Fálkinn


Fálkinn - 29.09.1934, Blaðsíða 8

Fálkinn - 29.09.1934, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Myndin hjer að ofan sýnir part af brúnni, sem verið er að leggja yfir Storströmmen í Danmörku. Verður það lengsta hrúin í Evrópu, og er gerð í því skyni að flýta fyrir sam- göngunum við Mið-Evrópu og draga þær þannig að Danmörku frá sænsku leiðinni yfir Eystrasatt. Eins og kunnugt er voru afar mikl- ar óeirðir í San Francisco í sumar, svo að til vandræða horfði. Verk- fötl voru þar víðtæk og yfirgrips- mikil og náðu m. a. til þeirra, sem annast daglegan starfrekstur, sem borgarbúar mega ekki vera án, t. d. matvælaflutninga. Lá því við svelti í borginni. Óeirðirnar kostuðu mörg mannslíf og bökuðu afar mikið tjón. Á myndinni sjest lög- reglan vera að dreifa táragasi á verkfallsmenn í útjaðri borgar- innar. 16. her-íþróttamót Dana var nýlega háð í Kaupmannaliöfn. Sýnir myndin lengst t. v. brynreið vera að komast yfir torfæru, en sú sem nær er sýnir hvar verið er að koma fyrir byssu til þess að skjóta niður flugvjelar. Á myndinni hjer að neðan sjást þátttakendur alþjóðakirkjuþingsins sem nýlega var haldið á Fanö við Esbjærg. Aðalumræðuefni þar var afstaða kirkjunnar til viðburðanna í Þýsklandi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.