég músíkgáfa,
sem skipar honum sæti meðal að-
alsmanna hljómlistarinnar.