Fálkinn


Fálkinn - 29.09.1934, Side 14

Fálkinn - 29.09.1934, Side 14
14 F Á L K I N N Guðjón Manassesson blaðasali á Akureyri verður 70 ára 3. okt. Þ'órður L. Jónsson kaupmaður verður 50 ára á morgun. Tólf ár eru liðin síðan fjársöfn- un var hafin til þess að koma upp stúdentagarði í Reykjavík og á morgun verður liúsið vígt. For- gönguna að þessu áttu þeir dr. Alexander Jóhannesson, Lúðvíg Guðmundsson og Lárus H. Bjarnason og síðan hafa margir mentamenn eldri og yngri orðið til þess að veita málinu lið, enda má segja að árangurinn hafi orðið góður og fljótur, einkum þegar á. það er lit- ið, að yfirleitt hefir verið erfitt ár- ferði síðan. Alls liafa safnast 190.000 kr.. en garðurinn iiefir kostað um 240.000; mismunurinn 50.000 kr. er lán með ríkissjóðsábyrgð, enda hefir ríkissjóður ekki greitt einn eyri tii garðsins, enda þótt löggjafarvaldið hafi heimilað 100.000 kr. framlag, sem aldrei hefir verið greitt. Inn- Ólafur Magnússon prófastur í Arnarbæli verður 70 ára 2. oktober. Jónatan Jónsson gullsmiður Laugaveg 35 verður 50 ára 1. okt. Frú Steinunn Vilhjálmsdóttir Sóleyjargötu 5 verður 75 ára 1. okt. anstokksmunir hafa kostað um 25 þús. krónur en álíka upphæð er enn óinnhaimt af loforðum til stofnunarinnar. Umsjónarmaður stofjnunarinnar eða „garðprófastur" verður Gústaf Pálsson verkfræðingur, en bryti Jónas Lárusson. Gjalda stúdentar í húsaleigu 25 kr. á mánuði en fæði- ispeningar verða 65 kr. Stúdenta- garðsnefnd skipa Niels Dungal, Ás- mfundur Guðmundssdn, Eggert Steinþórsson, Ólafur P. Jónsson og Gunnleigur Einarsson. Þrjátíu og sjö stúdentar fá vist á garði, allir i eins manns herbergjum nema fjórir, sem verða að búa tveir og tveir saman. Innan skamms mun Fálkinn birta fjölda mynda af stúd- entagarðinum, en hjer fylgir mynd af próf. Al. Jóhannessyni. Silki og bönd þurfa nær- gætinn þvott. LUX er ávalt örngt. Ef þvottur- inn er nuddaður slitna fljótt hinir við- kvæmu þræðir í tauinu yð- ar. En með Lux þarf ekki annað en kreysta það mjúk- lega. Því að sápu- löðrið lokkar ó- hreinindin út. Fatn- aður yðar endist miklu lengur ef hann ur þvegin úr Lux. Lux 5-mínútna aðferÖin. Leysið Lux upp í heitu, hrærið i uns freyðir. Bætið köldu í þangað til orðið er moðvolgt. Iíreystið sápulöðrinu gegnum þvottinn. Skol- ið í hreinu volgu vatni. Vefjið fin bönd og silki i hreinu handklæði dálitla stund áður en þjer farið yfir það með pressujárninu. JXVER OKOTHEKS LIMITEO. POKT SUNUGHT. ENGLAND Leitið upplýsinga og þjer tryggið yður í stærsta og bónushæsta lífsábyrgðarfjelagi Norðurlanda. THULE Aðalumboð fyrir ísland: Carl D. Tulinius & Co. Austurstræti 14, 1. hæð. Símar 2424 og 1733. Utan skrifstofutíma: 2425.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.