Fálkinn


Fálkinn - 17.07.1937, Side 6

Fálkinn - 17.07.1937, Side 6
ö F Á L K I N N L. Johnsen: Haugalýgi. T FYRSTA LAGI“, sagði Li verkfræðingur og opnaði nýja sódavatnsflösku, „í fyrsta lagi þekkir vísl enginn fulkominn sannleikann. I öðru lagi getum við allir hugsað okkur fjölda dæma, sem sýna að það getur stundum verið góðverk og gagn- legt, að bregða lýginni fyrir sig“. Horne rektor hristi höfuðið. „Yið skulum ekki fara að rök- ræða þetta víðfangsefni: full- kominn sannleika. Það verðnr of háfleygt á þessum tíma dags- ins. Við skulum láta okkur nægja að tala um það huglæga. Þjer muriuð ekki vilja halda j)ví fram, verkfræðingur, að það sje afsakanlegt, ef þjer eða jeg, segjum það sem kemur i bága við sannleikann, til þess að koma einhverju fram. Það er og verður lygi og lygina er aldrei hægt að afsaka“. „Eruð jijer viss um það?“ Verkfræðingurinn brosti i kampinn. „Lygi er lygi, en það er líka hægt að afsaka lygina, og smálygin getur líka gert gagn — j)að er mín skoðun“. „Aldrei! Það sprettur aldrei neitt gott upp af illu, og lygin er böl sem aldrei getur haft góðar afleiðingar“. „Það er nú staðhæfing, sem eftir er að sanna, að lygin sje L'í ,nV|s k: ’T?t böl altaf, en við skulum ekki staldra við smámunina. En jeg liefi leyft mjer að álíta, að jafn- vel lygin geti stundum gert gagn, leysa vandræði og færa gæfu. ()g jeg skal sanna yður þetta, ef jeg má segja yður of- urlitla sögu“. Horn rektor brosti kuldalega. „Þá sögu langar mig til að heyra. Sem kennari hefi jeg orðið var við meira af lygi, prettum og refjum en mjer hef- ir þótt gott, og ;jeg hefi altaf barið slíkt niður með harðri hendi, jiegar jeg hefi orðið var við j)að. Ef þjer getið sagt mjer sögu sem sannar, að lygin geti gert gagn, j)á skal jeg hlusta á hana með athygli“. Verkfræðingurinn hagræddi sjer í stólnum áður en hann hjelt áfram. „Jæja, sagan er ekki löng, en hún er jafn sönn eins og hún hefði gelað orðið raunaleg, ef ofurlitil lygi hefði ekki hreins- að til og bjargað öllu við: — Sverre Bjerk og jeg vorum æskuvinir. Við vorum viðlika gamlir, vorum saman í bekk í barnaskólanum og síðan í mentaskólanum. En síðan skild- ust leiðir okkar, þó að aldrei fjarlægðumst við svo, að við hevrðum ekki hvor frá öðrum. Sverrir vildi verða kaupsýslu- maður. Hann fór á verslunar- liáskóla og .fjekk svo stöðu í Osló. En jiegar jeg hafði lokið stúdentsprófi fór jeg til Þýska- lands til að nema verkfræði. Og næstu árin höfðum við litið saman að sælda. Sverrir var laglegur og fjör- maður. Hann var íþróttamaðnr t;g mesta kvennagull, snarráður og áreiðanlegur og mesti fjör- kálfur. Þessvegna var hann vel- kominn gestur allstaðar og allir hjeldu upp á liann. Jeg lauk námi mínu i Þýska- landi og fjekk skömmu síðar stöðu við verksmiðju í Þýska- landi. Hafði jeg dvalið þar 3—4 ár, þegar jeg fjekk brjef frá Sverre. Orðin voru ekki mörg, sem hann fórnaði mjer í l)að skifti: „Giftist yndislegustu stúlk- unni í lieimi miðvikudaginn 20. Þú mátt lil að bregða þjer hing- að til Osló og lita eftir, að all fari rjett fram. Treysti því að j)ú komir. Mikill harmagrátur, ef j)ú kemur ekki. Kærar kveðjur. Þinn Sverre". Neðan á brjefið var skrifað með grannri kvenhönd: „Vona að þjer komið. Sverre hefir sagl mjer svo margt um vður, að jeg er forvitin. Bregðist okkur ekki. en komið. Jenny Vang1". Jeg var dálítið hissa. í þeim fáu brjefum, sem jeg hafði fengið frá honum, mintist hann aldrei á ástamál eða trúloíun. Hann hafði heldur aldrei minst á unga stúlku, sem hjeti Jennv. Jæja, það var ekki nema um eitt að gera. Sverre