Fálkinn


Fálkinn - 31.10.1936, Page 4

Fálkinn - 31.10.1936, Page 4
4 FÁLRINN Samvinna og kynning Norðurlanda. Um þessar mundir er liðin rúm- lega hálfönnur öld síðan þvi var hreyft opinberlega, að Norðurlanda- þjóðirnar ættu að taka upp með sjcr nónari samvinnu en verið hafði (>g efla með sjer bræðralag í stað þess að berast á banaspjótum, eins og tíðkast hafði svo oft áður. Talsmenn þessarar kenningar liöfðu eigi að eins menningarlegt samstarf þjóð- anná á stefnskrá sinni heldur jafn- framt stjórnarfarslegt samband land- anna. Var hafin útgáfa tímarita til þess að afla þessum málum fylgis, en það eina þeirra, sem lifði var vísindalegt tímarit „Det Skandina- viske I.itteraturselskabs Skrifter“, sem kom út 1795—1832. Og eina stjórnmálasamvinnan milli landanna var samþykt, er gerð var af Dan- mörku—Noregi og Svíþjóð, þess efn- is að vernda verslun sína í Napole- onsstyrjöldunum. Svo kom ófriður- inn 1809—10 og umbyltingar þær sem gerðust næstu árin til 1814 og enduðu með því, að Noregur losn- aði frá Danmörku og komst í sam- band við Svía. Við þá atburði köfn- uðu allar tilraunir til stjórnmála- legrar samvinnu eins og eðlilegt var, en meðal skálda og vísindamanna var samliugurinn norræni enn vakandi. En um 1840 lifnar á ný yfir þeirri hreyfingu, sem kölluð hefir verið „skandinavismi". Það voru frjáls- íyndir stúdentar, sem beittu sjer mest fyrir henni og eru tveir þeirra frægir í Danmörku, Carl Plough og Orla Lehmann. Þá voru norrænir stúdentafundir haldnir og eru þeirra frægastir Upnsalafundurinn 1843 og Khafnarfundurinn 1845. Og þar var stjórnarfarslegt samband sett á stefnuskrána á ný, sem aldrei skyldi verið hafa. Forustumennirnir voru liugsjónamenn fremur en politiskir raunsýnismenn og hugðust að styrkja aðstöðu Dana i baráttunni um her- togadæmin, með því að stuðla að stjórnarfarslegri sameiningu Norður- landa. Og svo vel var stefnunni orðið ágengt, að þegar Danir áttu í fyrri slyrjöldinni um hertogadæmin kom bæði norskt og sænskt sjálfboðalið þeim til hjálpar. En það var erfitt að sameina ríkin á Norðurlöndum til samstarfs út á við. Óvinir Dana voru sunnan Danmerkur en óvinir Svía austan Svíþjóðar. Það voru því ekki sameiginlegir hagsmunir, sem þjóðirnar áttu að gæta, Og svo fór, að í ófriðnum 1864, að Danir stóðu einir uppi og voru ofurliði bornir. ITvorki Norðmenn nje Svíar hreyfðu liönd eða fót þeim til hjálpar, þó að hugsjónamennirnir, eins og Björns- on talaði máli hins hrjáða bróður við suðurlandamærin. Með stúdenta- mótinu 1875 mátti segja, að hinn gamli „skandinavismi“ væri lagður í gröfina. En ýms menningarleg samvinna hjelt þó áfram. Og í lagasetningu ýmiskonar höfðu löndin samvinnu sín á milli og samræmdu þau lög, sc-m mest var þörfin á að sainræma vegna mikilla viðskifta landanna, svo sem siglingalöggjöfina. Menning- arleg samvinna var einkum milli ' 'sindamannanna, ekki síst í norræn- um fræðum. En svo kom heims- styrjöldin. Þá fundu norrænu þjóð- irnar, hve ómissandi það var, að slofna til norrænnar samvinnu, miklu nánari en áður liafði verið. En nú var ekki minst á það, sem í febr. 1919 var sent út boðsbrjef til fjelagsstofnunarinnar og skýrt frá tilgangi fjelagsins, er