Fálkinn


Fálkinn - 27.02.1937, Page 3

Fálkinn - 27.02.1937, Page 3
F Á L K I N N 3 jjgpP ' >: ■; ;v.; 'M ..... ‘ Hallgrímskirkja í Saurbæ. G. Samuelsson. Hallgrímskirkja í Saurbæ. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM fíitstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2211). Opin virka daga kl. 10—12 og 1—(5. Skrifstofa i Oslo: Anton Schjöthsgade 14. BlaSið keniur út hvern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.50 á mánuði: kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftanir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter. Herbertsprent prentaði. Skraddaraþankar. „Hugur ræður hálfum sigri“. — Við hittum oft fyrir nienn, scm að jiví er virðist eru vel af guði gefnir, greindir ntenn og verkfúsir, en samt verður ekkert úr þeini. Þeir hjakka i ssma farinu ár og sið þrátt fyrir hæfileika sína og virðast gjörsneydd- ir möguleikanum lil ])ess að geta lát- ið sjer fara fram. Og þeir una þessu sjálfir. Það geta legið ýmsar ástæður til þessa, meðal annars sú, að þeir „una þessu sjálfir". Fyrsta skilyrðið til ]>ess að láta sjer fara fram er auð- vitað það, að una ekki sjálfur því sem er, en setja sjer það mark, að komast lengra. Þar reynir á hugann. Því að það eru ekki orðin, sem liggja til alls fyrst heldur hugurinn. Það eru til menn, sem eru hinir frökk- ustu í heyranda hljóði og segja frá ótal áformum, en koma samt engu i framkvæmd. Þá vantar það sem hak við orðin verður að vera: hugann! Viljann! Áræðið! Alt sem heitir tilraun fer á tvo vegu, ef í hana er ráðist. Hún tekst eða lekst ekki. En sú tilraun sem ekki er reynd fer ekki nema á einn veg: Hún tekst ekki. Það er eins með lilraunirnar og happdrættið, að stundum fær inaður núll og stundum vinning, með þeim mismun þó, að vinningarnir í tilraunastarfseminni eru miklu fleiri en í happdrættinu. Og í happdrættinu getur maður aldrei vitað fyrirfram l-.vort maðúr vinnur eða ekki, en við tilraunina dæmir maður sjálfur lík- urnar á því livort maður vinni eða ekki, og hagar sjer eftir þeim líkum. Það er svo með lífið, að það er sjaldan sem það gefur áhættulausan leik á borði. Sá sem vill lifa án þess að standa í stað, verður jafnan að leggja eitthvað í hættu. Framtaks- sömu mennirnir leggja i liættu og leika leikinn á skákborði lífsins, þó að hann.sje vafasamur. En liugleys- ingjárnir ekki. Þeir húgsa ávalt um hverju þejr sleppi og hafast ekki að. En svo eru líka til menn, sem eru svo fjarri þ.ví að láta hug ráða hálf- um sigri, að jafnvel þó að þeim ber- ist upplögðu leikirnir upp í hend- urnar ])á nota þeir l)á ekki samt. Þeir geta ekki hugsað upp fyrir sig. Þeir eru ánægðir með alt eins og það er, þeir vilja standa i stað. Það er að visu svo um þessa menn, að þeir taka ekkert frá öðrum og eru meinlausir. En þeir eru gagnslaúsir lika. Straumur framfaranna líður framhjá þeim, þá dagar uppi og drag- ast aftur úr. Kyrstæðu mennirnir eru liemlar á hverri þeirri þjóð, sem í framför er. ---o--- Meira en tveir áratugir eru nú liðnir síðan hafist var handa um fjársöfnun til þess að reisa i Saur- bæ á Hvalfjarðarströnd kirkju til minningar um Hallgrím Pétursson. Hugmyndina átli að sögn Friðrik Bjarnason kennari i Hafnarfirði, en sjera Einar prófastur Thorlacius ætla jeg að fyrstur hafi lireyft henni opin- berlega. Það gerði hann á hjeraðs- fundi Borgarfjarðarprófastsdæmis. Henni var þegar ákaflega vel tekið og bezt af þeim, sem merkastir voru og vitrastir, eins og t. d. Þórhalli biskupi Bjarnasyni. Hann átti þá skammt ólifað, en meðan hans naut við, studdi hann málið af þeirri rök- föstu snild, sem einkendi alt mála- fylgi hans, hins spaka manns og prúða. Ekki hefir síður verið ein- dreginn stuðningur Sigurðar prófess- ors Sívertsens og ritgerð hans í Prestafjelagsritinu er ef til vill hið allramerkasta, sem um það hefir verið ritað. En hina eiginlegu forgöngu málsins má segja að sjera Einar Thorlacius liefði einn á liendi um ákaflega langt skeið og enn starfar hann að þessu áhugamáli sínu, enda l>ótt Ólafur B. Björnsson tæki við leiðsögunni 1933. Ifún hefir síðan verið í hans höndum og má nálega segja að í þessu máli hafi hann lyft Grettistaki. Sjóðir kirkjunnar (bygg- ingarsjóðurinn) hefir síðan margfald- ast og mun nú vera farinn að nálg- ast 80 þúsundir. Langmest liefir fjeð komið fyrir atbeina Hallgrimsnefnd- anna, sem starfað hafa nú um þriggja ára skeið í