Fálkinn - 27.02.1937, Qupperneq 4
4
F Á L K I N N
Elsltt trjeh i Reykjavik. Rornhólms-silfurreynir í Bæjarfógetagarðinum
við Aðalstræti.
TRJÁRÆKT í REYKJAVÍK
EFTIR VIGFLJS GUÐMUNDSSON
FLESTIR MUNU HAFA VEITT EFTIRTEKT HINNl
MIKLU FRAMFÖR, SEM TRJÁRÆKT OG GARÐRÆKT
HAFA TEKIÐ í HÖFUÐSSTAÐNUM Á SÍÐUSTU ÁRA-
TUGUM, OG FLESTIR ÞEKKJA ELSTU TRJÁGARÐANA
í REYKJAVÍK. EN HVERNIG ERU ÞEIR TIL ORÐN-
IR HVERIR VORU BRAUTRYÐJENDUR í TRJÁ-
RÆKTINNI OG HVERNIG TÓKST ÞEIM. HVAÐAN
ERU TRJEN KOMIN OG HVAR ERU HELSTU TRJEN
í BÆNUM? ÞESSUM SPURNINGUM OG MÖRGUM
FLEIRI SVARAR HINN GAGNFRÓÐI RITHÖFUNDUR
VIGFÚS GUÐMUNDSSON í EFTIRFARANDI GREIN.
TRJÁRÆKT HEFIR VERIÐ EITT AF MESTU ÁHUGA-
MÁLUM HANS SÍÐAN HANN FLUTTIST I HÖFUÐ-
STAÐINN OG ENG-INN MUN VERA KUNNUGRI I
GÖRÐUM REYKVÍKINGA EN HANN.
Trjáræktin er að vísn aukaatriði
enn í búnaði hjer á landi alment.
Samt er hún nú þegar orðin svo
mikill þáttur í áhuga, prýði og holl-
ustu Reykjavíkurbúa, að forsaga henn
ar þar og braulryðjendur mega ekki
falla í gleymskui.
Eigi er kunnugt, að Skúli fógeti
hafi látið gera tilraun með trjárækt
i Reykjavík. En í Viðey drap sæ-
rokið trjáplönturnar hans á 3. ári,
þær allar, sem svo lengi lifðu.
Eftir hjerumbil heila öld þar á eft-
ir, verður fyrst vart við trje, sern
lifðu lijer i hænum. Það var nálægt
miðri 19. öid, að garðræktarkonan,
hiskupsfrú Sigríður Bogaclóttir, ljet
'trka tvær reyniplöntur í Reykjanes-
hraunum og gróðursetja þær í garði
sínum við hús nr. 16 í Austurstræti.
Þrifust trjen svo vel, að þau náðu
liátt upp í þekjuna á húsinu, einlyftu
meÖ háu risi. Frúin kom til Reykja-
vikur 1848. Hún vann sjálf í garði
sínum og ræktaði matjurtir, herja-
runna og blóm og viðaði víða að, t.
d. fjekk hún eyrarrósir ofan úr Ivj’ós,
þær fyrslu, er hjer voru gróðursett-
ar. En er hún flulti til dætra sinna í
Danmörku árið 1892 og Godthaabs-
vérslun settist þarna að (sem nú er
stórhýsið með lyfjabúðinni), þá var
Úr Gróðrarstöðinni i Reykjavík. Á myndinni sjest Einar heitinn Helga-
son, „skapari“ gróðrarstöðvarinnar.
hlómgarðurinn eyðilagður með öllu.
— Þó er í mæli, að annað trjeð hafi
verið flutt til Agústar kaupmanns
Flygenring í Hafnarfirði.
Þessu næst verður vart við eitt
reynitrje hjá Hilmari Finsen, er hjer
var stiftamtmaður og svo landshöfð-
ingi, 1865—1883. Kálgarður var þá
þar, sem líkneski Kristjáns IX. stend-
ur nú, og trjeð þar ofan við, undir
grjótgarðinum að norðanverðu á
Stjórnarráðsblettinum, skamt frá
fjóshaugnum, sem þar var þá lika til
þess að prýða landsliöðingjabústað-
inn'). Trjeð var svo stórt, að hörn
gátu klifrað upp í það, en er horfið
fyrir tugum ára.
Með komu Schierbecks landlæknis
1883 kom nýtt líf í trjárækt eins og
garðyrkju lijer. Flutti liann hingað
þegar á fyrstu árum óteljandi út-
lendar trjátegundir og gróðursetti i
garði sínum. Hafa fáein þeirra lifað
og þrífast vel og eru elstu trjen, sem
nú lifa í hænum.
Húsið nr. 11 við Aðalstræti (nú
hakhús) Ijet landlæknir hyggja 1. ár-
ið. Reynitrjen tvö (Bornholms silfur-
eða gráreynir) hefir liann því að lík-
indum sett sunnan við húsið 1884, og
væru þau nú 52 ára hjer, en tveggja,
þriggja eða fleiri ára þá, er óvíst.
Nú eru þau 7 m. og 6,15 m. á hæð, og
liið hærra 78 sm. (30 þuml.) ummáls,
á hálfs metra hæð (sjá myndina).
