Fálkinn


Fálkinn - 20.02.1937, Blaðsíða 2

Fálkinn - 20.02.1937, Blaðsíða 2
2 FÁLKINN -------- GAMLA BlÓ ------------- Bðrn náttdrunnar. Gullfalleg og hrífandi mynd um menning hvítra manna, og jafn- framt spillingu þá, er þeir flytja með sjer til innfæddra Suður- hafseyjabúa. Aðalhlutverkin leika: MALA og LOTUS. Sýnd bráðlega. Á Tafoa, sem er ein af Suðurhafs- eyjunum, er sá siður enn við Iíði, að ungir vopnfærir menn fari til ein- hverrar annarár eyjar í leiðangur, tii að leita sjer kvonfangs. Djarfir og hugaðir róa þeir yfir geislaflöt Kyrra- hafsins og huldir af skógabeltunum lenda þeir, svo litið ber á; fimir og varkárir læðast þeir um skógana og leita að konum eyjarinnar og loks gerast þeir svo djarfir, þegar karl- mennirnir úr þorpinu eru öðru að sinna, að ráðast á hinar ungu konur og hafá þær á br.ott með sjer í bát- inn. Hver maður á lögum samkvæmt þá konu, sem hann sjálfur hefir gripið höndum. Meðal ungra manna á Tafoa var Taro ekki einungis fallegastur útlits heldur einnig inestur bardagamaður, fremstur veiðimaður, fræknastur sundmaður og frægastur hákarlabani. Einu sinni er hann í leiðangri með höfðingja eyjarinnar og kemur þá að fjallatjörn einni, þar sem margar stúlkur eru að baða sig. Meðal þeirra er Lilleo, ung og fögur, með bros, sem gerir Taro þegar liugfanginn. Taro eltir hana og nær i hana og kaslar henni á bak sjer, en hún æpir og innan skannnrar stundar eru aliir vopnfærir menn í þorpinu komnir af stað á eftir ræningjanum, vopn- aðir löngum og biturlegum spjótum. Tafoa-höfðinginn verður þessa var og skipar mönnum sínum að sleppa kvenfólkinu og forða sjer í bátana, en Taro er önnum kafinn að reyna að drösla Lilleo með sjer niður i fjöruna, og það verður til þess, að bátarnir eru lagðir frá landi þegar hann kemur í flæðarmálið, og liann horfir á eftir ættmönnum sínum, sem taka lífróður frá landi. Þetta sjá heimamenn lika, og halda þvi, að allir gestirnir sjeu á brott í bátnum, og það verður til þess, að Taro gefur leynst og skömmu síðar náð i smá- bát og flutt Liileo til Tafoa. Allir bjóða þau hjartanlega vel- komin þegar þangað kemur ........... að undanteknum höfðingjanum sjálf- um, því liann er líka ástfanginn af Lilleo, enda þótt hann verði að beygja sig undir iandslög og eftirláta hana Taro. Hann liefir þegar fengið á henni ákafa ást, en hún gefur sig ekki á vald hans fyrr en hann hefir drepið hákarl og bjargað henni frá mannýgum villigelti. Þá loks halda þau brúðkaup sitt með mikilli við- liöfn og alt er nú í lukkunnar vel- standi .....þ. e. a. s. í bili. Fram- haldið má sjá í GAMLA BÍÓ. Halldór Siyurðsson, úrsmiður, varð 60 ára Í8. þ. m. Frú Sigurborg Magnúsdóttir, Suðiirgötu 28, Hafnarfirði, verð- ur W ára 2k. þ. m. Frú Sigríður Jónsdóttir. Vestur- götu 16, Hafnarfirði, varð 70 ára 18. þ. m. Skipið „Leviathan", sem Banda- rikjamenn gerðu upptækt á ófriðar- árunum — Þjóðverjar áttu það, en það lá í New York er ófriðurinn hófst — hefir nú verið selt til nið- urrifs. Það hefir legið óhreyft i mörg ár, þvi ekki þótti borga sig að halda því út. Leviathan var um eitt skeið talið stærsta skip heimsins, en Eng- lendingar neituðu því jafnan, þó að lonnatal þess væri hærri en nokkurs skips í Englandi. Þetta orsakaðist af því, að mælingareglur Ameríkumanna eru öðruvísi en Evrópumanna — sýna liærri tonnatölu fyrir sama rúmmál. Leikfjelag Reykjavíkur Annara manna konnr. Síðastliðið sunnudagskvöld lijelt Leikfjelagið frumsýningu að nýju leikriti, liinu fjórða í röðinni á þess- um vetri. Leikurinn heitir „Annara manna konur“ og er eftir Walter