sje sá, að auka samhygð Norðurlandaþjóðanna og samvinnu í menningarmálum og efnalegum málum. Voru fjelögin þrjú stofnuð vorið 1919 og fyrsti formað- ur sænska fjelagsins var Louis de Geer landshöfðingi, norska fjelagsin-; Hagerup Bull hæstarrjettardómari og danska fjelagsins de Jonquieres yf- irborgarstjóri. Rúm þrjú ár liðu þangað til ís lenska fjelagið var stofnað; það var 29. sept. 1922 og varð Matthias Þórð- arson fornmenjavörður fyrsti for- maður þess. En fjelag þetla var fá- ment framan af og Iögðust fundir þess niður uin skeið. En síðustu ár- in hefir íslandsdeildin starfað af miklu kappi og liefir nú um 450 ir.eðlimi, eða tiltölulega mest allra fjelaganna. í Finnlandi hófst nokkru síðar undirbúningur hjá þeim monnuni, sem samvinnu vilja hafa við Norð- urlönd, um stofnun norræns fjelags þar. En aðstaða Finnlendinga var önnur en liinna. Þjóðin er að ætt- erni og menningu tvískift og finskir sjálfstæOismenn, sem lilúa vilja að sinni eigin menningu en gera sænska menningu landræka, höfðu horn i síðu hinnar nýju lireyfingar, Þó fór svo, að finskt fjelag var stofnað haustið 1924 og eru löndin síðan fimm innan vjebanda norrænu Iireyfingarinnar. Hugsjón norrænu fjelaganna, sú að efla menningarlega og efnalega samvinnu Norðurlandaþjóðanna og viðkynning þeirra, er öllum kunn. En um hitt kynnu ýmsir að spyrja, sem ekki eru meðlimir Norræna fjelagsins, á hvern liátt fjelagið geri þetta og hvað því hafi orðið ágengt i starfinu. Skal því drepið á nokk- áður hafði orðið „skandinavisman- um“ að falli: stjórnarfarslega heild- armyndun eða ríkjasamband Norð urlanda. Menn sáu, að það var auð- velt að auka liolla samvinnu frænd- þjóðanna án þess að skerða í nokkru fullveldi þeirra, einnar gagnvart ann- ari. Það voru ekki liðnir nema fáir mánuðir af heimsstyrjöldinni, þegar Norðurlandaríkin sendu herþjóðun- um fyrstu sameiginlega orðsend- ing sína. Og í desember 1914 boð- aði Gustaf Svíakonungur konunga Noregs og Danmerkur til sameigin- legs fundar i Málmey. Annar kon- ungafundur var haldinn í Oslo haust- ið 1917. Og samvinna Norðurlanda- þjóðanna á ófriðarárunum var margvísleg, firrti þær mörgu fári og Ijetti þeim mjög tilveruna. Má þar minnast á vöruskifti Norðurla'ida- þjóðanna á harðærisárum styrjaldar- innar, sem íslendingar voru að vísu að miklu leyti lausir við vegna þess, að verslunarsamband hjelst lengst af opið til Ameríku. Á þessum árum fær hugsjón Nor- rænu fjelaganna byr undir báða vængi og eflist svo, að undir eins árið 1919 eru norræn fjelög stofnuð hjá þremur þjóðunum, Döhum, Norðmönnum og Svíupm. Það var danski • augnlæknirinn C. I. Heerfordt, sem fyrstur fór að starfa að fjelagsstofnuninni. Þó komst hún ekki fram í þeirri mynd, sem liann hafði hugsað sjer. Þeir sem einkum lögðu drögin að undir- stöðu norrænu fjelaganna voru Svi- arnir Conrad Carlesson fyrv. fjár- málaráðherra og próf. Eli F. Heck- scher. Og meðal samverkamanna má einkum nefna Alexander Foss verlc- fræðing og próf. Aage Friis sagn- fræðing í Danmörku og Joh. L. Mo- winckel síðar forsætisráðherra, i Noregi. Þessir menn voru farnir að starfa að fjelagsstofnuninni 1918 og

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.