Fálkinn


Fálkinn - 31.10.1936, Qupperneq 9

Fálkinn - 31.10.1936, Qupperneq 9
F Á L K I N N 9 DASHIELL HAMMET: Granni maðurinn. Leynilögreglusaga. skammbyssunni í vasann á baðsloppnum mínum og ýtti Dorothy ofan i stólinn. „Þú mátt ekki verða reiður við mig, Nick“, kjökraði liún, „þú mátt eiga byssuna, jeg ætlaði engan óskunda að gera“. „Hvar hefirðu fengið hana?“ spurði jeg. „1 leyniknæpu á 10. avenue. Jeg gaf manni armbandið mitt fyrir liana — armbandið með smarögðunum og demöntunum". „Þá hefirðu unnið það af honum aftur í teningskasti“, sagði jeg, „þvi að þú ert enn- |)á með það um úlfliðinn". Hún glápti á armhandið. „Jeg hjelt jeg liefði gefið honum það“. Jeg leit á Noru og liristi liöfuðið. Nora sagði: „Æ, vertu nú ekki að hrella hlessaða stúlkuna, Nick, hún er —“ „Ilann hrellir mig ekki, Nora. Jeg segi þjer satt, liann gerir það ekki“, sagði Doro- thy óðamála, „hann er — hann er eina manneskjan í veröldinni, sem jeg get treyst í neyðinni“. Jeg mintist þess, að Nora liafði ekki sner' á whiskyglasinu sínu og fór þessvegna inn í svefnlierbergið og drakk upp úr því. i'eg- ar jeg kom inn i stofuna aftur sat Nora á bríkinni á hægindastólnum sem Dorolhy var í, með liandlegginn utan um stclpuna. Dorothy snökti. Nora sagði: „Já, en Nick er ekki reiður, barnið mitt, honum þykir þverl á móti vænt um þig“. Hún leit upp á mig. „Þú ert ekki reiður er það, Nicky?“ „Nei, en jeg er bara særður“. Jegsettist á sófann. „Hvar fjekstu skamrn- byssuna, Dorolhy?“ „Hjá manni — jeg er búinn að segja þjer það“. „Hjá hvaða manni?“ „Jeg er búin að segja þjer það — hjá manni á leyniknæpu“. „Og þú gafst honum armband fyrir?“ „Jeg hjelt að jeg hefði gert það — en — þú sjerð það sjálfur — jeg er með armband- ið enn“. „Já það var það, sem jeg tók eftir“. Nora klappaði stelpunni á öxlina. „Já, vitanlega hefurðu armbandið þitt enn, væna mín“ Jeg sagði: „Þegar þjónninn kemur með kaffið og matinn, þá ætla jeg að borga hon- um fyrir að bíða lijerna uppi. Jeg þori ekki að verða einn með svona fólki —“ Nora ógnaði mjer og sagði við stelpuna: „Þú skalt ekki taka minsta mark á honum. Svona hefir hann látið í alla liðlanga nótt“. Slelpan sagði: „Honum finst jeg vera hálfvitlaus og dauðadrukkin stelpuræfill“. Nora ldappaði henni betur á öxlina. Jeg spurði: „En hvað ætlarðu að gera við þessa skammbyssu?" Dorotliy rjetti úr sjer og starði á mig upp- glentum fljólandi augum. „Hún átti að vera handa honum“, hvíslaði hún áköf, „ef hann gerðist nærgöngull við mig. Jeg var svo hrædd af því að jeg var full. Jú svona var það, og svo var jeg líka svo hrædd um hitt, og þessvegna kom jeg hingað“. „Er það liann pabbi þinn, sem þú mein- ar?“ spurði Nora og reyndi að tala rólega. Stúlkan hristi höfuðið: „Nei, faðir minn er Clyde Wynand — það er liann sljúpi minn, sem jeg á við“. Hún hallaði sjer að Noru. Nora sagði: „Ó“, eins og hún hefði skilið alt. Svo sagði liún: „Vesalings barnið“, og leit spekingslega á mig. Jeg sagði: „Nú skulum við öll fá okkur ær- lega í staupinu“. „Nei þökk, jeg vil ekki neitt“. Nora ógn- aði mjer aflur. „Og jeg lield ekki að Dorothv langi í neitt lieldur“. „Jú, hún hefir gott af því, hún sofnar þess fljótar“. Jeg hlandaði tröllawhisky handa lienni og neyddi diwkknuin ofan i liana. Áhrifin rej'ndust ágæt: hún steinsvaf þegar kaffið og brauðið kom. Nora sagði: „Nú ertu víst ánægður?" „Harð ánægður. Eigum við að leggja hana til áður en við borðum?“ Jeg bar hana inn í svefnherbergið og hjálpaði Noru að hátta hana. Hún var skrambi falleg i laginu. Svo fórum við í matinn. Ég tók skamm- byssuna úr vasa mínum og skoðaði hana. Hún hafði sjeð sitt af hverju. Það voru t*vö skot í henni, annað í hlaupinu og hitt í einu hylkinu. „Hvað ætlarðu að gera við hana?“ spurði Nora. „Ekkert, þangað til jeg hefi komist að raun um, hvort þetta er skammbyssan, sem Júlía Wolf var drepin með. Hlaupið er kal- 32“. „Já, en hún sagði ....“. „Að hún hefði fengið hana á leyniknæpu — hjá manni — fyrir armband. Jú, jeg heyrði það“. Nora laut fram til min, yfir brauðsneið- ina sína. Augu hennar voru mjög gljáandi og nærri þvi svört. „Heldurðu að hún hafi fengið hana hjá honum stjúpa sínum?