Fálkinn


Fálkinn - 22.12.1934, Blaðsíða 52

Fálkinn - 22.12.1934, Blaðsíða 52
48 F Á L K I N N Útdráttur úr ársskýrslu Lífsábyrgðarf jelagsiiis Thule. Framh. af bls. 10. er yfir öll Norðurlönd og afleið- ingar spönsku veikinnar drógu mörg fjelög til dauða. En það ár greiddi Thule bónus, fulla miljón, aðeins nokkrum hluta minna en árið áður. Næsta ár er bónusinn orðinn yfir 1 % miljón, eins og engin spönsk veiki hefði geysað. Síðastliðið ár var bónusinn, svo sem um er getið rúm 4% milljón. Bónus og iðgjöld standa vitanlega í beinu sambandi hvort við annað. Ár- ið 1924 lækkuðu iðgjöld í Sví- þjóð nokkuð, en það var vitan- lega vegna ýmissa bætra að- stæðna en ekki að það liafi nein veruleg áhrif á bónusinn. Bónusinn fer hækkandi árlega frá því liann hefst er hjer birtur og meðaltals ársbónus fjelagsins frá stofnun þess til 1920, á ýmsum tímabilum, vax- andi með aldrinum. Jeg legg áherslu á, að það er aðeins ársbónus, en ekki samanlögð % tal af fleiri árum. Tölurnar eru þessar: Teknar á árinu 1910—19 ■ 1900-09 » 1890-99 ■ 1880-89 * 1873—79 sem sagt, mtira en fritt iðgjald af elstu tryggingunum. Við þetta skal bæta að bónus, sem reikn- aður er eftir 1924 hefir þegar frá því í fyrsta skifti numið um 15% ársiðgjalds, en það er um það bil það sama og byrjunar- bónus af tryggingum var áður en iðgjöldin lækkuðu, sem sagt 12—18%. Þar sem umboðsmenn eru meðaltal 36°/o af ársiögjaldi 56°/o ■ 72°/o - 84°/o ■ 107°/o - ekki fyrir, ráðum við umboðs- menn. Eru menn því beðnir að skrifa okkur. Að endingu: Gleðileg jól og farsælt nýár, þökk fyrir liðin ár. Cai l D. Tulinius & Co. Ins. Það er gott og það er holt, að drekka bolla af ofangreindum súkkulaði- tegundum, sem eru búnar til úr kraftmiklum cacao-baunum, og drykkurinn því mjög styrkj- andi og nærandi. Þessar súkkulaðitegundir eru best þektar og mest notaðar um land alt, enda er verð og gæði sett við allra hæfi. Muniðl ÞAÐ BESTA ER ALDREI OF GOTT. Ritfregn. A. E. Brachvogel: Parcival. Síðasti musterisriddarinn. Síð- ara bindi. Fyrra bindi bókar þessarar kom út á síðastliðnum vetri. Þýðandinn er sr. Friðrik Rafnar. Bókaútgáfan „Norðri“ á Akureyri gefur bókina út. Þetta er söguleg skáldsaga. Ger- ist hún á fyrstu árum 14. aldar, og segir frá ýmsum viðburðuin, er gerðust undjr lok krossferðanna. Hinn sögulegi höfuðkjarni er afnám og eyðing Musterisriddarareglunnar af hendi Klemensar páfa V. og Fil- ippusar Frakkakonungs „hins fríða“. Frœðibækur í mannkynssögu segja frá því hermdarverki á þessa leið i aðalatriðum: „Riddararegla þessi átti liöfuðað- setur í Parísarborg. Hún var auðug mjög, átti eignir viða um lönd, og naut ýmissa sjerrjettinda, var t. d. óháð veraldlegum stjórnarvöldum landanna. Fiiippus konungur var mjög fjárþurfi,, og ljek honum þvi hugur á að ná undir sig eignum reglunnar. Konungur vissi um ýms- ar hneykslissögur, sem gengu með- al alþýðu um riddara þessa fjelags- skapar. Þeir áttu að vera blendnir í trúnni, hneigjast að Múhameðs- trú og jafnvel skurðgoðadýrkun. Þeir, sem i regluna gengu, áttu að svívirða Krist og krossinn, en falla fram fyrir skurðgoði, er nefnt var „Baphomet“. Einnig voru sagðar hroðasögur um ofdrykkju þeirra og annan ólifnað. Vafalaust hefir Filippus konungur vitað, að sögur þessar voru að mestu leyti