Fálkinn


Fálkinn - 07.11.1936, Blaðsíða 2

Fálkinn - 07.11.1936, Blaðsíða 2
2 F Á L R 1 N N ------ GAMLA BÍÓ ----------- Sfðasta vigið. Stórfengleg kvikmynd um tvo liósforingja, sem rás viðburð-j anna sameinar en ástin til sömu'- konunnar gerir að fjandmönnum. Tekin af Paramont undir stjórn/ Charles Barton. AðalhlutverinS, leika: CLAUDE RAINS, CARY GRANT og GERTRUDE MICHAEL. Sýnd bráðlega. Peir sem lásu söguna „Sfinxinri rauf j)ögnina“, sem birtist hjer i blaðinu fyrir nokkrum árum eiga kost á að sjá likt efni á kvikmynd- inni „Síðasta vígið“, sem Gamla Bio sýnir núna á næstunni. Húh gerist að nokkru leyti á landamærum Mesopotamíu og Kurdistans en a3 nokkru leyti suður í Súdan og seg;r frá tveimur mönnum, sem verða vinir, en elska báðir söniu konuna. Myndin liefst austur við landa- mæri Kurdistan, þar sem enski her- foringinn Andrews (Cary Grant) hittir dularfullan mann, sem nefnir sig Smith (Claude Rains). Smith er í njósnarliði Breta og hefir komist að því, að hinir viltu Kúrdar ætla að strádrepa, þjóðflokk, sem er vin- veittur Englendingum til þess að komast í færi við enskuliðssveitirnar. Smith fer til þessa þjóðflokks til þess að vara hann við hættunni og Andrew með honum. Og hann hvet- ur fólkið til þess að flytja sig upp í fjöll þar sem Kúrdar geti ekki náð til þess. Meðal þessa fólks er Cellan foringi. Hann telur fólkið af að fara að ráðum Smiths og segir þvi að hann muni vera landráðamaður og jafnvel Andrews liggur við að trúa því. Og þegar Smith drepur Culen þá þykist Andrews vera viss í sinni sök og ætlar að drepa Smith. En það fer svo, að Andrews hrapar og fótbrotnar en Smith bjargar lífi hans. Andrews fær að vita að Cellen hefir verið njósnari fyrir Kúrda. Og nú tekst hin innilegasta vinátta milli Smith og Andrews. Hann er sendur til Egyptalands til þess að gróa sára sinna og á spítalanum þar hittir hann hjúkrunarkonuna Rose- rnary (Gertrude Michael); sem hann verður ástfanginn af. Hann biður hennar en fær það svar, að hún sje gift. En manninn sinn hefir hún ekki sjeð í þrjú ár, því að hann er í li-yniþjónustu Breta. Hinsvegar levn- ir það sjer ekki að liún er ástfangin af Andrew og lofar honum að reyna skilnað við manninn sinn. Flestir munu getað giskað á, að þessi maður er enginn ann- ar en Smith sá, sem bjarg- aði lifi Andrews. Eftír noklcurn tima kemur hann til Egyptalands og hittir konu sina og fer á burt með hana. En hún trúi • honum fyrir því. að lnin sje orðin ástfangin af öðr- um manni, Andrews. Þegar hann heyrir nafnið þekkir hann þar vin sinn, sem hann hefir bjargað frá dauða. Og nú segir sagan frá því hvernig samfundir þeirra tveggja verða. Myndin er átakanleg og prýðilega vel leikin. FREDRICH MARCH liinn ágæti kvikmyndaleikari, sem ný- lega sást í kvikmyndinni „Veslingarn- ir á Nýja Bió sjest lijer á myndinni ásamt konu sinni, á baðstað í Cali- fornía. Margir hafa gaman af að eiga á prenti sögur, sem kvikmyndir eru bygðar á, ýmist vegna þess að þeir liafa sjeð myndirnar eða heyrt um þær talað. Enda eru söfn af slíkum sögum gefin út í flestum löndum og seljast ágætlega. Sögur þessar eru að j.ifnaði stuttar, en efnið mikið og samanþjappað, svo að þeir sem vilja „láta mikið gerast“ í stuttu máli geta ekki á annað betra kosið. Eitt slíkt ritsafn, KVIKMYNDA- SÖGUSAFNIÐ, hefir nú hafið göngu sína hjer á landi, með bráðskemti- h gri sögu, sem heitir „Landnemarn- ir“. Er útgáfan smekkleg. Svo er gert ráð fyrir, að eitt hefti komi út á mánuði, 40 síour að stærð, og sje jafnan heil saga, ein eða tvær í hverju hefti. Verðinu er mjög stilt í hóf, því heftið kostar aðeins 50 aura. Fyrir dómstólunum í Canada er einkennilegt mál á döfinni. Fjórir kennarar hafa höfðað skaðabótamál gegn eimskipafjeiagi einu, vegna þess að þeir