Fálkinn


Fálkinn - 01.08.1936, Blaðsíða 4

Fálkinn - 01.08.1936, Blaðsíða 4
4 F Á L Iv I N N Geysir í Haukadal. ii. Um sögu Geysis í Haukadal hafa menn næsta litlar heimild- ir frá fyrri öldum. ÞaÖ er til marks um fullkomiö afskifta- leysi sagnaritara um fágæt nátt- úrufyrirhrigði, að faðir ís- lenskrar sagnaritunar, Ari fróði, sem elst upp með hverina við Geysi fyrir augunum á sjer, minnist aldrei á liann og sama er að segja, um aðra fræðimenn af ætt Haukdæla. Geysis sjest livergl getið fyr en seint á öld- um. En í annálum er þess getið, að við Heklugosið 1294 liafi komið upp hverir miklir undir Eyjarfjalli, sem vafalaust er hið sama og. núverandi Laugarfell. Vitalega er ekki svo a§ skilja, að þarna liafa ekki verið hverir áður. Geysir er eflaust miklu meira en 6—700 ára gamall og í hlíðinni fyrir ofan Geysi eru afarmiklar menjar eftir livera- stöðvar, rauðbrendur leir og þykk lög af einkennilegu hvera- Iirúðri, þar sem nú finst enginn hitavottur í jörðinni. En vitan- lega hafa breytingar miklar orð- ið á Geysishverunum við Ileklu- gosið 1294 og þeir máske vakn- að til nýs lífs, eins og að jafn- aði verður við eldgos og jarð- skjálfta þá, sem þeim fylgja. Ekkert er þess getið i annáln- um, að goshver sje undir Eyja- felli. Brynjólfur biskup Sveins- son minnist fyrstur á gosliver í Haukadal á 17. öld. I tíð hans komu' upp nýir hverir í Hauka- dal, 1630, og þá fóru að gjósa hverir, sem legið liöfðu niðri í 40 ára og gusu. ákaflega. Þá er sagt að í jarðskjálftanum 1784 hafi myndast 32 ný hveraaugu við Geysi en hurfu aftur mörg þeirra. Árið 1789 urðu miklar breytingar á hverunum og þá fór Strokkur að gjósa og gaus jafnan við og við til 1896, er hann liætti við jarðskjálftana sem þá urðu. Þorvaldur Thoroddsen telur liklegt, að Geysir háfi verið fremur atliafnalítil sem goshver fram að 1630, og þessvegna muni lians svo lítið getið fram að þeim tíma. Þó eru ekki til nema fáar nokkurnveginn ít- arlegar lýsingar á Geysi frá tímabilinu síðan. í lýsingu Ár- nessýlu, sem Brynjólfur Sig- urðsson sýslumaður hefir sam- iö 1746, segir svo um Geysi: „Framhjá honum ríða menn al- faraveg yfir lágan og flatan klett, í klettinum er kringlótt ker eða skál, hjerumhil 5 faðm- ar að þvermáli. Þeir sein næst búa, veita eftirtekt gosum liversins, þyti og óróa; þegar húast má við stormi og regni, skýtur hann þokunni, sem stundum er hlönduð rauðum eldi, svo hátt í loft upp, að þeim sem næst standa, sýnist hún ná alveg upp í skýin; aftur á móti þeytisl vatnið ekki eins hótt upp eins og gufan, en þó hærra en nokkur turn i Kaup- mannahöfn. Vanalega spýr Geysir á hverjum degi, ákafast á morgnana kl. 9, minna kl. 2—3 e. m. og á kvöldin 9—10. Stundum er Geysir kyr og sýð- ur niðri í klettinum, en kasti menn einhverju i liann, þá spýr hann því upp“. Af þessari lýsingu má ráða, að Geysir liafi verið í miklu fjöri fyrri hluta 18. aldar. Sveinn Pálsson lýsir Geysi ít- arlega í lok 18. aldar. Var hann sladdur þar 10. júlí 1793 og' í dagbók sinni getur hann lians ítarlega. Ilann segir einnig frá því, að Strokkur hafi gosið mik- ið til 1708, er hann var fyllur með stórgrýti, svo að liann skemdi ekki vallarspildu fyrir bóndanum á Laug. Ilann tilfær- ii söguna en efast um að hún sje sönn. En fjórum árum áður en Sveinn var þarna staddur liafði Strokkur byrjað á ný og lvsir Sveinn honum mjög itar- lega og finst auðsjáanlega ekki minna til um hann en Geysi sjálfan. Enda hefir Strokkur ekki ver- ið neinn smáræðisgoshver i þá daga. Þegar Sveinn dvaldi þar, 1793 mælist honum að hverinn hafi gosið 56 metra, og segir að sumar gusurnar hafi verið kald- ar.Árið 1809 gýs hann 45—50 metra og 1815 telur Ebeneser Henderson að hann liafi gosið yfir 60 metra, eða eiúfc og Geysir gýs best nú. En um 1830 fer að draga af honum og fara litlar sögur af honum eftir það; er það mál manna að hann hafi verið skemdur með því að kasta í hann grjóti og torfi, og enn liefir runnið i hann aur, með vatni úr Fötu og Blesa, sem liggja fyrir ofan liann í hæðinni. Lá liann alveg niðri frá jarðskjálflunum 1896 þang- að til konungskomusumarið 1907, er hann gaus öllum á cvænl fyrir gestina. 