Fálkinn - 17.07.1937, Síða 8
8
F Á L K I N N
ÚR LÍFI ROCKEFELLERS 3.
SJÁLFSTÆÐUR KAUPSÝSLUMAÐUR - NÍTJÁN ÁRA.
Eftir JOHN D. ROCKEFELLER.
í þú daga sem þetta gerðist þektu
nálega allir í Cleveland hverir aðra.
Meðal kaupsýslumannanna í bænuin
var ungur Englendingur, M. B. Clark
að nafni, sem var um það bii tíu
árum eldri en jeg. Hann langaði tii
íið koma sjer upp sjálfstæðu versi-
unarfyrirtæki og leitaði sjer að fje-
laga i það. Hann átti 2000 dollara
sem hann gat iagt í fyrirtækið og
vildi ná í fjelaga, sem gæti lágt til
álíka upphæð. Þetta virtist vera gott
tækifæri fyrir mig. Jeg hafði nurlað
saman 700—800 dollurum. Og ná
var viðfangsefnið þetta: Hvernig átli
jeg að fara að því að ná í það, sem
á vantaði?
Jeg ræddi þetta mál við föður
minn, og sagði hann mjer j)á, að
hann hefði fyrir löngu einsett sjer
að gefa okkur börnunum 1000 doll-
ara hverju, þegar við yrðum 21 árs.
Og ef mig langaði til að fá þessa
peninga undir eins, gæti hann vel
látið mig fá þá sem fyrirfram-
greiðslu, þannig að jeg greiddi vexli
af þeim þangað til jeg væri 21 árs.
— En þú verður að ljorga 10 af
hundraði í vexti, Jolin!
Um þær mundir var 10% rent i
mjög algeng, á þesskonar lánum. í
bönkunum voru vextirnir máske ekki
alveg svo háir, en bankarnir gátu
ekki fullnægt öllum, og þessvegna
var mikill hluti peningaverslunar-
innar gerður utan þeirra og með
háum vöxtum. Jeg þurfti á pening-
unum að halda til þess að verða
meðeigandi í fyrirtæki Clarks og
þessvegna tók jeg tilboði föður míns
fúslega. Og svo byrjaði jeg sem
yngri meðeigandinn, i nýja versl-
unarfyrirtækinu, sem við kölluðum
Clark & Rockefeller.
Mjer fanst það ljómandi, að vera
vinnuveitandi sjálfs sín. Jeg bólgn-
aði af hreykni — meðeigandi ,i
firma með 4000 dolíára höfuðstój!
Clark hafði forustuna. uin kaup og
sölur firmans, en jeg átti að annast
fjárhagsmálin og bókfærsluna. Áður
en varði lentum við í veltumiklum
kaupum og rákum víðtæka um-
boðssölu með landbúnaðarafurðir.
Auðvitað þurftum við brátt á meiru
veltufje að halda, og þá var ekki
um annað að gera en að fara í
hankann og biðja um lán. En var
nokkur sá banki til, sem þyrði að
lána okkur peninga?
Jeg fór til bankastjóra sem jeg
þekti, og sem þekti mig. Jeg man það
greinilega, hve óstyrkur jeg var í
taugunum þegar jeg ætlaði að fara
að biðja um lánið, og var áð reyna
að koma bankastjóranum vel fyrir
sjónir. Hann hjet T. P. Handy, ljúf-
ur og aðlaðandi gamall maður, al-
kunnur fyrir það, hve göfuglyndur
hann var og laus við smámunaskap.
Hann hafði. þekt mig síðan jeg gekk
í skólann í Cleveland. Jeg lýsti fyr-
ir honum fyrirlækinu okkar út í
æsar og dró enga dul á, að víð
þyrftum á peningum að halda xil
þessa og þessa. Það lá við að jeg
skylfi meðan jeg var að bíða eftir
dóminum.
— Hvað vanlar yður mikla pen-
inga núna? spurði hann.
— Tvö þúsund dollara!
