Fálkinn


Fálkinn - 07.11.1936, Blaðsíða 12

Fálkinn - 07.11.1936, Blaðsíða 12
12 DASHIELL HAMMET: Granni maðurinn. Leynilögreglusaga. „Hann er málaflutningsmaður Wynands“, sagði jeg, „jeg get ekki sjeð neina ástæðu til, að þú getir ekki treyst honum“. „Datt mjer ekki i hug“. Hún rýmdi til i sófanum. „Sestu — það eru miljónir af ýmsu, sem jeg þarf að spyrja þig' um“. „Ilvað segirðu um að fá þjer glas áður en við byrjum?“ „Ágætt, mjer stendur á sama, hvað þú kemur með, nema ómögulega eggjasnaps", sagði hún, „jeg fæ altaf velgju af honum“. Þegar jeg kom framan úr eldhúsinu aftur voru Nora og Jorgenson að spreyta sig á að tala frönsku saman. Dorothy ljest altaf vera að borða, og Mimi hafði farið að leika sjer við tíkina aflur. Jeg útdeildi glösunum og setlist svo hjá Mimi. Hún sagði: „Konan þín er yndisleg". Jeg sagði: „Mjer lílcar að minsta kosti vel við hana“. „Segðu mjer sannleikann, Nick, heldurðu að Clyde sje verulega geðveikur — jeg meina, svo geðveiknr, að það ætti að gera eitthvað við því? „Hvernig ætti jeg að vita það?“ „Mjer er þetla áhyggjuefni úlaf börnun- um“, sagði liún. „Jeg get engar kröfur gert lil lians framar. Þegar við fengum skilnað fjekk jeg greidda upphæð í eilt skifti fyrir öll, en börnin eiga kröfu á hann. Við eigum ekki nokkurn eyri til nú orðið og jeg hefi ekki hugmynd um, livað jeg á að gera við krakkana. Ef hann er geðveikur þá á mað- ur á hættu að liann sóliuidi aleigu sinni og láti þeim ekki eftir nokkurn eyri. Ilvað finst þjer að jeg ætti að gera?“ „Ertu að hugsa um að koma honum á geðveikrahæli ?“ „Nei“, sagði hún og dró seiminn, „en mig langar mikið til að hafa tal af honum“. „Ilún tók hendinni um handleggin á mjer. „Þú mundir gela fundið hann“. Jeg liristi liöfuðið. „Viltu ekki hjálpa mjer, Nick. Einu sinni vornm við þó vinir. Stóru bláu augun lienn- ar voru bljúg og biðjandi. Dorothy hafði nánar gætur á okkur, það- an sem hún sat, við borðið. „í guðanna bænum, Mimi“, sagði, jeg, „það eru þúsundir af leynispæjnrnm til í New York, láttu einhvern af þeim gera þelta, jeg er hættur þessháttar gamni“. „Jeg veit það, en —. Var Dorry mjög full í nótt?“ „Það var vist jeg, sem var fullur Mjer sýndíst hún vera allsgáð“. „Finst þjer hún ekki vera orðin lagleg“. „Mjer hefir altaf fundist hún vera falleg“. Ilún hugsaði um þetta í svip og sagði svo: „Hún er ekki nema barn ennþá, Nick“. „Ilvað kemúr það eiginlega þessu máli við?“ spurði jeg. Hún hrosti: „Ætlarðu ekki að fara að klæða þig, Dorry?“ Dorry endurtók ólundarlega, að hún gæti ekki sjeð hversvegna hún þyrfti að fara að hanga sjer til leiðinda hjá Alice frænku. F Á Ll K I N'N Jorgenson sneri sjer að konu sinni: „Frú Charles er svo ástúðleg að stinga uppá, að við —“ „Já“, sagði Nora, „hversvegna dokið þið ekki ofurlítið við. IJjerna kemur margt fólk. Það verður að vísu varla sjerlega skemtiíegt, en —“ Hún veifaði glasinu í stað þess að Ijúka setningunni. „Mig sárlangar til þess“, svaraði Mimi hægt, „en jeg er hrædd um, að Alice —-“ „Gerðu afhoð í símanum“, sagði Jorgen- son. „Það skal jeg gera“, greip Dorolhy fram í. Mimi kinkaði kolli: „Farðu nú vel að henni“. Dorothy fór inn í svefnlierbergið. Það var eins og öllum ljetti. Mjer varð lilið til Noru og hún deplaði augunum til mín, glað- klakkaleg á svip en jeg neyddist til að taka því vel, því að Mimi horfði á mig líka. Mimi spurði mig: „Er það alvara, að ykk- ur langi til að við verðum lengur?“ „Vitanlega er það hláköld alvara“. „Jeg ætla að vona, að þú Ijúgir þessu ekki. Þótti þjer ekki vænt um Júlíu veslinginn?" „Júlía veslingurinn ljómar vel af þínum vörum. Jú, jeg kunni sæmilega við hana“. Mimi lagði aftur hendina á liandlegginn á mjer. „Hún spilti hjónabandi mínu og Clydes. Auðvitað hataði jeg liana —þá, en það er langt síðan þetta var. Mjer var ekk- ert í nöp við hana, þegar jeg fór til hennar á föstudaginn. Og, Nick, jeg sá liana dauða. Hún átti ekki skilið að deyja. Það var hræði- legt. Það gildir einu um tilfinningar mínar í hennar garð lijer einu sinni en nú finn jeg ekkcrt nema meðlíðan. Jeg sagði Júlía ves- 'lingurinn af þvi að jeg meinti það“. „Jeg botna ekki í hvað þú eiginlega vilt“, sagði jeg, „jeg botna ekkert í hvað þið eig- ielega viljið, öll saman“. „Öll saman“, át hún eftir. „Hefir Dorotliy verið —“ Dorothy kom innan úr svefnherherginu. „Jeg gekk frá þessu“. Hún kysli móður sína á munninn og settist hjá henni. Mimi kíkti í spegilinn i lokinu á farða- dósinni sinni til þess að athuga, hvort munn- urinn hefði ekki mist lit, og spurði: „Hún mun ekki hafa móðgast af þessu?