Fálkinn


Fálkinn - 31.10.1936, Blaðsíða 11

Fálkinn - 31.10.1936, Blaðsíða 11
F A L K I N N 11 Franih. af bls. 2. þar misti hún mann sinn 1880. Hún hefir þvi verið ekkja i 56 ár. Árið 1889 fluttist Ólöf að Egils- stöðum á Völlum til Margrjetar dólt- ur sinngr, sem þá fyrir stuttu var gift Jóni Bergssyni, siðar stórbónda þar. Á Egilsstöðum hefir hún því dvalið í 47 ár, og að sögn kunnugra manna, í mjög ánægjulegri sambúð við afkomendur sína og aðra vanda- menn. Önnúr dóttir hennar, Anna, var kona sjera Ásmundar Gíslasonar á Hálsi í Fnjóskadal (dáin), en 4 börn misti hún á ungdómsaldri. Á yngri árum hafði frú Ólöf verið mjög fríð kona, — og það er hún enn sem gamalmenni —■ i hærra lagi á vöxt, og tíguleg i allri framgöngu. Björt á brá með heiðblá augu; mjög vel greind, bókhneigð og minnisgóð. Og þó að aldurinn sje orðinn þetta hár, yfir 100 ár, er hún enn vet hress og ern, eða var það a. m. k. sl. sumar, þegar ferðafólkið í hring- ferð Ferðafjelagsins kom að Egils- stöðum. Hafði það yndi og ánægju af þvi að sjá og tala við þessa elstu konu landsins. Og þá voru teknar af henni nokkrar myndir, og fylgir hjer með ein þeirra, og sýnir hún ^jafn- framt hvaða mánaðardag hún var tekin, (14. júlí), og að gamla konan man eftir að rífa mánaðardagana jafnóðum af almanakinu sínu, sem mörgum þeirra yngri hættir við að gleyma. Árni Óla blaðamaður, sem sjerstaklega átti tal við frú Ólöfu í þetta sinn, segir svo um hana i ferða- sögu sinni: „Hún les enn bækur og blöð, og fylgist vel með öllu sem er að gerasl bæði utan lands og innan. Og hún er merkilega frjálslynd og víðsýn. Hún kvaðst hafa gaman af að sjá þessa stóru bila, sem vjer vorum í, Jón Straumfjörð umsjónarmaður á afmæli á mánudagfnn. Hann hefir nú látið af dyravarðarstarfinu við póshúsið, er hann hefir gegnt í 21 ár. þvi þeir væru sjer lifandi dæmi um bættar og batnandi samgöngur hjer á landi. En á þeim bygðust fram- farir þjóðarinnar, — en þó þætti sjer vænst um hvað bilarnir ljettu miklu erfiði og þrældómi af blessuðum hestunum“. Sýnir þetta, hvað hún á únga og göfuga sál undir sínum hvítu silfurhærum. Það má telja vist, að þeir verði margir sem árna hinni gömlu, góðu konu, alls hins besta, á hundraðasta og annan afmælisdaginn hennar á morgun, 1. nóv. 1936; konunni, sem hefir lifað og starfað, glaðst og grátið með þremur kynslóðum. A. J. J. PROTOS Siemens heimsþektn raftæki. Ryksugur. Bónvjelar. Kæliskápar. Eldavjelar. Hárþurkur. Hitapúðar. F«st hjá raftækjasölum. Dansskóli Ástu Norðmann og Sigurðar Guðmundssonar hefur fyrstu æfingu i Oddfellowhöll- inni mánudaginn 2. nóv. kl. 9 e. h. MINNISMERKI SIÐBÓTARINNAR. í haust eru liðin 400 ár siðan siða- skipti Lúters voru innleidd í Dan- mörku og íslandi með kirkjuordin- antsíu Kristjáns konungs þriðja. En eins og öllum er kunnugt vörðust íslendingar hinum nýja sið næstu árin, svo að segja má, að siðaskiftin hafi ekki komist á í landinu fyr en eftir fall Jóns Arasonar liaustið 155(i. í Danmörku eru mikil hátíðahöld um þessar mundir i tilefni af af- mælinu og afráðið hefir verið að setja upp minnismerki siðhótarinnar í Kaupmannahöfn. Sjest teikningin af því hjer á myndinni. Það er gert eftir teikningum tveggja listamanna, POURQUOI PAS7-SLYSIÐ. Langt er siðan nokkur atburður hefir gerst hjer á landi, sem vakið liefir eins mikla athygli út um lieim og strand Pourquoi Pas? og druknun hinna 39 manná, sem á skipinu voru IJefir verið sagt ítarlega frá þessum atburði í útlendu blöðunum og sorg- arathöfninni miklu, sem haldin var í Landakotskirkju út af atburðinum. Hjer er mynd úr útlendu blaði af lík- fylgdinni í Túngötu. 1 baksýn Landa- kotsskóli og biskupssetrið. ÓFAGUR BÚNINGUR. Nýjasta gerð af flugmannafötum sjest lijer á myndinni, en varla er það líklegt, að lmn nái mikilli út- breiðslu því að bæði er hún ljót og óþægileg. Föt þessi eru úr asbest, öll einn samfestingur og ná úpp fyrir höfuð. Þau eru óvoðfeld og þung, en eini kosturinn sem þau hafa er sá, að flugmaðurinn hefur iíkur til að komast óskemdur úr flugvjelinni ef í henni kynni að kvikna. En sem kunnugt er stafa mörg flugslys af eldsvoða. Max Andersen og Harald Lönborg Jensen.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.