Fálkinn - 17.07.1937, Page 3
FÁLKINN
3
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM.
Ritstjórar:
Vilh. Finsen og Skúli Skúlason.
Framkvæmdast}.: Svav'ar Hjaltested.
AÖalskrifstofa:
Bankastræti 3, Heykjavík. Sími 2210.
Opin virka daga kl. 10—12 og 1—(i.
Skrifstofa i Oslo:
A n l o n Sch j öt h sgade 14.
Blaðið kemur út hvern laugardag.
Áskriftarverð er kr. 1.50 á mánuði:
kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg.
Erlendis 24 kr.
Allar áskriftanir greiðist fyrirfram.
Aacilýsingaverö: 20 aara millimeter
Herbertsprent.
Skraðdaraþankar.
Undanfarnar vikur hafa verið
timi ráðstefna og þinga fyrir ýms-
ar stjettir manna, en þó má að
flestu leyti telja, að afmælissamkoma
sú, sem Búnaðarfjelag íslands hjeít
í siðustu viku, sje fyrir flestra hluta
sakir merkilegust. Saga Búnaðarfje-
lagsins er saga íslensks landbúnaðar
í undanfarin hundrað ár, saga þeirr-
ar þjóðar, sem öldum saman hafði
landbúnaðinn fyrir aðalatvinnuveg.
þjóðar sem veit ]tað með vissu, að
„Bóndi er bústólpi og bú er Iands-
stólpi“.
Og á starfsferli Búnaðarfjelags
íslands, einkum síðari hluta hans
hafa orðið meiri breytingar á bún-
aðarháttum landsmanna en áður
urðu samfleytt allar aldirnar frá
landnámsöld og fram undir síð-
ustu aldamót. Við aldaskiftin sem
heimurinn lifði síðust hefst ný vakn-
ingaröld í landbúnaðinum. Sjávar-
útvegurinn færist í aukana og fer að
verða hættulegur keppinautur bænd-
anna um vinnuaflið, sem þá var selt
lágu verði, svo að mannshöndin
varð flestum bændum of dýr. Bænd-
ur sannfærast um, að búskaparlag-
ið gamla var orðið úrelt og þarf að
gjörbreytast. Menn þurfa að eignast
ræktaö land, sem gefur af sjer
meiri feng en útengin og þýfðu tún-
skæklarnir, sem aðeins höfðu verið
vinnandi vegna þess að vinnan kost-
aði svo lítið. Þar er ástæðan til
ræktunaraldarinnar, sem síðustu ára-
lugina hefir gengið yfir landið,
þaðan kemur útþensla og sljeltun
túnanna, aukning matjurtagarðanna,
betri girðingar, betri hirðing á á-
burðinum og margt og marl fleira.
Og þjóðin hefir sannfærst um, að
búskapurinn verður ekki rekinn án
kunnáttu. Því að þó að íslensk mold
sje frjó, þá getur hún ekki framleitt
afurðir, er standi erlenda samkepni
nema jörðin sj notuð með fullri
kunnáttu. Bóndinn getur ekki án
hókvitsins verið.
Alheimsóáran lagðist yfir hina
nýju starfsemi islenskra bænda, ein-
mitt þegar þeim kom verst og þess-
vegna hefir róðurinn verið þungur
hjá þeim undanfarið. En um það
blandast engum hugur, sem á annað
Imrð hefir trú á landinu, að þeir
þrengingartímar, sem verið hafa
undanfarið, eigi sjer enda fyr e i
varir. í sumu efni er farið að rofa
lil, og jafnvél þó pestin skæða
versti vágestur bænda síðan fjár-
kláðann mikla, eyði nú búfje mann.i
einmitl á afmæli Búnaðarfjelagsins
— ])á skal það sannast, verk undan-
farandi áratuga hefir ekki verið unn-
ið fyrir gíg.
Búnaðarfjelag íslands 100 ára.
í vikunni sem leið hjelt Búnaðar-
l.jelag íslands hátíðlegt hundrað ára
afmæli sitt og mintist stjórn fjelags-
ins þess með veglegum afmælisfagn-
aði. Hefði farið vel á þvi, að þess
hefði verið minst með fjölbreyttri
landbúnaðarsýningu, en af einhverj-
um ástæðum var þetta þó ekki gert,
sennilega meðfram vegna viðskifta-
kreppunnar. Hinsvegar voru hjer
margbrey.tt hátíðahöld og skemti-
ferðir i tilefni af afmælinu, fyrir þá
sem boðnir voru í afmælið. En það
voru ýmsir búnaðarfrömuðir utan af
landi og fulltrúar frá Danmörku,
Eæreyjum og Noregi, sem hingað
komu i boði búnaðarfjelagsstjórnar-
innar. Fulltrúum hafði einnig verið
boðið frá Svíþjóð og Finnlandi en
þeir sáu sjer ekki fært að taka boð-
inu. Frá Danmörku kom hingað for-
maður Landbúnaðarfjelagsins, dr.