Stærsta og fegursta trjeð er í norður-
horni garðsins, viðitegund, skógarpíll
borgarar. Hingað komin fyrir dáð og
dug hjónanna frú Þórunnar ög sýslu-
manns Frans Siemsen. Sendu þau
eftir trjáplöntum upp í liraun langt
fyrir sunnan Hafnarfjörð. Plönturnar
voru alt að alin á hæð, og gróður-
settu hjónin nokkrar þeirra í garði
sínum í Hafnarfirði (sýslumanns-
garði þar). En fimin þeirra aðminsta
kosti sendu þau til Reykjavíkur, 3 til
E. Th. Jonassens .amtmanns, og voru
þær settar fyrst við hús þeirra hjóna,
Ingólfsstræti 9. Eftir andlát amt-
manns (29. sept. 1891) flutti ekkjan
í Þingholtsstræti 14, og trjen með
sjer, líklega vorið 1892. Þar eru þau
enn að norðanverðu í trjágarði dr.
Bjarna Sæmundssonar, og eru með
liæstu trjám í bænum: 7,32—6,23 og
5,31 m. á hæð. Mörg önnur yngri og
fögur trje eru í garði dr. B. Sæmunds-
sonar. Þar á meðal hlynur 6,48 m.
og 78 sm. við rót, en 58 sm. á 1 m.
hæð. Hæsta trje i bænum er þar líka,
fögur björk 7,79 m. (24,8 fet) og 98
sm. ummáls við rótina, en skiftist
þar þegar í tvo stofna. Óvíst hvaðan
komið.
Hin tvö reynitrjen, er frú Þórunn
sendi foreldrum sínum, Árna Th. og
frú Thorsteinson, eru enn með góðu
lífi i gamla Landfógetagarðinum í
Austurstræti 20 (nú Hressingarskál-
inn). Standa þau suður frá húsinu
að austanverðu og eru ekki ýkja liá,
hæði neðan við 5 m. — Er helst
kent um sjávarseltu með raka fyrr-
Úr Bæjarfógeta-
garðinum við Að-
alstræti.
(Salix caprea) fágætur hjer, með
mjög stórri blaðakrónu, 6,5 á hæð
og stofninn 108 sm. við rótina. Mörg
eru þar og fögur yngri trjen, þ. ó. m.
ein fegursta björkin í hænum, tví-
slofna, 6,07 m. á hæð, annar stofninn
45 sm. á 1% metra hæð, hinn 38 sm.
á 2 metra liæð. Þar nærri er út-
lendur reynir, 6 m., 87 sin. á hólfs
metra hæð og 78 á 1 m. hæð.
Mjög mikið dó af trjáplöntum hjá
Schierbeck lækni eins og hjá öðr-
um tilraunamönnum, líka hjá Árna
Thorsteinson landfógeta, sem var
mjög samhentur landlækni við garð-
yrkjuna.---------
Elslu innlendu trjen hjer eru
reynitrje. Þau eru líka vel hálfrar
aldar gömul, fædd í sveit, en 48 ára
‘) Fjóshaugarnir eiga sína búnað-
arsögu og lika sem bæjarprýði í Rvík.
Þannig er getið um það 1852, að
„Mykjuliaugar í fjörunni Verði vall-
grónir af elli“. (Ný tíðindi).
Hinsvegar er kært yfir ]iví 1854, að
fjóshaugur renni fram í stakkstæði,
þar sem fiskur var breiddur. — Þá
er og árið eftir kvartað um mykju-
haug á Austurstræti, á þessa leið:
„Haugur þessi hefir legið svona op-
inn og oltið fram á ræsisbarminn,
framan i öllum, meira en viku ....
lítil hvítasunnuprýði". (Þjóðólfur
1855, 96). — Og enn gerist það til
hátíðabragðs á 100 ára afmæli kaup-
staðarins, að Þórður Zoega hyggði
fjós án leyfis og svo nærri hrunni,
að lögurinn frá mykjunni spilti
drykkjarvatninu. Fógeta barst kæra
út af þessu. (Fógetabók 1886).
um, er náð hafi til rótanna. Gerðar-
legur stofn er á öðru þeirra, 64 cm. á
1 m. liæð. Vestar með liúsinu eru tvö
innlendrar tegundar reynitrje yngri,
6,78 og 6,58 m., með 69 og 59 sm.
stofnum V2 m. frá rót. Þar mun vera
elsta og stærsta liegglrje hjeriReykja-
vík, frá 1898, tæpir sex metrar. Göm-
ul girðiviðarlrje (4 pílviðir, sem nú
cru að verða algengir hjer), altað 6
m. á hæð. Margstofna eru þau og
liggjándi, sökum vöntunar stuðnings
og uppbindingar á æskuárunum. Eitt
þeirra er svo rúmfrekt, að greinarn-
ar taka yfir 11x5,5 metra.
Jafnaldra þessum innlendu reyni-
trjám, eða þvi sem næst, eru tvö út-
lend trje, álmur og hlynur við húsið
nr. 5 við Laufásveg') Þar bjó dr.
Þorvaldur Thoroddsen 1887 og gift-
ist sama árið Þóru Pétursdóttur
biskups. Er því líklegast, að hún
hafi þá þegar eða um vorið 1888 sett
þar sunnan við húsgaflinn þéssar
trjáplöntur. En hve stórar þá eða
gamlar og hvaðan komnar, er óvíst.
Álmurinn er jafnhár húsinu 7,5 m.
(72 sm. á V-2 m. hæð) og faðmur þess
jafn hæðinni, svo mikil er laufkrón-
an. Hún hylur megin húsgaflsins og
tcygir arma sína fram fyrir hlyninn
(7,15—41 sm.).
Verið getur, að lítið sje yngra
píltrjeð, sem nú er hak við stjórnar-
skrifstofurnar, 5,48 m. hátt, þrístofna
(78, 76 og 60 sm. við rótina). Flutt
liangað fyrir mörgum árum frá Srtijör
') Steinhús þetta hafði Jón Árna-
son hókavörður látið hyggja sköminu
áður.