var besti vinur mirin. Jeg varð að fara í brúðkaupið og kynnast Jenny hans. Hún var Iítil og veikluleg. Jeg skildi ekki þá, hvað það var sem Sverre, jæssi stóri slælti skrokkur með alla kátinuna og lifsgleðina, hafði geng'ist fyrir, er hann hafði orðið ástfangin í þessari hæglálu, feimnislegu stúlku, sem alls ekki líktist lískustúlkunum i dag. Og ekki skildi jeg heldur livernig hún, gjörmentuð, tauga- næm og viðkvæm, hafði farið að verða ástfangin af Sverre. Hann var að vísu djarfur, op- inskár og viðhragðsfljótur, en jeg átti bágt með að skilja, að hún gengist fyrir hans líkum samt. Hann var burðamikill kraftajötunn og lífsglaður há- vaðamaður, glensmikill æringi. Það sannaðist víst J)ar, sem sumir mæla, að andstæðurnar eigi best saman. Jeg fór aftur til Svíj)jóðar rjett eftir brúðkaupið, J)vi að jeg átti bágt með að vera lengi fjarverandi frá verksmiðjunni. Tíminn leið og jeg frjetti fátl af þeim nýgiftu. Jeg fjekk við og við stutt brjef frá Sverre. Hann var jafnan orðfár, jægar hann skrifaði. Það hafði legið vel á honum, þegar liann skrifaði fyrsta brjefið. Jeg las |)að bæði í lin- unum og á milli þeirra, hvernig maðurinn var úttútnaður af lífs- gleði og gæfu. En smámsaman varð tónninn lægri og hvers- dagslegri. Hann skrifaði ekki með sömu hrifningunni um feg- urð lífsins og hvílíkt gleðielni það væri að lifa. Hann nefndi konuna sína sjaldnar og loks hætti hann alveg að minnast á' hana. Það var einn fagran sumar- dag að jeg kom til Osló. Jeg hafði fengið ágæta stöðu j)ar og var, eins og þjer getið skilið, í hesta skapi. Auðvitað hugsaði jeg fyrst og fremst til Sverre. Jeg hafði ekki skrifað honum lengi, og vissi ekki hvort hann var i borginni. Jeg vildi ekki spyrjast fyrir á skrifstofunni, en hafði heimilisfang hans. Hvernig væri að jeg færi og gerði frúnni heimsókn.-------- íbúðin var lítil en vistleg og nett stúlka kom til dyra og hleypti mjer inn. Jeg spurði eftir frúnni. „Frúin er dálítið lasin. Jeg skal spyrja, hvort hún taki á móti gestum". Eftir stutta stund kom hún aftur, opnaði stofudyrnar og hauð mjer inn. Frúin kæmi 'eftir augnablik.------- Hún þekti mig undir eins afl- ur og mjer j)ótti vænt um að finna, að jeg var innilega vel- kominn. Það var roði í kinnum liennar það gat verið litur — en brosið og augnaráðið var ekki um að villast. „Hvað j)etta var gaman“, sagði hún. „Nú verðið þjer hjerna um sinn og J)á sjáumst við oftar“. Eins og eðlilegt var spurði jeg undir eins eftir Sverre. Skjátl- aðist mjer, er mjer fanst vera ofurlítil beiskja í röddinni, er hún svaraði: „Þakka vður fyrir, hönum líður víst vel“. Hún tók málhvíld áður en hún hjelt áfram. Annars er hann altaf önnum kafinn, verkin lians eru svo umsvifamikil. Það er ekki altaf gaman að vera gift kaupsýslumanni“. Hún liringdi á skrifstofuna og lalaði við hann og áður en jeg l'ór varð jeg að lofa að koma aftur og borða lijá þeim kvöld- verð sama kvöldið. Það var heilt samkvæmi hjá Sverre, þegar jeg kom aftur. Matur var ágætur, Sverre há- vær og kátur, eins og hann hafði verið forðum, frúin hæg en fögur og í fallegum kjól sem fór henni vel, og hún hugsaði ágællega um líðan gestanna, enda skemtu þeir sjer prýðis- vel. í stuttu máli sagt var þetta hið skemtilegasta samkvæmi. Sverre fylgdi mjer heiin á gistihúsið. Hann var orðfár, en j)að gat komið af ])reytu. „Þú ert óskabarn gæfunnar“, sagði jeg og mjer var alvara um J)að, sem jeg sagði. „Þú hefir góða stöðu, ágælt heimili og yndislega konu. Ilvers geturðu óskað meira?“

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.