Fálkinn - 16.02.1935, Page 3
F Á L K I N N
ú
Nýr íslenskur iðnaður.
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM.
Ritstjórar:
Vilh. Finsen og Skúli Skúlason.
Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested.
Aðalskrifstofa:
BanKastræti 3, Reykjavik. Sími 2210.
Opin virka daga kl. 10—12 og 1—(3.
Skrifstofa l Oslo:
Anton Schjöthsgade 14.
Blaðið kemur út hvern laugardag.
Askriftarverð er kr. 1.50 á mánuði;
kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg.
Erlendis 24 kr.
Allar áskriftanir greiðist fyrirfram.
Auglfisinf/averfí: 20 aura millimeter
Rerbertsprent, Bankastræti 3.
Skraddaraþaakar.
í gær. I.
Jeg er gærdagurinn og jeg hefi
yfirgefið þig fyrir fult og alt. Jeg
er siðastur í langri röð af dögum,
sem liggja að baki þjer, sem hverfa
frá þjer, inn í þokuna og hið
ókunna, og drukna að lokum í hafi
gleymskunnar.
Ilver um sig al' okkur hel'ir hafl
sína byrði, sigurhrós, ósigur, hlát-
ur og gremju. Við berum byrðar
þínar á'burt frá þjer, inn í gleymsk-
una.
En þegar við förum skiljum við
ýmislegt eftir i undirvitund þinni.
Við fyllum kjallara sálar þinnar.
Jeg fer burt en er þó jafnan hjá
þjer. Einu sinni var jeg kallaður á
morgun og var h.reinn eins og jóm-
frú. Svo varð jeg brúður þín og
var kölluð í dag, nú er jeg i gær,
og ber eilíf merki eftir faðmlög
þín.
Jeg er eitt blaðið i bók, sem
altaf er að stækka og það eru mörg
óskrifuð blöð, sem eiga eftir að
koma í bókina. Og sá tími mun
koma, að ])ú lest alla bókina og
lærir að þekkja sjálfan þig, eins og
þú ert.
Jeg er fölur, af því að jeg á enga
von. Aðeins endurminningu.
Jeg er rikur, af því að jeg hefi
visku.
Jeg ól þjer barn og fjekk þjer
það. Barnið heitir reynsla.
Þjer þykir ekki gaman að skoða
mig. Jeg er ekki fallegur. Jeg er
höfðinglegur, afdrifaríkur og al-
varlegur.
Þú kant ekki við röddina mína.
Hún skjallar þig ekki og' fer í bága
við óskir þinar. Hún er köld, ró-
leg og varkár.
Jeg er í gær og þó sá sami sem
í ilag og eilíflega. Því a.ð jeg er þú
og enginn getur flúið sjálfan sig.
Við bókarblöðin erum að ræða
um þig. Sum okkar bera merki
grimdar þinnar, önnur örvæntandi
vegna skítmensku þinnar en svo
eru enn önnnur sem geyma fegurð
eftir mannkosti þina.
Við elskum þig ekkil Við dæm-
um þig ekki! Við höturn þig ekki !
Við liöfum ekkert umburðarlyndi.
Það hefir dagurinn í dag. Við gef-
um þjer ekki undir fótinn. Það
gerir dagurinn á morgun.
Frank Crane.
Sje það rjettmæli, að vjer íslend-
ingar nú á dögum höfum af littu
að státa, hvað verksmiðjuiðnað
snertir, þá er hitt að minsta kosti
engu siður satt, að kynslóðin næsta
á undan hinni núverandi hafi ekk-
ert haft að hrósa sjer af í þeirri
grein. Þó verksmiðjuiðnaður vor
sje smávaxinn, hefir honum engu
að síður fleygt fram á fám árum
og á eftir að gera betur bráðum.
Má það vera öllum góðum íslend-
ingum fagnaðarefni, hvenær sem
ný iðngrein flytst inn í landið, að
einhverju eða öilu leyti. Hjer skai
þeirrar nýjustu lítillega minst.
