Fálkinn - 27.02.1937, Side 7
F Á L K I N N
7
gaf hann henni vitanlega alla sökina
á því, hvernig hjónabandið Iiefði
farið.
Hún hafði verið ósegjanlega af-
hrýðissöni gagnvart stúlkunni sem
liann hafði orðið ástfanginn af —
nú skildi hún live heimskulegt ]jað
liafið verið af henni að hleypa öliu
í uppnám. Hún hafði reynt að fá
Gerald til að líta. á málið frá henn-
ar sjónarmiði. Hefði lienni aðeins
lnigkvæmst að' vera líkari því, sem
.iosephine Lacey var! Og Josephine
liafði á rjetlu að standa — þegar
ástin var horfin, til hvers var þá
að vera að reyna að halda í Gerald?
Hún hafði orðið skelkuð þegar
Gerald stakk upp á að þau skiidu,
og svarið að hún mundi aldrei sam-
þykkja skilnað. Einhverntíma mundi
liann koma til liennar aftur, og hún
ætlaði að bíða þangað til. Nú sá hún
live heimskulegt þetta var.
Og alt i einu sá hún hve afar
þröngsýnn Gerald var. Hann hafði
takmarkaðan sjóndeildarhring -—
hann liugsaði aðeins um sjálfan sig!
Hann hafði skapað „liið þrönga
fangelsi ástarinnar" og þangað skyldi
hún aldrei koma aftim
Daginn efti tók hún sig lil og
skrifaði honum:
,,Jeg fór í þetta ferðalag til þess að
hugsa málið ofan i kjölinn, og undir
eins fyrsta kvöldið ljetu örlögin
fundum okkar Josephine bera saman.
Hún befir ekki hugmynd um hver
jeg er, en hún hefir sagt mjer að
þið unnist. Nú skil jeg svo vel hvers-
vegna þú vilt skilja við mig, og mjer
er ljúft að gera það. Jeg er viss um
að það er okkur öllum þremur fyrir
bestu. Jeg vona, að þú skiljir, að
þetta er aiveg gremjulaust af minni
hálfu, jeg mun ávalt minnast þeirrar
gæfu, sem jeg hefi notið, svo að það
skal ekki varpa neinum skitgga á
samlíf þitt og hennar.
Jeg vil helst selja ltúsið í London,
því að jeg kem þangað aldrei fram-
ar. Jeg vil sjá heiminn og mannlífið
og hefi ákveðið að fara i ferðalög.
Líklega kem jeg aldrei til London
framar, svo að það er lítil liætta á
því, að við sjáumst aftur. Jeg vona,
að þú þurfir ekki að setja neitt fyr-
ir þig — jeg saka enga aðra en sjálfa
inig um það, sem orðið er“.
Hún var rnikið með Josephine eftir
þctta. Unga stúlkan hafði auðsjáan-
lega áhyggjur út af henni.
— Jeg er ltrædd um að þjer hafið
ekki liaft gott af þessari ferð, sagði
hún við Margaret ltegar þær fóru að
nálgast New York. Þjer eruð þreytu-
legri og veiklulegri núna en þegar
við komum um horð.
Margaret hló. — En nú fara yndis-
legir dagar í liönd — Jeg fer til
California. Jeg ætla yfirleitt að ferð-
ast dálítið og sjá iífið.
— Jeg er viss um að þjer giftist
bráðum, sagði Josepliine. Ameríku-
ir.aðurinn sem situr á inóti yður ep
bráðskotinn í yður.
Margare't hló aftur. — Jeg vil helst
vera óháð! Jeg vil ekki láta loka mig
inni í „liinu þrönga fangelsi ástarinn-
ar“. Hún var að þvi komin að bæta
við „framar‘“, en tók sig á i tæka tíð.
— Viijið þjer ekki skrifa mjer?
sagði Josephine. Við megum ekki
missa hvor af annari. Og viljið þjer
ekki koma og heimsækja mig ein-
hverntíma? Jeg minnist yðar meðan
jeg iifi.
— Æ, gerið þjer það ekki! sagði
Margaret snöggt. — Jeg vil helst að
þjer gleymið mjer. Munið aðeins, að
jeg óska yður ajlra heilla — og mun-
ið að þjer byrjið lífið með þeim miklu
lilunnindum að vera önnur kona
mannsins yðar. Munið alla galla
þeirrar fyrstu og forðist þá. Ef mað-
urinn yðar kann sjer ekki hóf i ein-
liverju, þá gerið ekki uppistand út
af þvi. Munið líka að vera ekki
kröfuhörð, ef manninn yðar langaði
i æfintýri og vildi fara sínar eigin
götur um tíma. Allir liafa galla —
látið yður ekki detta í liug, að Gerald
yðar sje undantekning hvað það
snertir. Hafið altaf kosti hans í
minni. Hann elskar æfintýri, segið
þjer mjer — reiðist honuin ekki þó
liann liætti að vinna einn góðan veð-
urdag og bregði sjer til Suðúrhafs-
eyja. Þjer elskið æfintýri sjálf, þó
að það sjcu má’ske ekki samskonar
æfintýri og lians.