“ „Nei, jeg sá um það. Hvað á maður að hafast að, þess til að gera sig verðugan þess að fá svolítið í staupinu?“ Jeg sagði: „Maður á að fara að borðinu, þar sem ísinn er og flöskurnar og skamta sjer sjálfur“. Mimi sagði: Þú drekkur of mikið“. „Jeg drekk ekki eins mikið og Nick“. Hún strunsaði að borðinu. Mimi liristi höfuðið. „Þessi börn, þessi börn! En hvað vorum við að tala um — matst þú ekki Júlíu Wolf mikils?“ Dorothy kallaði: Vilt þú ekki einn með mjer, Nick?“ „Iljartans þakkir“, sagði jeg og síðan við Mimi: „Jú, jeg kunni sæmilega við liana“. „Þú ferð eins og köttur í kringum heitan graut fram hjá spurningunum mínum“, sagði hún, „kunnirðu t. d. eins vel við hana eins og þú kunnir einu sinni við mig?“ ,,Þú meinar þessi kvöld, sem við eyddum saman ?“ Hún hló innilega. „Þetta kalla jeg nú svar“. Hún sneri sjer að Dorothy, sem kom til okkar með glösin. „Þú verður að reyna að fá þjer kjól með þessum bláa lit, elskan mín, liann fer þjer vel“. Jeg tók eill glasið af Dorothy og sagðist halda, að nú yrði jeg að reyna að fara að ldæða mig. .VII. Þegar jeg kom út úr baðherberginu, sálu Nora og Dorotliy í svefnherberginu. Nora var að snnrfusa á sjer hárið, Dorothy sat á rúmstokknum með sokkhol i liendinni. Nora sendi mjer koss í speglinum yfir snvrtlborðinu, liún ljek á alls oddi. „Þjer þykir ósköp vænl um Nick, er það ekki Nora“, spurði Dorothy. „Hann er gamall grískur sauður, en jeg liefi vanist homim“. „Eiginlega lieiti jeg Cliaralambides“, sagði jeg. „Þegar karlsauðurinn liann faðir minn kom liingað lil U. S. A. sagði fíflið, sem af- greiddi hann á Ellis Island, að Charalam- bides væri ekki skrifandi vegna þess að jiað vær svo langt, og svo rakaði hann af jiví lubbann, svo að ekki varð eflir nema Cliar- les. Gamla manninum var alveg sama, þeir hefðu gjarnan mátt kalla liann X eða Y, ef þeir aðeins vildu hleypa lionum í land“. Dorothy góndi á mig. „Jeg veit aldrei hve- nær jiú lýgur og livenær jiú seg'ir satt“. Hún fór að fara í sokkinn, en hætti í miðjn kafi. „Hvað var hún mamma að reyna við þig?“ „Ekki neitt, hún ætlaði bara að reyna að veiða upp úr mjer. Hana langaði lil að vita, livað jiú gerðir og sagðir í nótt“. „Datt mjer ekki í liug. Og hvað sagðir þú henni?“ „Ilvað gat jeg' sag't? Þú sagðir ekki neitt og gerðir ekki neitt“. Það komu hrukkur í ennið á henni og hún valdi sjer annað umtalsefni: „Jeg liefi aldrei vitað, að jiað hafi verið okkuð á milli ykkar mömmu. Vitanlega var jeg svoddan óvili jiá, að jió jeg liefði tekið eftir sínu al' liverju mundi jeg ekki liafa botnað neitt í j)ví. Jeg vissi ekki einu sinni að j)ið þúuð- ust“. Nora sneri sjer frá speglinum og brosti. „Nú þykir mjer týra á skarinu. Hún veifaði Dorothy með greiðunni. „Láttu j)að bara fjúka barnið gott“. Dorothy sagði alvarleg: „Svei mjer ef jeg Iiafði hugmynd um j)að“. Jeg var að tína títuprjóna úr nýstrokinni skyrtu. „En um hvað hefirðu hugmynd nú?“ spurði jeg. „Ekki neitt“ sagði hún og dró seiminn og í'ór að roðna. „En jeg kann að slafa og kveða að og leggja saman. „IJún beygði sig niður að sokknum sínum. „Þú Iiefir munninn á rjettum stað, stelpu- kind“, tautaði jeg, „j)ú erl erkiflón, en vertn ekki svona vandræðaleg á svipinn. Ekki getur þú að því gert, þó að þú hafir saur- ugar hugmyndir“, Hún leit upp og hló, en jægar hún spurði: „Heldurðu að jeg liafi erft margt frá möinnni?“ varð hún alvarleg. „Það kæmi mjer ekki á óvart“. „En heldurðu það?“ „Þú vilt að jeg svari nei? Nei, nei!“ „Þarna sjerðu livaða djöful jeg liefi að draga", sagði Nora glaðlega. „Það er hvorki liægl að bíta liann eða tyggj,a“. Jeg varð fyrslur til að klæða mig og fór inn í setustofuna. Mimi sat á hnjánum á

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.