flestum sóknum landsins. Starf margra þeirra hefir verið svo merkilegt að vafalaust verður ein- liverntíma um ]>að ritað, enda ber svo að gera. í vörslum landsnefndarinn- ar eru líka svo mikil gögn til um þetta efni að um það mælti rita ræki- lega, þótt allir væru þeir fallnir frá, sem skjiilin geyma. Á þessum siðustu deilusömu tím- um eru það ef lil vill aðeins tvö mál. sem þjóðin hefir borið gæfu til að bera uppi með óskiftum vilja, slysavarnamálið og Hallgrímskirkju- málið. í hvorugu hefir nein flokka- skifting ]>ekst. Þannig hefir það engu breytt, hvernig skiftst hefir um ríkis- stjórn, ávalt átti Hallgrímskirkjumál- ið þar vísan stuðning, enda mun það sýna sig, þegar saga þess er rituð. að það er ekki smáræðis-lijálp, sem úr þeirri átt hefir komið. Talsvert hefir landsnefndin orðið vör ólíkra sjónarmiða um það, hve vcgleg kirkjan ætti að vera. Eins og vænta mátti hefir þess orðið vart, að til eru þeir menn, sem aldrei hafa gert sjer það ljóst, hvilík vansæmd þjóðinni ]>að er, að liin oft um talaða latækt hennar skuli koma fram í marg stækkaðri mynd í guðshúsum þeim, er hún reisir. Þessir menn hafa þann skilning, að þá væri við- unanlegl ef kirkja sú, sem öll þjóð- in reisir með aldarfjórðungs fjár- söfnun til minningar um Hallgrím Pjetursson, ber eitthvað dálitið af almennri sóknarkirkju i sveit, eins og þær gerast nú. Sem betur fer er þessi skilningur (nei, skilningsskort- ur) óðum greinilega að breytast. Á hina liliðina eru aftur þeir, sem hafa fullan skilning á málinu og brýna landsnefndina um að halda því fram í samræmi við hann. Að sjálfsögðú væri nefndinni þetta ljúfast, en það er langt frá því að hún treysti sjer 1 i 1 þess, og þó að hún efi ekki að síðari límar muni telja að markið liafi verið of lágt sett, hefir hún kos- ið að fara meðalveginn. Með þvi móti treystir hún þvi líka, að þess verði nú skamt að bíða, að þjóðin leggi fram það fje, sem á vantar til þess að endanlega verði liafist handa um byggingu kirkjunnar. Undirbún- ingsstarf hafa sóknarmenn þegar unnið mikið og munu væntanlega halda því áfram í vor. Nú er svo komið að Fálkinn getur í dag sýnt lesendum sinum mynd af Hallgrímskirkju eins og lnin er fyrir- liuguð. Hefir verið gert trjelíkan eftir uppdrætti próf. Guðjóns Sam- úelssonar þeim, er samþyktur hefir verið. I kirkjunni er 200 manns ællað sæti, en auk þess verður allgotl gólf- rúm, svo að miklu fleiri geta kom- ist inn. 1 framkirkjunni verður sjer- stök vctrarkapella og munu þar verða sæti fyrir nær 30 manns. Uppi í stöplinum, sem er 22 metra hár, verð- ur m. a. bókasafn. Þar er vonast til að geymdar verði allar útgáfur af ritum Hallgríms, þýðingar þeirra á erlend mál o. fl. Er mælt að nafn- kunnur maður lijer í Reykjavík eigi mikið safn Passíusálma (þar á meðal fyrstu útgáfu), sem hann ætlar að gefa kirkjunni. Hugsanlegt er, að þítrna verði fleiri minjar um Hall- grim. Sagt er að gleraugu lians .sjeu enn til í Kaupmannahöfn og væri skemtilegt að kirkjan eignaðisl þau. Kirkjunni liafa þegar gefist þeir gripir, sem til gersema mega teljast. Má t. d. nefna hinn mikla silfurka- leik og patinu, sem dr. Árni Möller hefir gefið. ónefndur Reykvíkingur hefir gefið 1000 kr. lil altaristöflu. En ]>ó að gefendur slíkra gripa leyni nöfniun sínum, verða þeir að sætta sig við þá tilhugsun, að hulunni verði lyft, þegar þeir eru sjálfir horfnir hjeðan, því þá verða nöfn þeirra letr- uð á hina gefnu muni. Stærsta gjiif, sem kirkjunni enn hefir borist er 10,000 kr. dánargjöf Einars Þorgilssonar alþingismanns. Allmargir hafa gefið 100 kr. til ævi- sagnabókarinnar, vegna látinna vina eða skyldmenna. Upphaflega var svo til ætlast að kirkjan yrði reist yfir gröf Hall- gríms, og með þeim liætti. sem Sig- urður P. Sívertsen hafði bent á að skemtilegast væri. En ástæður hindr- uðu að þetta gæti orðið. Var henni ]>á valinn staður á liól einum til landnorðurs frá kirkjugarðinum. Iin jafnframt var garðurinn stækkaður mjög og umhverfis kirlcju og kirkju- garð verður stór skrúðgarður, sem nú er búið að> girða. Sá garður verður undir umsjá skógræktar ríkisins, enda ei tilhögun hans eftir fyrirmælum Hákonar Bjarnasons skógræktar- stjóra. Póstkort af Hallgrímskirkju eru nú að koma á markaðinn og verða seld til ágóða fyrir byggingarsjóð- inn. Sn. J. Ölafiw Kvaran ritsímastjóri verður 'i0 ára 5. mars.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.