Josepliine sat liljóð og hlústaði á
— hún fór að skilja, að ástin er
ekki jafn einfalt mál og henrti hafði
fundist áður.
Áform Margaret um ferðalag til
California. fór út um þúfur. Skömmu
eftir að hún steig í land i New York
varð hún veik og lá rúmföst i marg-
ar vikur.
Dansleikatíminn var um það bil á
enda þegar lniii var eitt sinn á gangi
i 5. Avenue og mætti amerikanska
miljónamæringnum, sem hún hafði
hitt á skipinu. Hann var himinlifandi
yfir að sjá hana. aftur og þrautbað
hana úm að koma á dansleik, sem
hanii ætlaði að halda eftir nokkra
daga til heiðurs nokkrum enskum
vinum sínum, sem voru á ferð i
borginni.
— Þjer hittið líka eittlivað af sam-
ferðafólkinu okkar, sagði hann.
Haiia langaði til að spyrja hann
hvort hann liefði ekki sjeð Josepliine,
en kom sjer ekki til þess. Hún hafði
ekki heyrt frá Gerald, en hjóst á
hverjum degi við brjefi og skjölum
ínálafiUtningsmannsins viðvikjandi
skilnaðinum.
Það var gjörbreytt Margaret sein
kom á dansleikinn. Hún var ekki
svartklædd lengur. I fyrsta skifti í
mörg ár hafði lnin gert alt sem hún
gat til þess að líta vel út. Hún var
í ljósrauðum kjól, sein undirstrikaði
föla litarháttinn, dökku augun og
hárið.
Þegar hún kom inn í salinn störðu
allir á liana og brutu heilann um
hver þetta væri.
Josephine var að dansa við Gerald
þegar hún kom auga á Margaret.
Gerald var nýkominn frá Englandi.
Brjef konu hans hafði gjörbreytt öllu
fyrir honum. Án þess að hann vissi
af, hafði hann hangið í mótstöðu
hennar eins og hálmstrái, en þegar
hún var úr sögunni fanst honum þvi-
líkasl að hann væri á sundi úti á
reginhafi. Hann varð skelkaður þeg-
ar hún hafði mælt svo fyrir að hann
skyldi selja húsið. Hann hafði búist
við langvinnum og ofsafengnum
liarmagráti en tilhugsunin um það,
að hann ætti aldrei að sjá hana
framar kom yfir hann eins og reið-
arslag.
Eftir að hann hafði kynst Jose-
pliine fyrst, fanst honuin hann ber-
asl á öldum ásta og unaðar. En éftir
að hún var farin varð honum Ijóst
hvert þessar öldur mundu bera hann
— burt frá vinum og velgengni. —
Þegar hann var orðinn einngafsthon-
um tækifæri að gjörhugsa málið. Og
nú liafði hann tekist á hendur ferð
lii Ameríku i von um að hitta kon-
una sína.
Josephine staðnæmdist samstundis
og leit við. — Líttu á! sagði hún.
— Þarna er frúin af skipinu, sem
jeg sagði þjer frá — þessi yndislega
kona með raunalegu augun og mjúku
röþdina. Mig hefir aítaf iangað lil að
]iú fengir að kynnast henni. Er hún
eklu yndisleg? Allir mæna á hana.
Hefirðu nokkurntima sjeð svona tigu-
lcga konu, Gerald?
— Hvað er að? spurði hún þegar
lienni varð litið á liann. Ertu veikur?
— Veistu ekki hver þetta er?
spurði hann.
— Nei?
Það er konan min!
Josephine stóð steini lostin og
starði á Margaret. En hún sá hana
ekki lengur — hún sá í fyrsta skifti
Gerald eins og hann var í raun og
veru. Sá að það var hann, sem hafði
letrað harmsöguna í þessi dökku
augu.
Henni kom í hug „hið þrönga fang-
elsi ástarinnar" og hló að tilhugs-
uninni um Margaret sem fangavörð.
Nú skildi hún alt í einu, á sama liátt
og Margaret, að það var þröngsýni
kenjar Geralds, sem höfðu skapáð
fangelsið.
Sterk andúðartilfinning greip iiana.
Hvernig liafði henni getað (lottið i
lnig möguleikinn á því, að ná gæfu
sinni á kostnað gæfu annarar konu.
Og Gerald, sem hafði talað um skiin-
aðinn eins og hverja aðra smámuni
Það fór hrollur um hana.
