Fálkinn - 10.10.1936, Page 5
F Á L K I N N
5
ALF DUE:
BOÐ FRA SYNI
Dr. Lacombe sat við skrifborðið
sitt í. yfirlæknisstofunni á sjúkrahús-
inu og var að raða brjefunum, sem
komið höfðu um morguninn. En
systir Angelique var eitthvað að sýsla
við stóra borðið, þar sem rann-
sóknaglösin stóðu i löngum röðum.
Dr. Lacombe virtist blíðlega andlitið
hennar vera svo fölt og alvarlegt i
dag.
— Er nokkuð nýtt að frjetta í dag,
systir? spurði hann.
— Ekki neitt sjerstakt, herra lækn-
ir, svaraði hún. — Nr. 43 var mcð
dálitið meiri hita í morgun, nr. 12
dó í nótt — eins og við bjuggumst
við.
— Já, það var vonlausl um hann
—- alveg merkilegt hvað hann tórði
lengi. En hvernig líður honum,
gamla Tjekkanum, Novotny, uppá-
haldinu yðar?
Systir Angelique starði út í blá-
inn og hætti að þurka rannsóknar-
glasið. — Það fer að verða hver sið-
astur hjá honum. Ömurleg forlög.
-— Svo? Hefir hann sagt yður
eitthvað?
—- Ekki beinlínis, herra læknir. En
maður verður ýmislegs var.
— Jú, auðvitað. Jeg vona að jeg
fái tækifæri til þess lika.
Systir Angelique horfði spyrjandi
á læknirinn. Hann hjelt áfram og
brosti lítið eitt:
— Mjer hefir nefnilega verið boð-
ið, að vera viðstaddur vígslu nýs
sjúkrahús í Belgíu. Jeg fer með
nónlestinni frá Gare du Nord til
Bruxelles í dag.
— Ætlar læknirinn lil Bruxelles?
Það lá við að systir Angelique liróp-
aði þetta. Hún leit á hann, stórum
og hræddum augum.
— Finst yður þetta svo merkilegt.
Því skyldi mjer ekki vera boðið til
Bruxelles?
— Nei, herra læknir, það var ekki
það. En að þjer skylduð einmitt
nefna Bruxelles — æ, þá megið þjer
til með að gera mjer greiða, mikinn
greiða.
— Ef að það er á minu valdi þá
er ekki nema sjálfsagt að jeg geri
það, systir Angelique, sagði læknir-
inn hughreystandi. Hvað var þetta?
— Viljið þjer senda brjefspjald
frá Bruxelles?
— Yður? Já, það er ekki nema
sjálfsagt, systir Angelique.
— Nei, ekki mjer. Systir Angeliquc
roðnaði lítið eitt. Ekki mjer heldur
gamla Tjekkanum, Novotny.
— Senda Novotny brjefspjald?
Langar hann til að fá brjefspjald fra
mjer?
— Nei, ekki frá yður, heldur frá
Bruxelles.
— Jeg botna ekki vitund í þessu.
Hvað á að standa á brjefspjaldinu?
Kærar kveðjur frá Bruxelles. Á hann
máske ljúfar endurminningar frá
þeirri litlu Paris? — Læknirinn
brosti í kampinn, en brosið hvarf
af honum. Því að nú stóð systir
Angelique fyr'ir framan hann og hún
brosti ekki. Hún var mjög alvarleg.
Og augnaráð hennar var svo ein-
kennilegt.
— Þjer eigið ekki að skrifa neina
kveðju á brjefspjaldið. Yfirleitt ekki
skrifa neitt á það. Ekkert nafn eða
heimilisfang sendanda. En þjer eigið
-----. Systir Angelique færði sig fast
að lækninum og hvíslaði einhverju
að honum en hann hrökk forviða til
baka.
— Þjer megið ekki hlæja, læknir.
Jeg hefi ákveðinn tilgang með því,
sem jeg er að biðja yður um. Þjer
gerið góðverk með þvi, herra læknir.
Þjer niegið ekki gleyma því — lofið
mjer því!
— Þetta er svo óvenjuleg og ein-
kennileg bón, systir Angelique, að
jeg gleymi henni trauðlega. En til
þess að gera yður rórra skal jeg
skrifa þetta hjá mjer i vasabókina
mína. •— — —
Nokkrum dögurn síðar var dr.