— Golt og vel, Rockefeller, þjer
skuluð fá ])á. Þjer þurfið aðeins að
gefa mjer skrá urn birgðirnar, sem
þið eigið núna — það er mjer nóg.
Það hlýtur að vera erfitt að gera
sjer grein fyrir fögnuðinum, sem i
brjósti mjer bjó, þegar jeg fór út
úr bankanum. Jeg bar höfuðið hátt
- að hugsa sjer þetta: að banki
skyldi trúa mjer fyrir 2000 dollur-
umf Jeg fann þá, að jeg var orðinn
maður, sem ekki var alveg þ.ýðing-
arlaus í þjóðfjelaginu.
Þau árin sem á eftir konm var
þessi. bankastjóri sannur vinur minn.
Hann lánaði mje'r peninga, hvenær
sem jeg þurfti á þeifn að halda, og
jeg þurfti næstum altaf á peningum
að halda. Altaf lánaði hann mjer
það fje, sem hann hafði. handbært
þá stundiná'. Eftir á er mjer það
sönn gleði að minnast þess, að jeg
gat siðar gefið honum það ráð, að
festa ákveðna fjárupphæð í hluta-
brjefum i Standard Oil. Hann svar-
aði mjer því, að liann langáði til
þess, en eins og stæði hefði hann
ekki handbært fje til þess. Þá stakk
jeg upp á þvi, að nú skyldi jeg,
aldrei þessu vant, gerast lánardrott-
inn hans, og afleiðingin varð sú,
að hann græddi allverulega fjárupp-
hæð. Mjer er það mikil gleði, jafn-
vel nú i ellinni, að lýsa yfir þakk-
læti mínu fyrir alúð hans og trausf
það, sem liann bar lil mín.
Handy treysti mjer af því að
hann þóttist viss um, að við rækjum
lyrirtæki okkar með gætni og varúð
og í sambandi við þettá minnist jeg
atviks, sem.er dæmi upp á, hve erf-
itt er að lifa eftir þvi, sem maður
telur vera rjettar verslunaraðferðir.
Ekki löngu efti'r að við höfðum byrj-
að fyrirtækið bað besti viðskiftri-
vinur okkar -— sá sem sehli okkur
mest - um að fá vörur sinar greidd-
ar fyrirfram að nokkru leyti, áður
cn við höfðum tekið við vöríinum.
Auðvitað vildum við sýna þessunx
mikla áhrifamanni ftilla lipurð. F.n
jcg sem bar ábyrgð á fjármálaráð-
stöfunum fyrirtækisins, andmælti
þessu eigi að síður, þó að jeg víssi,
tið það gæti kostað okkur að missa
]>ennan stóra skiftavin.
Aðstaða min var mjög erfið.. Fje-
lagi minn. var óánægður við mig út
af því að jeg vildi ekki láta undan,
og i vandræðum mínum afrjeð jeg að
fara á fund skiftúvinarins og reyna,
hvort jeg gæti ekki fengið hann til
að falla frá þessu. Jeg hafði áður
verið einkar heppinn er jeg var að
reyna að afla mjer vináttu aniiara
manna og gat haft tal af þeim undir
fjögur augu og óánægja fjelaga míns
gaf mjer nýtt þor. Jeg þóttist viss
um, að ef jeg kæmist i persónulegt
samhand við þennan viðskiftavin
mundi jcg geta gerf honum skiljan-
legt, að hann væri að innleiða vai-
hugaverða reglu, ef hann fjelli ekki
frá kröfu sinni. Að sjálfs míns áliti
var röksemdafærsla min rjett og
. sannfærandi. Jeg náði fundi manns-
ins og hjelt frám öllumþeim rökuiil,
sem jeg hafði hugsað mjer. En hann
var þrár og ósveigjanlegur og jeg
sárkveið fyrir þeirri niðurlægingu
að verða að segja fjelaga mínum, að
jeg hefði farið erindisleysu. Mjer
hafði ekki orðið nejtt ágengt.