Margaret var að dansa við Ainer-
íkumanninn án þess að gruna, að
þau tvö, sem hún óttaðist að hitta,
væru stödd í salnum. Hún liló og
rabbaði við dansherrann og hugsaði
með sjálfri sjer að loksins hefði sjer
tekist að skjóta fortíðinni aftur fyi-
ir sig og lifa með liðaiidi stund.
Það var ekki fyr en hljómsveitin
liælti, að iiúni sá Josephine og Ger-
ald standa saman.
Ameríkumaðurinn hafði gengið frá
iienni til þess að heilsa nýkomnum
gestum, og um augnablik stóð hún
alein. í einskonar leiðsluástandi gekk
hún liægt í áttina til Josephine.
— Það er víst mál til komið, að
jeg segi yður hver jeg er, góða mín,
sagði hún. Gerald getur kynt okk-
ur. Og um leið óska jeg yður inni-
lega til hamingju.
Josephine greip um útrjettar hend-
ur liennar. — Það er jeg, sem á að
óska ySnp til hamingju. Nú fyrst skil
jeg hversu hræðilegri villu jeg hefi
gert mig seka i.
Það var enginn biturleiki i rödd
liehnar og tárin í augum hennar
gerðu brosið enn fallegra. Margaret
lijelt enn um hendur hennar.
— Kæra barn, sagði hún liægt. Við
Gerald erum gömul i samanburði
við yður. Við óskum yður alls hins
besta. Lif mitt er gengið um garð •
yðar er núna fyrst að byrja. Jeg
fer í burt á morgun — máske sje
jeg yður aldrei framar, en jeg þakka
yður fyrir það, sem þjer hafið kent
mjer.
Amerikumaðurinn var kominn aft-
ur. Hann stóð við hliðina á henni,
og án þess að mæla eitt orð við
nianninn sinn gekk Margaret hægt
úl úr salnum.
Síðar um kvöldið liitti Gerald
liana úti í pálmagarðinum.
— Margaret, jeg má til að tala
við ]iig, stamaði hann.
— Jeg bið þig — hlífðu mjer, sagði
hún. Við höfum áreiðanlega sagt við
hvorl annað, það sem sagt verður.
Nei, nei, Margaret, þú mátt ekki
skilja við mig svona. Þú ert konan
mín.
— Ekki lengur, Gerald.
Og alt í einu varð henni ljóst að
hún var frjáls — að hún var loksins
sloppin út úr þrönga fangelsinu.
Heimurinn var framundan — lífið
kallaði og nú skyldi ekkert halda
henni aftur. Gerald þýddi ekki neitt
að reyna að telja henni hughvarf —
hún var þreytt af hjúskaparjagi og
æsingum.
— Jeg vona, að þú gangir frá skiln-
aðinum svo fljótt sem inögulegt er,
sagði hún rólega.
Orðið kvaldi hana ekki framar —
nú var það inngangsorðið til frels-
isins.
Qerald starði forviða á hana, og i
þessu augnabliki fanst henni hann
lítilmótlegri en nokkru sinni áður.
— Þú verður að finna þjer aðra,
Gerry, til þess að lifa hjúskaparlifinu
eins og þú vilt hafa það.
Hljómsveitin var byrjuð aftur. Am-
eríkumaðurinn var kominn til að
leita að henni — og gegnum boga-
dyrnar sá Gerald þau dansa saman
ú! á gólfið.
TITULESCU,
fyrverandi utanrikisráðherra Búmena
hefir legið mjög veikur undanfarið í
St. Moritz en er nú kominn á fætur
og farinn til Frakklands. Orð ijek á
því, að óvinir hans hefðu gefið hon-
um eitur.
ItÍÐANDI Á LAMA.
Lamadýrið, seni er liúsdýr víða i
Suður-Am.eríku og líkist einna mest
sauðfé, gefur bæði ull og mjólk og
er einnig notað sem álnirðardýr, og
innfæddir menn nota það til reiðar.
Konan lijer á myndinni, frú William
l.a Varres, 'er á ferðalagi nieð manni
sínum i Cordillefjöllum, og hefir lát-
ið taka mynd af sjer á baki lamadýri.
Kvað hún vera fyrsta hvíta konan.
sem reynt hefir slíkan reiðskjóla.
------------------o----
Kvikmyndaleikarinn Wallage Ford,
sem er mjög vinsæll i Ameríku en
lílið þektur hjer, sá nýlega móður
sína eftir 21 árs viðskilnað. Móðirin
lifði í mikilli fátækt með manni sín-
um, sem var blindur og seldi eld-
spítur á götunni. Sonur þeirra vissi
ekkert hvar foreldrar hans voru nið-
ur komnir en loks tókst honum að
liafa upp á þeim með aðstoð Scot-
land Yard og amerikönsku lögregl-
unnar. Gömlu hjónin áttu heima i
Englandi og þangað fór sonur þeirra
lil þess að vera hjá þeim um jólin
— fyrstu jölin eftir 21 árs viðskiinað.
I
i