Lacombe koniinn aftur á sjúkrahúsið
í París. Hann var rjetl nýkominn í
hvíta sloppinn sinn og ætlaði að
byrja sjúkragönguna. Þá kom systir
Angelique inn í stofuna.
— Jæja, systir Angelique, livernig
gekk það? Fjekk hann — ---------
— Hjartans þakkir, herra læknir,
að þjer skylduð muna það. Það er
út af því, sent jeg kem. Gamla Tjekk-
ann langar mikið til að sjá yður.
Jeg held liann eigi ekki langt eftir.
En segið þjer lionum ekki neitt, lái-
ið hann sjálfan segja frá. Jeg held
hann langi til að segja yður frá ein-
Itverju. Hann er alveg eins og ann-
ar maður.
— Helfróin, eða hvað?
— Jeg býst helst við því. En get-
um við komið undir eins?
— Já, við skulum koma. Hinir gela
biðið. Jeg get tekið Novotny fyrst.
Skömmu síðar stóðu þau við sjúkra
beðinn. Dr. Lacombe laut ofan að
gamla manninum sem lá þarna og
honum varð að ypta augnabrúnun-
um. Því hann þekti tæplega sjúkl-
inginn aftur. Var þetta þreytti, út-
laugaði maðurinn með hjeluðu og
liúnfyltu augun sem engu lýstu nema
vonleysi og örvæntandi uppgjöf? Nú
mætti honum sigurviss ljómi úr þess-
um sömu augum og það var sterkur
roði i kinnum hans, hárið og skegg-
ið Var vendilega kembt og liendurn-
ar voru sífálmandi í yfirsænginni og
nú rjetti hann þær á móti lækninum.
Og hann talaði, en röddin skalf og
bar þess vott, að orkan bak við
þessa tiltölulega björtu mynd, myndi
bráðum fjara úl. Læknirinn brosti
eigi að síður hughreystandi lil sjúka
mannsins og' sagði ánægjulega:
— Nei, sjáum nú til. Hvernig lið-
ui' yður núna, herra Novotny?
— Ágætlega, herra prófessor, á
gætlega. Nú er mjer að batna, já
meira en það. Nú verður ekki langl
þangað til jeg hypja mig á burt
hjeðan. Því að nú ,— já, það var
dálítið, sem jeg ællaði að segja
lækninum.
—Á jeg kanske að fara á meðan?
spurði systir Angelique.
— Nei, nei, verið hjer hjerna,
sagði sjúki maðurinn ákafur. Af þvi
að það sem jeg ætla að segja ykkur
er bráðum ekkert leyndarmál leng-
ur. Það er merkileg saga.
— JEtlið þjer að segja okkur sögu,
herra Novotny? Dr. Lacombe hló
uppörfandi. Sjúki maðurinn leil á
hann og livesti brúnirnar.
— Það er ekki til að hlæja að
herra læknir. Þetta er engin skemti-
saga eða fyndni. Það er saga um
unga hetju. Og um föður, sem aldrei
misti vonina. En það er ekki svo
fljótlegt að segja hana.
■— Þá held jeg að við ættum að fá
okkur eitthvað að hressa okkur á,
sagði læknirinn. — Systir Angelique
viljið þjer gera svo vel að sækja
hálfflösku af kampavíni? Herra
Novotny verður ekkert meint af þvi.
Hann deplaði augunum framan í
hjúkrunarkonuna. Hún leit alvarlega
til baka. Sjúklingar, sem ekki áttu
langt eftir fengu oft glas af kainpa-
vini.
Skömmu seinna kom systir Ange-
lique aftur með flösku með silfur-
pappír um stútinn.
— En jeg sje ekki nema tvö glös
hjerna, systir, sagði dr. Lacombe.
Mig langar til að fá mjer glas líka.
— Glasið var ætlað yður, herra
læknir.
— Jæja, sækið þjer þá eitt glas til.
sagði læknirinn og ljet freyðandi
vinið slreyma ofan í glösin.