H.F. HAMPIÐJAN
heitir fjelag, sem stofnað var hjer
í Reykjavík á síðastliðnu ári. Nafn-
ið gefur nokkuð til kynna starfs-
svið þess, en það er að framleiða
hjer vörpugarn og bindigarn handa
útgerð landsmanna, en hingað til
hafa farið stórupphæðir út úr
landinu á hverju ári fyrir þessar
tvær tegundir af útgerðarvörum. í
fjelaginu eru alls tólf menn og i
stjórn þess eru Guðmundur S. Guð-
mundsson, formaður, og jafnframt
framkvæmdastjóri, Guðmann Hró-
bjarlsson og Bergþór Teitsson.
Varamaður í stjórninni er Jón Guð-
laugsson, sem einnig er verkstjóri
í verksmiðjunni. Hefir hann áður
dvalið um liríð i Canada, en ann-
ars hafa þeir Guðmundur báðir
unnið alllengi í vjelsmiðjunni
Hjeðni, og var Guðmundur þar
verkstjóri nokkur ár.
Verksmiðjuhúsið er all-reisuleg
bygging, einlyft og með risi, og
stendur inni í Rauðarárholti skamt
frá Málleysingjaskólanum. Gólfflöt-
urinn er 450 fermetrar. Vitanlega
taka vjelarnar þarna mest rúmið,
en niðri í húsinu er þú einnig hra-
efnageymsla, skrifstofur, þvottaher-
bergi og þh. og uppi yfir þeím
enda hússins eru geymslur fyrir
franileiðsluna. Þarna vinna auk
forstjóra og verkstjóra, 1 piltur og
7 stúlkur.
Vörpugarnið er unnið úr Manila-
hampi en bindigarnið úr svokölluð-
um Sisalhampi, sem vex i Austur-
Afríku.
Vjelarnar eru þarna bæði marg-
brotnar og mikilvirkar. Til dæmis
er hampurinn vættur í olíu og
kembdur átta sinnum áður en hann
er spunninn. Er talið, að þræðirnir
í hampinum sjeu lagðir saman og
dregnir út á víxl 440.000 siiinum.
í spunavjelinni eru 18 snældur, sem
snúast 2300 snúninga á mínútu. Þá
taka við aðrar vjelar, sem snúa
garnið — þrí- eða fjórþætt, eftir
því, sem við á. Síðan fer garnið
gegn um vjel, sem sker af þvi alla
ló og loks tekur sú síðasta við,
sem vindur það í hnotir.
Verksmiðjan telur sig geta fram-
leitt um hálfa smálest af vörpú-
garni og bindigarni á dag. Hefir
styrkleiki garnsins verið prófaður
og er það talið fullkomlega sam-
kepnisfært við erlent garn af bestu
tegundum.
Ekki er vafi á því, að hjer er
um stórmerka nýung að ræða í
iðnaði okkar íslendinga. Allir vita,
að mestur hluti verðs á mörgum
vörutegundum liggur i vinnunni en
ekki efninu, sem i þær fer, og er
því ekki ónýtt í atvinnuleysinu að
fá sem flesta vinnu inn í landið.
Hráefnin til þessarar iðju munu
auk þess að mestu keypt af þeim
þjóðum, sem mest kaupa af oss í
Suðurlöndum, og fer vel á því að
vörukaup frá þeim aukist. Er von-
andi, að fyrirtæki þetta beri gæfu
til að framleiða góða og samkepnis-
færa vöru og landsmenn til að
kaupa hana.
Aldaraímæli.
Hinn 9. þ. m. voru liðin 100 ár
frá fæðingu frú Augustu Svendsen,
fyrstu konu, sem stofnað hefir og
rekið verzlun hjer á landi. Árið
1888 setti hún á stofn hjer í Reykja-
vík, verslun þá, sem enn ber nafn
hennar og nú lengi hefir verið til
húsa i Aðalstræti 12.
Sjera Arnór Árnason í Hvammi
verðar 75 ára í dag.
Franz Hákansson varð 55 ára
13. þ. m.
Gleraugnabúðin á Lauga-
veg 2 selur lindarpenna með
fullri ábyrgð. Nafn grafið ó-
keypis á. Ný tegund af skrúf-
blýöntum komin. Skoðið þá
Lindarpennar teknir til viðgerð-
ar á
Laugaveg 2.