Fálkinn


Fálkinn - 10.10.1936, Blaðsíða 4

Fálkinn - 10.10.1936, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N Borgarastyrjöldin á Spáni. Núlifandi kynslóð er orðin ýmsu vön af styrjaldartagi. í siðasta ald- arfjórðund má lieita að samfeld styrjöld hafi staðið i heiminum og það er fjarri þvi, að nokkurt lát virðist vera á vitfirringunni. Balk- anstyrjaldirnar hófust 1912, heims- slyrjöldin 1914 og lauk 1918, næstu ár börðust Tyrkir og Grikkir til 1924 en þá varð hvíld um sinn, vegna þess að ófriðarvargarnir máttu til að hvila sig. 1 fyrra ræðst Mussolini á Abessiníunienn og leggur undir sig land þeirra. — Og samtímis öllum þessiun viðburðum hefir látlaus ó- friður staðið austur í Asíu, einkum innanlandsstyrjöldin í Kína og síðan ófriðurinn milli Kinverja og Japana. Stjórnarbyltingar þær, sem orðið hafa í Evrópu síðan heimsstyrjöld- ina liafa kostað tiltölulega litlar blóðsúthellingar. Rússneska bylting- in kostaði fá mannslíf á vígvelli þó að liún kostaði margar aftökur, ítalska byltingin varð nær blóðsút- hellingarlaus og eins sú þýska. En mörg mannslif hafa þessar bylting- ar kostað, þegar einræðisherrarnir liafa verið að kefja uppreisnartilraun- irnar í löndum sínum. Byltingin á Spáni liefir sjerstöðu að þessu leyti. Þar hafa báðir flokk- arnir verið um það bil jafnokar og enn verður ekki sjeð livorir liafa muni, þó ýmislegt bendi á, að upp- reisnarmenn muni bera hærri lilut að lokum. Þessvegna hefir þessi borg- arastyrjöld orðið sú blóðugasta, sem háð hefir verið í Evrópu á þessari ökl. Og hún liefir sannað það, sem sagt er um borgarastyrjaldir, að hvergi birtist heiptaræðið jafn ber- lega og þar. Frá síðustu heimsstyrj- öld er varla að finna frásagnir um annað eins grimdaræði og fram hefir komið í liinum spönsku bræðravíg- um. Styrjöldin á Spáni liefir nú staðið nærfelt þrjá mánuði. En því er spáð, að hún geti tæplega staðið nema mánuð enn, og flestir eru farnir að hallast að því, að uppreisnarmenn muni sigra, enda er aðstaða þeirra að mörgu leyti betri en hinna. Fyrst og fremst er það meiri hluti hersins sem stendur að uppreisninni, og ráðamenn lians hafa auðsjáanlega búið sig vel undir hernaðinn, m. a. með því að draga að sjer hergögn. Það er talið að uppreisnarmenn hafi t. d. miklu meira af skotfærum en stjórnarherinn. Auk þess kann stjórn- arherinn miklu minna til hernaðar. Mestur hluti hans er óæfður — lið sem kvatt var undir vopn eða fengin vopn í hendur, án þess að skipulagi væri komið á sveitirnar. Menn víta næsta lítið um herafla liinna andvígu flokka. Engar skýrslur hafa verið gerðar um hann. Og menn vita jafnlítið um hergagnaeign að- iljanna. En tölurnar sem nefndar eru, þykja mjög lágar. Uppreisnar- flokkur liefir kjarna spánska hersins, ennfremur innfætt lið frá Marokkó og spönsku gestasveitirnar frá Mar- okkó og flestallir lærðir liðsforingi- ar úr spánska hernum gengu í lið með uppreisnarmönnum. Flotinn og flugherinn skiftast nokkurnveginn jafnt milli andstæðinganna, en helstu flotastöðvar Spánar, Ferrol, Cadix og Cartagena eru í höndum upp- reisnarmanna. Stjórnarflokkurinn hef- ir yfirhöndina við austanverðan Spán, með borgunum Barcelona ogValencia, en þennan flota vantar tilfinnanlega yfirmenn og hann hefir ekki verið þess megnugur að stöðva herflutn- inga uppreisnarmanna yfir sundið frá Marokkó, en þaðan liafa þeir fengið mikið lið. í hersveitum Madridstjórnarinnar er einkum landvarnarlið. Stjórnin' neyddist til þess í upphafi borgar- styrjaldarinnar að fá öllum vopn, sem veita vildu stjórninni lið, en á þann hátt fengu margir vopn, sem