— Jeg vona að þetta bragðist vel,
sagði læknirinn um leið og hann
rjetti sjúka manninum glasið. Og
gamli Tjekkinn saup stóran sopa, en
læknirinn og hjúkrunarkonan dreyptu
aðeins á sínum glösum.
— En hvað þetta er gott, sagði
gamli maðurinn smjattandi og rjetti
lækninum glasið. Setjist þjer, læknir,
þetta er löng saga, sem jeg ætla að
segja yður.
— Þegar jeg var ungur hafði jeg
slöðu í stórri verksmiðju i Englandi.
Jeg er fæddur Tjekki', eins og jjjer
vitið. En annars hefi jeg enskan
borgararjett. Jeg kvæntist í Englandi
og þar fæddist mjer sonur. — •—
Gamli maðurinn sökk niður í hugs-
anir sínar, andlit hans var hrukkótt
og tekið, en svo brá yfir það glampa,
sem varð að brosi. Og hann hjelt á-
frarn:
— Sonur, sem jeg gat verið stolt-
ur af. Hann varð líka Englendingur,
mentaðist á enskum háskóla og ólsl
imp á heimavistarskóla, Þvi að kon-
an mín dó meðan hánn var lítill. En
þá liafði jeg gert ýmsar mikilsverðar
lekniskar uppfyndningar. Svo . komst
jeg í samband við þýska verkfræð-
inga, sem höfðu fjármagn. Jeg stofn-
aði verksmiðju í þýskri borg og flutt-
ist þangað. En jeg varð þess brátt
var, að Þjópverjarnir hugsuðu um
það eitt að ná undir sig einkaleyf-
um mínum og sparka mjer svo út
úr fyrirtækinu. Og það tókst þeiin
að lokum, þegar heimsstyrjöldin hófst
og jeg varð að flýja land. En þó fór
jeg ekki undir eins úr Þýskalandi.
— Drengurinn minn — Vaclav hjet
hann, eftir konunginum, sem safn-
aði fyrstur Tjekkum undir sitt merki
— var sem sje kominn heim. Ó, mik-
ill einstakur efnismaður, herra lækn-
ir, því megið bjer trúa. Hann liafði
erft iðnfræðagáfur mínar, já, liann
var mjer miklu fremri hvað það
snerti. Sjerstaklega hafði hann yndi
af að endurbæta útvarpið. Fyrir
styrjöldina var hann búinn að gera
uppgötvanir í þeirri grein, sem eng-
inn hefir getað fundið betri siðan.
Þjér þurfið ekki að brosa, læknir.
Méð þessum uppgötvunum tókst
drengnum mínum að stefna heims-
styrjöldinni í nýja átt.
Hann náði nefnilega leynilegum
símlyklum Þjóðverjanna. Sem þeir
notuðu við sendingar sínar til kaf-
bátanna, njósnaranna og stjórnarer-
indreka sinna.
— Jeg var enginn Þjóðverji, ekki
einu sinni Austurríkismaður. Að vísu
var jeg fæddur i riki Habsborgar-
anna, en þjer vitið, að enginn Tjekki
þjónar því ríki af frjálsum hug. Jeg
varð Englendingur. Og drengurinn
minn var fæddur Englendingur.
— Nú kemst drengurinn minn,
hinn enski sonur minn, að leynilykli
Þjóðverja. Hánn' kemst að því, að
Þjóðverjar eru að reyna að fá Mexi-
eo á sína sveif, móti Bandaríkjunum.
Þetta varð enska stjórnin að fá að
vita. Hann kom til mín. Jeg hjálpaði
lionum til að flýja. Fyrir það varð1 jeg
að kveljast árúm saman i þýsku
fangelsi. En það var drengurinn
minn. Jeg veit að liann komst til
Bruxelles. Jeg fjekk brjefspjald það-
an. Þeir tóku það af mjer, Þjóðverj-
arnir. Það var frá ókunnum manni
— jeg þekti hann ekki. En jeg vissi
að það var drengurinn minn, sem
liafði sent það.
— Siðan sögðu Þjóðverjarnir mjer
að drengurinn minn hefði verið hand
tekinn. Og skotinn sem njósnari.