1 fyrrasum- ar var hann látinn gjósa, með því að dæla vatni úr skálinni til þess að ljetta á honum. En síðan liggur hann í sömu stell- ingum og áður, með vatnið um 1 m. neðar en gígsbrúnin, og hefst ekki að. En svo að aftur sje vikið að Geysi, þá er það fyrst fyrir að að lýsa honum nokkuð. Þegar komið er austur hverasvæðið blasið við eilítið til vinstri keilumynduð lóg hunga, grá á litinn af hverabrúðri. Bunga þessi er um 6 metrar á hæð vfir umhverfið og um 60 melrar i þvermál. Hallar bungunni mest til norðurs og er þar á henni há brík í hrúðrinu, mynduð af rensli vatns milli Laugarfells- hlíðar og hversins. Svipar skál- inni mjög til hraundvngju og þegar upp á brúnina kemur sjer ofan i skálina sem jafnaðar- lega er full af vatni milli gosa. Skálin sjálf er rúmir 18 metrar i þvermál milli harma og dýpl- in um 2 metrar niður á brún gígsins. Hann er eins og stór hrunnur í lögun og um þrír rnetrar í þvermál að ofanverðu, en dregst talsvert saman er neðar dregur. Er hann rúmlega 20 metra djúpur niður í botn, en þar liggja að lionum mjóar æðar, sem valn og gufur safn- ast gegnum inn i gíginn. Ilann tæmist eftir livert fullkomið gos, en smámsaman fyllist liann af vatni aftur. Meðan gígurinn er að fyllaíst sýður og bullar í lionum, en eftir að vatnið fer að breiðast út í skálinni kemur meiri værð á það. Á vatnsborð- inu má að visu greina, að vatn streymir í sífellu upp i skálina neðan úr gignum og myndar þar iður, eins og á lygnu straumvatni, mismunandi greinilegar eftir þvi, hve hver- inn er heitur. Þegar Friðrik áttundi kom að Geysi 1907 var viðbúnaður mik- ill hafður til ]æss að láta liann gjósa. M. a. hafði verið múrað i ýms skörð á skálarbrúninni lil þess að hækka vatnsborðið, því að það var spá manna, að gosin yrðu því fegurri, sem vatnið væri hærra í skálinni. En reynslan varð önnur. Það l'ór að draga af Gevsi, gosin bæði sjaldgæfari og verri en áður, þó að Geysir gvsi stund- um vel, t. d. 1907, þegar 150 pund af sápu voru sett i haiiii, er hann átti að gjósa fyrir kon- unginn. Og órið 1916 er talið að hann hafi gosið í síðasla sinn fyrir svefninn, er hann vaknaði af í fyrra. Þeir sem áltu frumkvæðið að henni fóru i öfuga átt við það, sem gert hafði verið 1907. Þeir lækkuðu vatnið i skálinni í stað þess að hækka það. Hjuggu skarð í skálarbarminn, svo að valnsborðið lækkaði um 80 cm. Það dugði og Geysir tók til ó- spiltra málanna. Því miður hef- ir ekki verið lialdin greinileg •skrá um, hve oft hann hefir gosið síðan, minni og stærri gosum. En þau eru orðin mörg á þessu eina ári. En Geysir er ekki altaf við eina fjölina feldur. Hann bregst stundum alveg, jiegar mikið þykir við liggja. Ráðið, sem helst er notað til ]ies að tryggja, að hann gjósi á „rjettum tíma“ er það, að fylla upp i skálar- rennuna, svo að skálin fyllist upp á barma. Er þetta gerl til Jiess að liverinn gjósi ekki fyr, en óskað er. En stundum kemur þó fyrir, að þetta ráð dugir « ekki, eða að liann gýs hvað eltir annað meðan skálin er a'ð fvllast. En þegar skálin hef- ir náð að fyllast alveg, má að venju gera ráð fyrir að hann gjósi. Þegar þeir, sem hafa „pantað gos“ eru komnir ó stað- inn, er stíflan tekin úr skálinni. Að jafnaði tekur það tíu mín- útur að láta vatnið renna burt, þangað til skálin er orðin hálfv Þá fer vatnið að hitna, þangað til það er orðið 84—86 stig á yf- irborðinu og tekur ]iað mismun- andi langan tíma eftir því hve heitt er í veðri. Þegar skýjað er og molluhiti, er hann oftast nær fljótastur til, og gýs þá gjarn- an sápulaust. En annars er að jafnaði setl sápa í hann rjett eftir að lækkað hefir verið í skálinni og tekur hverinn þá stundum að gjósa undir eins og sápan er bráðin eða jafnvel fvr,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.