ekki kunna með þau að fara. Það er því margur misjafn sauður istjórnarhern- um og það sem verst er: foringjana vantar til þess að stjórna þessum óvönu mönnum. Herinn vantar bæði foringja og skipulag og því hefir hann ekki geta gert þá skipulögðu sókn, sem nauðsynleg var til þess að lcefja uppreisnina. Enda lýsa frjett- irnar frá Spáni því, að styrjöldin líkist meira flokkavígum en hernaði. Eins og kunnugt er breyttu Spán- verjar um stjórn í byrjun september — Nýja stjórnin varð enn róttækari en áður og foringi hennar tók að sjer stjórn hersins. Að því er sagt er vakti þetta ánægju meðal stjórn- arsinna en mjög er efasamt, hvort skiftin koma að gagni. Það hefir eig- inlega ekki hallað að marki á stjórn- ina fyr en í lífstið nýju stjórnar- innar. Það sem sameiginlegt er með báð- uin aðilum er grimdin og hugrekkið. Menn vaða út í opinn dauðann, eins og ekkert sje um að vera. Það er gömul saga, að Spánverjar sjeu blóð- lieitir menn, og hún hefir sannast í borgarastyrjöldinni. óttinn við dauð- ann virðist vera svo óþekt kend hjá Spánverjum í þessari styrjöld, að jafnað er til framkomu Japana í ó- friðnuin við Rússa 1905. Þegar þetta er ritað hafa uppreisn- armenn vesturliluta landsins að mestu leyti á valdi sínu, en stjórnin aust- urhlutann og Baskalöndin við Bis- cayaflóa með borgunum Oviedo, Bil- bao og Santander. Lengst austur á bóginn hafa uppreistarmenn komist hjá Saragossa en stjórnin heldur enn spildunni umliverfis Madrid, þó að uppreisnarmenn sjeu komnir í aðeins 30 kílómetra fjarlægð frá borginni á þrjá vegu. Og umhverfis Madríd eru vitanlega aðal vígstöðv- arnar. Norðan borgarinnar er upp- reisnarherinn undir forustu Mola hershöfðingja í Guadarramafjöllum og hefir herinn á valdi sínu öll fjalla- skörðin, svo að Madridbúum er eng- in leið opin til norðurs. Að vestan og suðvestan hafa uppreisnarmenn komist næst borginni. Þegar þeir náðu bænum Badajoz var komið sam- band milli norðurliers Mola og suð- urhers Franco’s og þeir liöfðu náð undir sig allri Estramadura, þrengdi mjög að stjórnarhernum og hafa upp- reisnarmenn gert honum margar skrá- veifur síðan. Sóttu þeir austur Tajo- dalinn og hafa nú tekið borgina Toledo, aðeins 60 km. suður af Madrid og sækja áfram austur að bænum Aranjuez en um þá borg liggja járnbrautirnar frá aðalborgum stjórnarinnar við Miðjarðarhaf, Ali- cante og Valencia. Áður hafa upp- reisnarmenn náð á silt vald járn- brautinni milli Madrid og Barcelona, brautin frá Aranjues er því síðasta aðal-æðin, sem höfuðborgin hefir opna til sjávar. Tilgangur uppreisnarmanna er sá að mynda hring utan um Madríd og svelta borgarbúa inni. Og stjórnin gerir auðsjáanlega ráð fyrir þessu, þvi að hún hefir þegar viðað að sjer \ istum í stórum stíl og eins her- gögnum. Því er spáð, að umsátin uin Madrid geti ekki orðið löng. En þar verður úrslitabarátta hinnar blóðugu slyrjaldar. Því að viðureignirnar, sem hafa orðið í Norðurspáni og svo mikið liefir verið talað um hafa eigi nærri eins mikla þýðingu. að virðist svo sem uppreisnarmönnum hafi verið mikð í mun, að ná landinu upp að landamærum Frakklands og það hef- ir þeim tekist að vestanverðu, eftir að þeir náðu Irun og San Sebastian á sitt vald. En að austanverðu liggja lönd stjórnarinnar að Frakklandi. Þó að margt hafi gerst blóðugt i borgarastyrjöldinni á Spáni hefir ekkert þó vakið eins mikla atliygli eins og banáttan uin Alcazar-vigið i Toledo, og verður vörn mannanna i víginu lengi liöfð í minnum, því að liún er efni i mikla hetjusögu. Alcazar er eitt elsta og rammbyggi- legasta vígi á Spáni, og stendur við