Drengurinn minn var enginn njósn-
ari. Hann þjónaði tættjörð sinni. Og
landi móður sinnar og föður. Jeg veit
að hann kom til ameríska konsúlsins
í Bruxelles. En þá voru Bandarík-
in ekki enn komin í ófrið við Þýska-
land og Ameríkumaðurinn gat ekki
hjálpað lionum. Hann ætlaði að
komast yfir landmærin til Hollands.
Og' liann komst líka yfir landamærin.
— En hvað varð svo af honum?
Það veit jeg ekki enn. En jeg fæ að
frjetta það siðar. Jeg veit það eitt,
að ensku stjórnmálamennirnir fengu
símlykilinn og nú gátu þeir lesið úr
dulskeytum Þjóðverjanna. Og það var
ekki einungis að þeir björguðu þús-
undum mannslífa heldur fengu þeir
líka Bandaríkjamenn í lið með sjer.
— Hvernig jeg veit þetta? Ójú.
Enski stjórnmálamaðurinn , Balfour
lávarður hjelt löngu seinna — eftir
ófriðinn — ræðu í Edinburgli. Þar
sagði hann frá, live mikilsvert það
hefði verið, að þessi dulskeyti náð-
ust. Því að þegar úr þeim hafði verið
leyst tókst Bretum að sannfæra
Bandaríkjamenn um lævísi Þjöðverja
í garð þeirra. Og þá gengu Banda-
ríkjamenn í lið með bandamönnum.
En svo segir Balfour lávarður að
lokum: „Það einkennilega er, að mað-
urinn sem gerði bretslui þjóðinni
þennan greiða fór aldrei fram á
nein laun fyrir, cnda liefir liann al-
drei fengið þau“.
— Hversvegna? Vegna þess að
þessi maður var sonur minn, Og
hann var enginn njósnari, eins og
Þjóðverjar sögðu. Hann var frjáls -
borinn Englendingur, sem þjónaði
ættjörð sinni. Og sem krafðist ekki
neinna launa fyrir það. •—
HÖfuð gamla mannsins hneig niður
á koddann. Hann lokaði augunum.
I‘að kom grár litur á hrukkurnar á
ásjónu hans. Læknirinn leit á lijúkr-
unarkonuna, sem stóð við fótagafl-
inn á rúminu. Hún hafði sett frá sjer
glasið. Hún kinkaði kolli hljóð og
þegjandi. Þá opnaði gamli maðurinn
alt í einu augun og starði fram und-
an sjer. Augnaráð hans var svo ó-
endanlega fjarri. Læknirinn ætlaði
að færa sig fjær, en þá sneri gamli
maðurinn höfðinu og leit á hann.
Lækninum fanst að hann yrði að
segja eitthvað.
— En drengui'inn yðai', herra No-
votny, — heyrðuð þjer aldrei neitt
meira frá honum?
— Ekki i mörg ár. Ekki fyr en —.
Það fór undursamlegt bros um and-
lit öldungsins og hann fálmaði með
hendinni um ábreiðuna.
— Þjóðverjarnir sögðu, að liann
liefði verið tekinn og skotinn. En
það var ekki satt. Jeg veit það. Innri
rödd föðursins lætur ekki gabba sig.
— En hvar liefir hann verið öll þessi
ár? Kanske hafa Englendingar senl
hann til Síberíu eða einhvers ann-
ars fjarlægs lands •— það hefir stud-
um komið fyrir, að fólk sem maður
hefir haldið að væri dáið fyrir löngu
hefir komið aftur, þegar minst von-
um varði. Vegna þess að þeir liafa
verið fangelsaðir eða orðið eftir i
Siberiu. — —-
— En bráðum fæ jeg að vita hvar
liann hefir verið. Hann ætlar að segja
mjer það sjálfur. Bráðum. Bráðum,
læknir. — •—-
— Hvernig vitið jijer það, herra
Novolny? Hafið þjer fengið hoð?
— Já, jeg liefi fengið boð. Röddin
var nú aðeins hvíslandi, en samt var
sigurgleði i orðunum. — Jeg hefi
fengið boð, læknir. Hjerna skal jeg
sýna yður. Hann þuklaði með hend-
inni inn undir skyrtuna, á brjóstinu.
Loks tólc hann fram brjefspjald. Og
með skjálfandi hendi rjetti hann
lækninum það.