illgirn- islegur uppspuni og álygar manna, sem öfunduðust yfir auðsæld regl- unnar. En konungur notaði þessar upplognu sakargiftir sem ákæruefni. Árið 1307 ljet han taka höndum alla musterisriddara, er þá vora staddir í Frakklandi, og varpa þeim i fangelsi. Gaf hann jafnframt út ákæruskjal um 'vantrú þeirra og svívirðilegan ólifnað. En um sömu mundir hafði stórmeistari reglunn- ar, Jakob de Molay, beðið Iilemenz páfa að láta fara fram ýtarlega rannsókn, svo að kveða mætti niður allan upploginn óhróður um regl- una. En konungur beitti páfa slíku ofbeldi í málinu, að hann fekk ekki rönd við reist. Loks neyddi konungur Páfa til að slíta hinu auð- uga riddarafjelagi, leysa það upp „vegna almennings heilla“. Að vísu vildi páfi að eigur íjelagsins gengi til annarrar kristinnar riddara- reglu, Jóhannesarriddaranna. En Filippus konungur var ekki seinn á sjer að slá eign sinni á allar eigur reglunnar i Frakklandi, ljet síðan taka höndum stórmeistarann, Jakob de Molay, og helstu reglubræður hans, neyða þá með ógnunum og kvalatækjum til að játa á sig ýmsar lognar sakir, og síðan brenna þá á báli árið 1314“. Skáldsaga Brachvogels er bygð ut- an um þessa viðburði, og nokkra aðra, er mannkynssagan greinir frá, t. d. orustuna við Bannockburn á Skotlandi. Hún sýnir döklcar mynd- ir af afleiðingum ágirndar, lasta og svívirðilegra svilta. En um fram alt sýnir liún sigur hins góða, sigur drengskapar, trúmensku, sannleiks- ástar og hugprýði að lokum. Par- cival, „siðasti musterisriddarinn“, rekur trúlega erindi sinna ofsóttu, smánuðu og drepnu reglubræðra, og lýkur þvi með heiðri og sóina. Og laun hans eru ástir hinnar ynd- islegu Ariönu, sem hann hefir tek- ið að sjer, verndað og vakað yfir með hreinu lijarta, samkvæmt lof- orði þvi er hann hafði gefið. Parcival er fögur og glæsileg í- mynd alls þess, er sannan karlmann og góðan dreng má prýða. Hann er hið ytra skrautbúinn, ættgöfugur riddari. En fegursta skart hans eru hinar „fornu dygðir“, sem heita drottinhollusta, trygð og hugprýði, þessar „fornu dygðir“, sem aldrei eldast í heimi siðaðra manna. „Parcival“ er hin indælasta ung- lingabók, sem jeg get hugsað mjer: Heilbrigðum, óspiltum, röskum og skynsömum drengjum hlýtur að vera sönn nautn að lesa slíka bók, hrífast af hinum áhrifamiklu við- burðum, læra að elska og innræta sjer drengskapinn og dygðirnar, sem helstu persónurnar sýna í lííi sínu og verkum, og læra um leið að hafa megnustu andstygð á lygi, falsi, svikum, bleyðimennsku og ó- drengskap. Jeg endurtek það, sem jeg liefi áður sagt um „Parcival“, að fáar eru þær bækur, sem jeg vil heldur fá syni minum i heiidur, þegar hann fer að lesa bækur. Því skal útgáfufjclagiö „Norðri“ hafa þökk fyrir það, að koma þess- ari góðu, heilnæmu bók á íslensku, svo að sem flestir geli hagnýtt sjer þá liollu lærdóma sem hún flytur í skemtilegu og hrífandi söguformi. Á. S. Nærföt í miklu úrvali. Aðal áliersla lögð á að snið og efni samsvari nýtísltu kjólunum. Þær sem brúka undirföt úr „Smart“ eru vel klæddar. Hentugar jólagjafir. Ef þjer hafið ekki mál af vinkonunni, gefið þá gjafakort. S M A R T Kirkjustræti 8 B Sími 1927 } ©©©©©©©©©©©©©©©@@©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©»©©5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.