Fálkinn


Fálkinn - 17.07.1937, Blaðsíða 4

Fálkinn - 17.07.1937, Blaðsíða 4
6 F Á L K I N N Keisaradæmið Mandsjukuo, SEM EKKI ER NEITT RÍKI HÉIDUR JAPÖNSK HJÁ- LENDA. KLAKSTÖÐ RÆNINGJA- FORINGJANNA OG SOYA- BAUNA. Eftir THEO. FINDAHL. 'p’NSKA hjúkrunarkonan, sem er í klefa meÖ mjer á leið- inni um Korea, botnar ekki í neinu. Hún hafði fengið vega- hrjef sitt áskrifað i Hongkong, til ferðalags um Kína og Japan, en nú kemur alt í einu maður inn í klefann og heimtar á- skrift fyrir Mandsjukuo. — Hvaða land er það eiginlega. Stúlkan veit ekki til, að Bretar hafi nokkurntíma viðurkent ríki með því nafni. Einkennis- búni vegabrjefaskoðandinn bros- ic hálf ólundarlega, Mandsju- kuo hefir þvi miður engan kon- súl, hvorki í Honkong nje Lond- on, en vegabrjefin eru árituð i lestinni — það er aðeins forms- atriði og kostar tvö yen og sex- tíu sen, gerið þjer svo vel! Jeg verð að segja, að mjer finst þetta einkennileg aðferð til að hafa fje af fólki, segir ungfrú Simpson þurlega. Hana langar mest að skrifa „Times“ og kvarta yfir öllum átyllunum, sem útlendingar gera sjer til að liafa fje af ensku skemtiferða- fólki. Hver veit nema málið kæmi fyrir þingið .... Lestin tekur kipp og við renn- um út úr Kórea Japana og inn i Mandsjukuolandið, yngsta keisaradæmi heimsins, sem hingað til hefir ekki verið við- urkent af öðrum ríkjum en sjálfu sjer, Japan og San Salva- dor! Stjórnarfarslega sjeð er þetta ríki alls ekki til í heims- ins augum. Vegabrjef frá Mand- sjukuo veitir bvergi aðgang, peningar frá Mandsjukuo eru ekki skráðir í kauphöllum vest- urlanda. Þegar keisarinn i Mandsjukuo heimsótti Japans- keisara i fyrravetur, var ekki hægt að hjóða sendiherrum neinna útlendra ríkja í veisl- urnar, því að ríkið var ekki til i þeirra augum ekki annað en imyndun. Það er ekki laust við, að Japönum gremjist, að enginn tekur mark á þessu unga systurríki þeirra. Þegar Norð- menn settu fyrir nokkiu ræðis- mann í Dairen, hinum stóra og fullkomna hafnarbæ Mandsju- kuo, sem mörg norsk skip koma í, var sagt frá þessum atburði i Tokioblöðunum með miklum fjálgleik, eins og hjer væri um stórviðburð að ræða. Ef nokkur merki sjást til, að erlendar Japanskeisari (t. v.) og Mandsjúriukeisari. Myndin er tekin þegar Mand sjúrínkeisari kom i opinbera heimsókn til Tokíó. þjóðir viti um tilveru Mand- sjukuo, er þessu jafnan tekið með fögnuði í Japan. Þvi að það styður vonina um, að vesl- urlönd ætli að trúa staðhæfing- um Japana um, að Mandsjukuo sje sjálfstætt riki, vinur og samherji Japana, en alls ekki japönsk hjálenda. EN HVERNIG er sambandi þessara tveggja ríkja þá varið? Mandsjukuo hefir sjer- stakan keisara, eigin stjórn, eig- in þjóðbanka, eigin her og eig- in fána, en samt sem áður er það bundið Japönum á fernan hátt: þeir ráða yfir her lands- ins, embættaskipun, fjármálum og járnbrautarsamgöngum. Þeg- ar Japanar gengu „á undan öðr- um þjóðum í því að viðurkenna sjálfstæði Mandsjukuo“ í sepl- ember 1932 svo að notað sje japanska orðalagið — trygðu þeir sjer jafnframt rjettindi til að setja upp herstöðvar viðs- vegar um Landið, undir jap- önskum fána. „í viðurkenning- unni um, að ógnun gagnvart löndum, friði og reglu annars rikisins, sje ógnun gagnvart hinu ríkinu“ varð það að sam- konmlagi, að mjög náin sam- vinna skyldi verða milli rikj- anna, til þess að tryggja þeiiu stjórnarfarslegt sjálfstæði. Að vísu er enginn Japani í her- málaráðuneytinu i Mandsjukuo, en þeir eru þess fleiri i herfor- ingjáráðinu. Og á sama liátt sitja japanskir menn í öllum greinum, sem „ráðunautar“ hinna innfæddu. Japanar hafa þannig eftirlil með öllu sem gerist í stjórn Mandsjukuo, livort heldur er i herstjórninni eða annari. Og japanskt fjár- magn er í öllum iðnaðarfyrir- tækjum sem nokkuð kveður að, og i versluninni. Japanar hafa veilt miljördum af yenum til Mandsjukuo —- miklu stærri fjárupphæðum, en allar aðrar þjóðir erlendar til samans. Nú hefir vei'ið sett á laggirnar „sameiginleg fjárhagsnefnd fyr- ir Japan og Mandsjukuo“ og á hún að vera stjórnum beggja landanna innanhandar um ráð og upplýsingar viðvíkjandi fjár- hagsefnum beggja landanna. Stendur til að reka allar járn- brautir, kolanámur og' rafstöðv- ar á samvinnugrundvelli, en einstaklingar annist verslunina og landbúnaðinn. Japanar eru ekki háðir lögum Mandsjukuo en hafa lik rjettindi og konsúlar og þeir greiða ekki skall í Mandsjukúo. Það heyrist oft, að þelta verði numið úr lögum, en eigi að síður stendur það enn í fullu gildi. Japanskir peningar og japönsk frímerki gilda i landinu, jafnt hinum innlendu, svo að það virðist ekki að á- stæðulausu að vesturlandabúar sjeu enn i vafa um, hvar annað keisaradæmið endar og hitt byrjar, og sitji enn við sinn keip og neiti að taka mark á þessu nýja „keisaradæmi“. Það kann að þykja hart aðgöngu fyrir Mandsjukuo, en hinsvegar fylgja þessu ýmsir kostir. Með- an Mandsjukuo er „ekki til“ getur það t. d. fræðilega sjeð, aukið her sinn bæði á sjó og landi eins mikið og það vill án þess að þurfa að standa nokkru ríki reikningsskil á því. Ur því að keisaradæmið er ekki opinberlega til í meðvilund ríkjanna, þá er her þess og floti lieldur ekki til. Þessvegna geta Japanar „geymt“ eins mikið af herskiinun og þeir vilja, með því að skrifa Mandsjukuo fyrir þeim. Mandsjukuo er felustað- nr, sem Japanar geta notað eftir þörfum að öllum heiminum ásjáandi. Jafnvel þó að stjórnarfars- leg tilvera keisaradæmisins nýja sje ekki viðurkend staðreynd, þá er Mandsjukuo á allan hátl lifandi staðreynd, sem ekki verður framhjá komist. Það er álika stórt og Mið-Evrópa og , /,■ ■ 1 ::l'1 :/' ■ ■'/ /■■••'. ■'. -■■' ■■■■■ Wmm. Virki ú hinum fornu landamœrum Kína og Mandsjiíríu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.