med. Hasselbalch, en með þvi að
hann gat ekki mætt á hátíðinni kom
de Fontenay sendiherra þar fram
fyrir hönd Dana. Frá Noregi koin
öle Herzog, ritari fjelagsins „Sei-
skabet for Norges Vel“, sem í mörgu
gegnir sömu verkefnum og Búnaðar-
fjelagið hefir með höndum hjer, og
frá Færeyjum kom Winther Lútzen
búnaðarráðunautur. Af innlendum
gestum má nefna formenn búnaðar-
sambandanna og búnaðarfjelaga,
víðsvegar af landinu.
Búnaðarfjelag íslands er ekki
nema tæprn fjörutiu ára undir þvi
nafui, sem það gengur nú, en fyrir-
rennari þess, „Suðuramtsins húss-
og bústjórnarfjelag“ var stofnað dag-
ana 5.—8. júlí 1837. Fremsti hvata-
maður þeirrar stofnunar var Þórður
Sveinbjörnsson háyfirdómari í Nesi
við Seltjörn og varð hann fyrsti
formaðnr fjelagsins ásaml Stefáni
Tryggvi Þórhallsson ráðherra.
Gunnlögsen sýslumanni í Reykjavík
og Helga Thordersen þáverandi dóm-
kirkjupresti en siðar biskupi. Eins
og nafnið bendir til var verksvið
þessa fjelags aðeins Suðuramtið, og
var fjelagið fremur athafnalítið enda
liafði það úr litlu að spila og lands-
lýður fremur daufur undirtekta um
allar búnaðarframfarir og hafði litla
trú á flestum nýmælum í búskap. Á
fyrstu þrjátíu árunum, fram að 1868
voru fjelagsmenn 170 þegar flest var,
en fækkaði ofan í 60 manns. Eftir
Þórð Sveinbjörnsson varð síra Ólaf-
ur Pálsson formaður fjelagsins, en
1868 tók Ltalldór Kr. Friðriksson við
formenskunni og hefst þá nýtt tima-
bil í sögu fjelagsins. Halldór yfir-
kennari var dugnaðarmaður og fylg-
inn sjer í öllu því, sem hann tók
sjer fyrir hendur og í mörgu á und-
an sínum tíma. Fram að árinu 1899,
er fjelagið breyttist í Uúnaöarfjelag
Islands var hann lífið og sálin í
þessum fjelagsskap og það var hann,
sem fyrstur hreyfði því, að breyta
nafni fjelagsins og lögum í þá átt,
að það yrði framvegis slarfandi fyr-
ir landið alt. En sá sem best tók
undir þessa tillögu og átti einna
drýgstan þáttinn i því að koma
breytingunni á var Páll Byiem, sem
þá var fyrir nokkrum árum orðinn
amtmaður Norður- og Austuramtsins.
Það var og hann, seni átti frumkvæö
ið að ýmsum þeim framkvæmdum.
sem síðar hafa einkent meðferð land-
búnaðarmálanna hjer, svo sem það,
að búnaðarþing skyldu haldin af
kjörnum fulltrúum og hefði það
æðsta úrskurðarvald í búnaðarmál-
um þeim, sem fjelagið hefði með
höndum. Þá voru búnaðarsambönd-
in ekki enn lil og kusu amtsráðiu
þvi fulltrúa á búnaðarþing en síðar
Siguröur Sigurösson fyrv. búnaöar-
málastjóri.
sýslunefndirnar, uns búnaðarsam-
böndin koniu til sögunnar og fengu
jiann sjálfsagða rjett að tilnefna full-
trúana.
Eftir að Búnaðarfjelag íslands var
stofnað í sinni núverandi mynd var
Þórhallur Bjarnason þáverandi lekt-
or kosinn forseti þess, og var það i
Steingrimur Steinþórsson búnaöar-
málastjóri.
mörg ár. Næstur honum var síra
Guðmundur Helgason præp. hon.
forseti fjelagsins og Eggert Briem
frá Viðey. En árið 1924 varð Sig-
urður Sigurðsson skólastjóri lorseti
og gegndi því starfi lil 1935. Á þeim
árum efldist fjelagið mjög og varð
athafnameira en áður, enda jók Al-
þingi mjög framlög til búnaðarfram-
kvæmda á þvi timabili og jarðrækt-
Frh. á bls. Vi.
Magnús Þorláksson á Blikastöðum.