Fálkinn


Fálkinn - 31.10.1936, Side 5

Fálkinn - 31.10.1936, Side 5
F Á L K I N N 5 ur atriði þessu viðvíkjandi, til þess að kynna almenningi starfsemi þessa fjelags, sem starfar að því, að auka kynni norrænu þjóðanna, á þeim grundvelli, að þær sjeu allar jafnar og jafn rjetttháir aðilar í þessu noi - ræna bræðralagi. Það má fyrst nefna að fjelögin gefa sameiginlega út ársrit og hafa gert frá byrjun. Framan af hjet rit þetta „Nordens Aarbok“, er kom ui 1920, en síðan 1930 hefir komið úc hið vandaða rit „Nordens Kalender" með ýmsurn ritgerðum frá liverju landi og ljóðum og sögum. Rit þetta er svo eigulegt, að allstaðar er prýði að því, og geta meðlimir fjelagsins eignast það fyrir sáralítið verð. ■— Ennfremur gefa fjelögin út, í sam- bandi við sænska stofnun tímaritif „Nordisk Tidsskrift", sem kemur út .átta sinnum á ári, og fá fjelagsmenn það fyrir hálfvirði (5 kr.). Ritstjóri þess er próf. Niels Heriitz, sem var hjer með sænsku stúdentunum á „Sænsku vikunni" í sumar sem leið. — Ennfremur hefir fjelagið gefið út fjölda smárita, þar af þrjú um ísland (á nbrsku). Þá efna fjelögin til fyrirlestra, þannig að maður frá einu landi heimsækir annað, svo sem nú gerir próf. Hákon Shetelig, frá Noregi. Og sænska fjelagið hefir meira að segja fasta sendikennara i dönsku og norsku við háskólann í Stokkhólmi síðan 1928. Væri islenskum fræðum hagur að j)vi, að þar bættist við einn frá íslandi. Svíar eru nú farnir að senda kennara hingað til háskólans og væri þarft að það yrði gagn- kvæmt. En jíað eru ekki aðeins vísinda- menn, sem löndin skiftast á. Það eru einkum Norðmenn, sem mikið hafa gert að þvi, að bjóða til sín skáldum frændþjóðanna, oft mörgum saman, svo að þeir lesi upp ljóð sin og haldi erindi á opinberum samkomum. Einnig íslensk skáld hafa verið boðin í þessum erindum til Osló (1933). í þessu sambandi má geta þess, að fjelögin hafa stuðl- að að bókmentum norrænna skálda innbyrðis, einkum með því, að fá hlöð einnar þjóðar til þess að geta um og kynna nýjar bækur annarar. Og fyrir forgöngu fjelaganna hafa bókaútgefendur þjóðanna haldið með sjer sameiginlegan fund til þess að ráðgast um, hversu gagnkvæmum kynnum á bókmentum þjóðanna yrði sem best til vegar komið (1935). Þá má minnast á irikurnar. Það eru Svíar sem hafa haft forgönguna þar og hafa vikur allra hinna þjóð- anna verið haldnar í Stokkhólmi. Ménn minnast enn „íslensku vik- unnar“ í Stokkhólmi 1933, sem öllum islenskum þátttakendum varð ó- gleymanleg og einnig „sænsku vik- unnar“, sem hjer var haldin i sumar. Þá er rétt að minnast hinna ýmsu móta, sem haldin hafa verið á veg- tim félagsins „Norden" en svo nefn- ist fjelagið á öllum málum þjóðanna nema íslensku. Flest af þessum mót- um eru hin svokölluðu „studiekurs- us“ eða námskeið, sem nefnd hafa verið á íslensku, en þó með nafni, sent eigi svarar fyllilega til þess, sem átt er við. Því að þessi studieknrsus Norrænu fjelaganna eru miklu meira en námskeið, i venjulegri merkingu þess orðs. Þau eru samsett úr þeim aðalatriðum, að gesturinn sem kemur þangað fái jöfnum höndum að kynn- ast landinu, sem námskeiðið fer fram i, þjóðinni sem hann dvelur hjá, bók- mentum þjóðarinnar og sameiginleg- um verkefnum norðurlandaþjóðanna. Og þegar þetta er gert þannig, að skiftist á fyrirlestrar, viðræður og ferðalög um ýntsa merkustu og sjer- kennilegustu staði landsins, verður timinn, sem námskeiðinu er ætlað- ur óblandinn ánægjustund. Tíminn verður námskeið í alveg nýrri merk- ingu. Aðeins eitt slíkt „námskeið" hefir verið lialdið hjer á landi, og það var í sumar sem leið. Það var fyrir stú- denta í norrænu frá norrænum lönd- um. Það er langt fyrir erlenda stúdenta að sækja um langan veg námskeið hingað. En eigi að síður valdist til ferðarinnar frábært fólk, sem þegar á stuttum lífsferli hefir sýnt að það muni eiga dáðríka starfsæfi fyrir lúindum. Námskeið þetta var haldið á Laugavatni, en einnig var farið