Toledoborg. Er það á granitliömrum miklum. Borgin Toledo er æfagömul og búa þar um 25.000 manns og þar er aðsetur æðsta kirkjuhöfðingja Spánar. Stendur borgin við ána Tajo. Þarna settu Rómverjar upp vígi mik- ið, er lijeraðið Toledo (Toletum) var á þeirra valdi og þar liöfðu Gotar stjórnarsetur er þeir flæddu yfir land ið. Á tímum Mára var Toledofylki konungsriki fyrir sig og siðar varð borgin höfuðborg Nýju Kastilíu. Er borgin því fornleg mjög og ægir sam- an margskonar byggingarlist. Eitt borgarliliðið er í arabiskum stíl og bygt um 1100, þar er dómkirkja í gotneskum stil, bygð 1227 og fleiri merkar byggingar. En merkasta bygg- ingin í Toledo er tvímælalaust Alcaz- arhöllin. Var hún bygð á þrettándú öld en sjálf höllin brann fyrir fimtíu árum. En eftir stóðu liin miklu hall- arvígi, sem sumpart voru ennþá eldri en höllin. í Alcazarvíginu höfðust við yfir liúsund manns. Þeir liöfðu gengið í lið með uppreisnarmönnum undir eins í byrjun borgarastyrja'darinnar og höfðu gnægðir af skotfarum og matvælum. Líklega hefir enginn Stjórnarhermaður, sem hefir verið handtekinn af uppreisnarmönnum, er fluttur í fangabúðirnar af einum hermanna Mola-hersins. þeirra sem í víginu voru, þó búisl við því, að þeir mundu verða að verjast þar jafn lengi og raun varð á. Það urðu sjötíu dagar, sem upp- reisnarmenn urðu að verjast þarna þangað til þeim kom lijálpin. f víg- inu voru auk hermannanna konur þeirra og börn þeirra. Hvað eftir annað bauð stjórnar- lierinn fólkinu í víginu grið, ef það vildi gefast upp, en öll þau tilboð voru virt að vettugi. Einnig var boð- ið að sleppa þaðan konum og börn- um, en því var neitað. Vigið sjálft þótti óvinnandi nema á þann hátt að grafa jarðgöng undir bergið og sprengja vígið í loft upp. Var öllum viðbúnaði til þessa lokið um miðjan september og uppreisnarmönnum þá liótað enn á ný, að sprengja upp vígi4 ef þeir gæfust ekki upp. En þvi var neitað. Herinn í víginu von- aði til síðustu stundar, að fylgismenn þeirra mundu koma og bjarga þeim. Klukkan sjö að morgni þess 18. september var svo kveikt i sprengi- efninu. Voru það fimm smálestir af dynamiti, sein kveikt var í. Urðu á- hrifin ægileg, en þó fjell ekki sjálft vígið. Einn hornturn þess hrundi að vísu og hermannaskálinn skemdist mikið, en sjálft vígið stóð. Margra kílómetra hár mökkur stóð upp af víginu og grjótinu rigndi langar leið- ir. Vitanlega fórst þarna fjöldi af fólki. En vígið var ekki unnið fyrir því. Þegar lið stjórnarinnar ætlaðiinn í vígið, var því ,svarað með ákafri vjelbyssuskothríð úr hermannaskál- anum og víginu og varð það frá að hverfa, eftir mikið mannfall. Og nú hafa uppreisnarmenn náð sambandi við Alcazar, og frelsað hina hraustu verjendur vígisins. Jafnvel andstæðingar þeirra láta í ljósi aðdáun sína yfir þeim, „þó að þeir sjeu föðurlandssvikarar og ó- bótamenn" á þeirra máli. Flugið tekur allstaðar framförum nema lijer, en þó eru Amerikumenn á undan flestum í notkun þess. Eða livað segja menn um svona auglýs- ingu, sem sjá liefir mátt undanfarið i Bandaríkjablöðunum: — „Fyrir 75 dollara flyljum við yður í flugvjel frá San Francisco til Reno og aftur til baka. Farseðillinn er handa tveim- ur og er innifalið í honum vígslu- vottorð, prestur, brúðkaupsveisla (handa tveimur) tvöfalt herbergi í gistihúsinu Hotel Riverside og morg- unverður og heimflutningur daginn eftir“. (Reno er frægur staður fyrir það, að þar geta þeir fengið giftingu, sem eru nýskildir við maka sinn og vilja flýta sjer í hjónabandið eftur). Alcazar-vígið við Toledo.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.