“ „Einmitt“, sagði jeg, en ekki mjög alvar- lega. Nora sagði: „Þú ert grisk lús, en máske hefir hún gert það. Þú liefir enga liugmynd um það, og þú trúir ekki sögunni hennar“. „Heyrðu nú, gullið mitt. Á morgun skal jeg kaupa handa þjer skippund af lögreglu- sögum. En reyndu að láta vera að brjóta heilabúið þitt um ráðgátur i nótt. Það eina, sem liún reyndi að segja þjer var það, að hún væri hrædd um að Jorgenson mundi rekast á hana og fara að gerast nærgöngull við hana, og að hún væri hrædd um, að hún mundi hafa látið undan honum af því að hún var svo full“. „En hún móðir liennar!" „Líttu á, þessi fjölskylda er fjölskvlda i lagi .Þú getur ....“. Dorothy Wynand stóð riðandi í dyrunum i náttkjól, sem var mikils til of stór henni. Hún pírði augunum i birtuna og sagði: „Æ, má jeg ekki koma inn? Jeg er svo hrædd, að liggja alein þarna inni“. „Komdu bara eins og þú stendur". Hún kom inn og hringaði sig í sófanum við hliðina á mjer, en Nora fór fram, að finna eitthvað til að breiða yfir hana. VI. Nokkru eftir hádegið sátum við öll yfir morgunmatnum, þegar Jorgensons-hjónin komu. Nora tók símann og þegar liún kom inn aftur reyndi liún að láta eins og henni væri ekki hlálur i liug. „Það er liún móðir þín“, sagði liún við Dorothy. „Hún er þarna niðri. Jeg sagði henni, að hún skyldi koma upp“. Dorothy sagði: „Satans .... Bara að jeg hefði ekki hringt til hennar“. Jeg sagði: „Við gætum eiginlega eins vel átt lieima í anddyrinu“. Nora sagði: „Ilann meinar ekkert með þessu“. Hún klaiipaði Dorotliy á öxlina. Bjöllunni var hringt. Jeg opnaði hurðina. Atla umliðnu árin höfðu ekki skert frið- leik Mimi lil muna. Hún var orðin þrosk- aðri, dálítið svipharðaiá, það var alt og sumt. Hún var stærri en dóttir hennar, og háraliturinn enn hjartari. Hún hló og >rjetti mjer háðar liendurnar: „Gleðileg jól. Ljóm- andi er það gaman að sjá þig aftur eftir öll þessi ár. Þetta er maðurinn minn, mr. Char- les — Kesse!“ Jeg sagði: „Það gleður mig að sjá þig, Mimi“. Og við Jorgenson tókumst fasl í hendur. Hann var á að giska 5 árum yngri en konan hans, hár, grannur, beinvaxinn, afar snyrtilega klæddur, með gljástrolcið hár og kvoðuborið yfirskegg. Hann lineigði sig djújit. „Gleður mig, mr. Charles“. Hann tal- aði með glöggum þýskuhreim. Hendurnar voru grannar en vöðvastæltar. Við fórum inn. Þegar kynningarathöfninni var lokið, fór Mimi að afsaka við Noru að þau kæmu svona eins og skrugga. „En mig langaði svo til að hitta manninn yðar aftur, og auk þess var mér ljóst, að eini vegurinn til þess að koma afkvæmi minu á rjettan stað í læka tíð, var að bera liana þangað“. Hún sneri sjer að Dorothy og brosti. „Reyndu nú að fara að komast i fötin, barnið gott“. Góða barnið muldraði eitthvað gegnum munnfylli af steiktu hrauði, í þá átt að liún gæti ekki sjeð, hversvegna hún þyrfti að drepa heilan eftirmiðdag hjá Alice frænku sinni, jafnvel þó að það væru jól. „Jeg þori að veðja um, að liann Gilbert fer ekki þangað“. Mimi sagði, að Ásta væri ljómandi falleg tík og spurði mig svo, livort jeg hefði nokk- uð liughoð um, livar hóndinn liennar fyr- verandi væri niðurkominn. „Nei“. Hún hjelt áfram að leika sjer að tíkinni. „Hann er vitlaus, alveg bandvitlaus — að týnast þegar svona stendur á. Það var eng- in furða, að lögreglunni dytti i hug fyrst í slað, að liann hefði ekki hreinar hendur'. „IJvað heldur lögreglan nú?“ spurði jeg. Hún góndi á mig. „Hefirðu ekki lesið blöðin?“ „Nei“. „Það er maður sem heitir Morelli. Bófi „gangster“. IJann drap liana. Hún var frillan hans“. „Hafa þeir náð i hann?“ „Ekki ennþá, en það var hann sem gerði það. Bara að jeg gæti fundið Clyde. Mac- aulay vill ómögulega lijálpa mjer. Hann segist ekki vita livar Clyde sje, en það er hlægileg staðhæfing. Hann hefir umboð frá honum og alt mögulegt, og jeg veit mjög vel, að hann hefir samband við Clyde. Held- urðu að það sje hægt að treysta Macaulay?"

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.