Hac- kett, en leikstjórn hefir annast þýsk kona, sem hjer liefir dvalist að und- anförnu, frú Elizaebeth Göhlsdorf. Leikritið er fjörugt og gamansamt, efnið leynilögreglusaga, blandin ást- aræfintýri. Leikendur eru þessir: Haraldur Björnsson, sem leikur yfir- þjón á hóteli, frú Ingihjörg Steins- Reginald de Brett (Ragnar E. Kvaran). dóttir leikur Angelu Worthing, „ann- ars manns konuna", Indriði Waage leikur Anthony Peel, sem Jendir óvart inn á sumarhóteli með ^konu kunn- ingja síns; Arndís Björnsdóttir leikur þernuna á hótelinu, Ragnar E. Iívar- an leikur Reginald de Brett leyni- lögreglumann, en Alfred Andrjesson leikur lögreglumann. Loks leika heir Brynjólfur Jóhannesson og Gestur Pálsson tvö smáhlutverk. Leikurinn fer fram í herbergi í sumarhóteli á Frakklandsströnd; liann hefst . að kvöldi og er lokið morguninn eftir. Leikurinn er skemtilegur og prýðis- vel leikinn. Mun hann væntanlega verða vel sóttur. Anthony Peel (Indriði Waage) og ,,Þernan“ (Arndís Björnsdóttir). Sá gestur sem mesta atliygli vakti i brúðkaupi Júlíönu Holllandsprins- essu var innfædd prinsessa frá Java. Hún sýndi í veislunni ýmsa austur- lenska dansa, en hljóðfæraslátturinn sem hún dansaði við kom í útvarpinu frá heimili hennar í Java. -------- NÝJA BÍÓ. ---------------- „39 skref“. Ensk talmynd, er sýnir einhverja viðburðaríkustu, mest spennandi og skemtilegustu njósnarasögu, sem fekin hefir verið á kvik- mynd. Aðalhlutverkin leika: MADELEINE CARIÍOLL og kvennagullið ROBERT DONAT. Myndin byggist á hinni frægu sögu „The 39 steps“ eftir JOHN BUCHAN, er lesin hefir verið af iniljónum manna um víða veröld og sem talin er vera ein af bestu sögum um dularfull njósnaramál, sem samin hefir verið á ensku. Sýnd bráðlega. Eitt hinna alþýðlegri fjölleikahúsa Lundúnaborgar hefir upp á merka nýung að bjóða — það er fyrirbrigð- ið, sem kallað er „Mr. Memory" — maður, sem treystir sjer til að leggja hvað sem er á minnið og muna það svo lengi sem vera ska)! Auðvitað eru áheyrendur hahs stórhrifnir og láta drífa yfir liann erfiðustu spurn- ingum og vérkefnum, en hann lætur sjer hvergi bregða eða skjátlast. Eitt kvöldið, þegar sýningin stend- ur sem hæst, gellur við skammbyssu- skot í leikhúsinu. Áhorfendurnir streyma, eins og vitlausir menn til allra dyra, og ungur Canadainaður, Richard Hannay, sem er gestkom- andi í borginni, kemst í það að hjálpa út konu, sem hefur gripið i liann i dauðans ofboði í þrengslun- um. Þegar liann hefir bjargað konunni út, biður hún liann um að mega fylgjast með lionum lieim til lians, og þegar þangað er komið, trúir hún lionum fyrir því, að hún sje njósn- ari og heiti Annabella Smitli. Svo standi á, að afburðásnjall njósnari erlendur, sje á höttunum til að kom- ast eftir mjög mikilsverðri uppfinn- ingu viðvíkjandi loftflola Englands, en Inin eigi að vera á hælum hans og sjá um, að ekki verði neitt úr neinu fyrir honum. í þetta sihii hafði hún clt tvo aðstoðarmenn hans í fjöl- leikahúsið, en þegar hún varð þess vör, að þeir höfðu sjeð hana og þekt, greip hún til þess úrræðis að skjóta úr skammbyssu til að koma öllu í uppnám og sleppa þannig frá þessum tvímenningum. Hún segir enn- fremur, að foringi þeirra sje flestum snjallari og slungnari, og snillingur í þvi að bregða sjer í dulargerfi, en þó megi altaf þekkja hann á því, að liann vanti einn köggul framan á annan litlafingurinn. Hannay er ekkert sjerlega upp- næmur fyrir þessari sögu kven- mannsins og skoðar liana nánast sem heilaspuna eða uppspuna. En hann Framh. af bh. 15.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.