að Reykholti. Flutti Sigurður Nordal þar erindi það um „Snorra í Reykholti", sem prentað er i ársriti Norræna fjelagsins nýútkonmu. Námskeið þetta tókst hið besta og ljetu þátttakendur í ljós óblandna ánægju sína yfir komunni hingað og öllum viðtökum. Þá hafa norrænu fjelögin lialdið ýms önnursjernámskeið, ekki sístDan- ir, sem eru svo hepnir að eiga áðgang að höliinni Hindsgavl fyrir námskeið sin. Þar ræður húsum Helge Bruhn oberstlautinant, ritari danska fjelags- ins Norden og er gestrisni þeirra hjóna annáluð. Hindsgavl er öllum öðrum stöðum fremur aðalsetur nor- rænu fjelaganna. Fyrir kennara og skólafólk hafa einnig verið haldin mörg námskeið og hafa einliverjir Islendingar tekið þátt í flestum þeirra, þó að talsverð- ir örðugleikar hafi verið á þvi síð- ustu árin vegna gjaldeyrisvandræða. Einnig hafa verið farnar skólaferðii- með börn, bæði til Noregs og Svi- þjóðár. Fjelagið ieggur ekki síst stund á að ná til æskulýðsins, hinn- ar komandi þjóðar. og væntir sjei' mikils af honum. Hjer hefir verið sagt lauslega frá ýmsu úr starfi fjelagsins og er þó margt ótalið. En þetta ætti að nægja til þess að gera hverjum manni ljóst hve umsvifamikið og margþætt starf fjelagsins er. Menn geta ekki á annan hátt betur greitt fyrir þessu mikla kynningarstai-fi, en að gerast með- iimir fjelagsins. Og nú á siðustu ár- um hefir fjelagið einnig beitt sjer fyrir efnalegu samstarfi jDjóðanna, i samvinnu við ríkisstjórnirnar. Var fundur haldinn um þau mál í Osló nýlega. Norræni dagurinn á þriðjudaginn var hófst með klukknahringingum dómkirkjanna í Niðarósi, Uppsölum og Helsingfors, en að henni lokinni fhitti Eyvind Berggrav biskup ræðu. Var henni endurvarpað hjer. Að þessu loknu hófst endurvarp frá skólunum, en það heyrðisl mjög illa hjer sökum lofttruflana. Klukkan níu árdegis var haldin samkoma í Nýja Bíó fyrir börn úr efri bekkjum ljarnaskólanna, sýndar myndir frá Norðuriöndum og flutt stutt erindi. Klukkan tvö var haldin samskonar skemtun í Gamla Bíó. En klukkan hálfsex síðdegis hófst aðal útvarpið með rreðum konung- anna og forseta Finnlands. Talaði Gustaf Svíakonungur fyrshir en þá Svinhufud forseti, Kristján konung- ur og Hákon Noregskonungur. Voru ræður ])essar stuttar. Drap Kristján konungur á það, að með því að boða lil Málmeyjarfundarins, þar sem kon- ungar Norðurlanda liittust allir í des- ember 1914 hafi Gustaf konungur inn- leitt þá samvinnu Norðurlanda, sem norrænu fjelögin hefðu tekið á stefnu skrá sína. Að loknu ])essu útvarpi flutti Hákon Shetelig prófessor ágæt- an fyrirlestur i Oddfellowhúsinu. Var honum útvarpað hjer. Fyrirlesturinn var um andiega menningu Norðmanna á síðustu öld og var stórmerkilegur og vel fluttur. Klukkan hálfníu hófst svo útvarp Norrœna fjelagsins. Flutti Hermann Jónasson forsætisráðherra þar fyrstu ræðuna en síðan töluðu Stefán Jóh. Stefánsson formaður Norræna fje- lagsins hjer, Guðlaugur Rosinkrans ritari fjelagsins, Haraldur Guðmunds- son mentamálaráðherra og viðtöl fóru fram um norræna samvinnu. Og klukkan niu hófst skemtisamkvæmi Norræna fjelagsins á Hotel Borg og voru þar fluttar margar ræður. Það er vafalaust að jiessi dagur hefir orðið til þess að vekja eftirtekt á þýðingu fjelagsins. Vonandi sýnir það sig í verkinu, með stóraukinni fjölgun meðlima fjelagsins. HölLin Hindsgavl. DILL HERSHÖFÐINGI sem nú er tekinn við yfirstjórn enska hersins i Palestinu sjest t. v. hjer á myndinni, að heilsa enskum lög- reglufulltrúa, sem tók á móti hon- um í Haifa. KONUNGUR RITHANDASAFNARA er j)essi maður kallaður. Hann er jugoslaviskur rithöfundur og og heit- ir Milorad Raitcliesvitch. Hefir hon- um verið hoðið um 250.000 krónur í rithandasafn sit, en hann vill ekki selja. Yfir aðalinnganginum á fæðingar- stofnuninni í Queens Hospital i Honolulu stendur skrifað með stór- um stöfum: „Börnum er ekki leyfð- ur aðgangur hjer!“

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.