urðu sjóveikir. Krefjast þeir aðeins 125.000 dollara skaðabóta. Ingimr Þóroddss\on frá Reykj- nm varð 70 ára í gær. Gísli Björnsson frá Eliiðavatni varð 70 ára í gær. HESTAFLIÐ Á BAKINU. Þjóðverjar hafa smíðað lítinn hreyfil, sem ætlaður er til þess að bera liann á milli, þar sem nota þarf aflgjafa, og eigi borgar sig að fjytja stærri hreyfla. Þessi hreyfill er eitt hestafl og vegur 13 kg. Er hann i fjaðragrind til þess að hann skemmist síður af hristingi. Maður nokkur í Chicago var ný- lega dæmdur í fangelsi fyrir ein- hverja minni háttar yfirsjón. En þeg- ar hann átti að fara inn í klefann kom það á daginn, að það var ó- mögulegt að koma honum inn um klefadyrnar. Hann var svo feitur. Varð þvi að leigja handa honum her- bergi út i bæ og situr hann þar i stofufangelsi. ------ NÝJA BlÓ. ----------- Náttðran kallar. Töfrandi mynd gerð eftir hinni heimsfrægu skáldsögu Jack Lon- don, „Call of tlie Wild“, af Josepli Schenk. Aðalhlutverkin ika: CLARK GABLE LORETTE YOUNG og JACK OAKIE. Áhrifamikil og efnisrík mynj. Sýnd bráðlega. Mynd þessi er bygð’á sögunni „Call of the Wild“ eftir Jack London, og er tekin af United Artists undir stjórn Joseph Schenk. En aðalhlut- verkin leika Clark Gable, Loret' t Young og Jack Oakie. Clark Gable leikur í myndinni gullgrafarann Jack, ungan og óprútt- inn æfintýramann, sem nú er orð- inn leiður á lífinu i Klondike og ætlar að fara á burt. En i skilnaðar- samsæti því sem hann heldur kunn- ingjunum eyðir hann aleigunni i svalli og spilum — fargjaldinu líka. Shorty kurtningi lians sem er nýkom- inn úr fangelsinu fyrir að hafa stolist í brjef sem hann flutti, hvíslar þn að honum því, að þeir geti grætl miljón dollara á skömmum tíma. Hann hefir sem sje komist yfir brjef frá gullgrafara nýdánum til sonar hans í San Francisco, þar sem liann segir honum frá auðugri nániu, er hann hafi fundið og er uppdráttur af staðnum, með brjefinu. Hefir Shorty tekið afrit af uppdrættinuui og sendir svo brjefið áfram, en nú er um að gera að finna námuna og helga sjer hana, áður en sonur hins látna, Jolin Blake, komist norður. Nú leggja þeir Jack og Shorty afstað, eftir að hafa 'hitt Smith nokkurn, sem lika er á leiðinni norður. Eigast þeir ilt við hann og þeir, út af kaupum á tryltum hundi, sem Buck er kallaður og kemur mikið við sög- una. En á leiðinni finna þeir Jack og Shorty konu eina upp á öræf- unum. Hefir maður hennar farið frá henni til þess að ná i hjálp. Það kemur hráðlega á daginn, að konan er gift John Blake, hinum rjetta eiganda námunnar. Þeir fara með hana með sjer áfram og hjá henni fá þeir rjetta uppdráttinn af námu- svæðinu gegn því, að hún fái helm- ing námunnar. jengur hún að þessu vegna þess, að henni dettur ekki annað i hug en að Blake liafi orðið úti í bylnum, eftir að hann skyldi við hana. Verður nú farið fljótt yfir sögu. Þorparinn Smith kemur enn við mál ið og verða nú átök um yfirráðin yfir námunni. Það skal eigi sagt frá því hjer hvernig þeim lýkur, en geta má þess, að þetta er einn áhrifn- mesti þáttur myndarinnar og svo hitt, að John Blake kemur til sög- unnar á ný og þar með verða enn átök milli hans og Jack ekki aðeins um námuna heldur og um ástir frú Blake. Myndin segir best frá þvi sjálf hvernig þeim viðskiftum lýkur. Myndin er frá upphafi til enda ein samanhangandi og spennandi við- Lurðarás, umhverfið stórkostlega löfrandi og leikurinn prýðilegur. Clark Gable tekst afburða vel að sýna hin margþættu persónulegu einkenni gullgrafarans og frú Blake scm leikin er af Lorettu Young, túlk- ar prýðilega hið næma mál ástar- innar sem er í vafa um hvað hún vill. Þá er þorparinn Smith ágætlega vel leikinn af Heginald Owen. Þetta er mynd sem allir ættu að sjá.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.