Auðvitað komst hann allur í upp-
nám við tilhiigsunina'um að eiga að
missa þennan skiftavin, en'jeg hjélt
])ví fast til streytú, að við mættum
ekki brjóta viðskiftareglur 'okkar.
Skiftavinur okkar fjekk þannig ekki
kröfu sinni framgengt. En okkur til
ómetanlegrar gleði hjelt hann áfram
■skiftunurn Við okkur, eins og ekkert
hefði i skorist og mintist ekki einu
onði . á ijiálifj f|r<*kf»r.. Siðar heyrði
jeg, að gamall og reyndur bankamað-
ur, John Gardener i Norwalk, hefði
fylgt þessu máli með áhuga, meðan
]>að var á döfinni. Og jeg hefi jafn-
an síðan haft grun um, að það hali
verið hann, sem átti upptökin að
þessu máli, til þess að þrófa og sja,
livort við breyttum í raun og veru,
eins og við þóttustum breyta. Siðar
meir sagði hann öðrum þessa sögu
og fyrirtæki okkar óx verulega í á-
liti við það.
Það var um þetta leyti, sem hijer
datt í hug að fara í ferðalag lil þess
að afla okkur nýrra viðskiftasam-
banda, en það starf hafði jeg aldrei
fengist yið áður. Jeg tók að mjer að
heinísækjá hvern einasta mann í
þessum landsfjórðungi, sem á ein-
hvern liátt væri viðríðin líka kaup-
sýslu og þá, sem við rákum, og nú
ferðaðist jeg um Ohio og Indiana,
þvert og endilangt. Jeg hafði kom-
ist að ])eirri niðurstöðu, að besta
ráðið væri blátt áfram það að kynna
öðrum firma okkar, án ])ess að fara
fram á kaup eða sölu þegar í stað.
Jeg kom til manna og sagði þeim, að
jeg kæmi fram fyrir hönd firmans
Clark & Rockefeller og kærði nug
ekki iim, að sletta mjer fram í þau
viðskiftasambönd sem fyrir væru.
En ef ástæða yrði til þætti mjer kærl
að mega liafa viðskifti við viðkom-
andi, o. s. frv.
Mjer kom það mjög á óvart, að
eftir þetta fengum við svo mikið af
nýjum viðskiftavinum, að við sáum
ekki út úr þvi, sem við höfðum að
gera. Fyrsta árið seldum við vörur
fyrir meira en hálfa miljón dollara.
Hvorki ])á eða síðar virtust vera
nein takmörk fyrir því, hve miklum
peningum við þurftum á að halda
lil þess að reka yerslun okkar og
stækka hana. Þegar hepnin var farin
að verða með okkur hallaði jeg
sjaldan höfðinu á koddann án þess
að tala nokkur orð við sjálfan mig:
„Já, nú gengur alt vel, en bráðum
slær í baksegl og verslunin fer i
hundana. Þú ímyndar þjer að þú
sjert kaupmaður, aðeins vegna þess
að þú héfir verið heppinn í fyrst-
unni. En líttn nú i kringum þig, þvi
að annars ofmetnast þú — farðu
liægt og gætilega“. Jeg var viss um
að þetta eintal sálarinnar við sjálf-
an mig hefir haft inikla þýðingu
f.yrir mig bæði fyr og síðar. Jeg var
hræddur um að jeg mundi ekki þola
meðlætið og reyndi að verjast því
að fyllast oftrausti á mjer og hje-
gómagirnd.
Jeg varð þrásinnis að lána fje hjá
föður mínum. Mjer var talsvert á-
hyggjuefni að þurfa að vera svo upp
á hann kominn og þessi viðskifti
okkar voru alls ekki eins skemtileg
fyrir mínum sjónum þá, eins og
síðar varð.
Stundum hafði liann það til að
koma til mín og segja, að ef jeg
þyrfti á meiri peningum að lialda i
verslunina, þá gæti hann lánað mjer
dálítið. Og af því að mig vantaði
altaf peninga ])á var jeg þessum
böðúm glaðúr, jafnvel þó að jeg yrði
að greiða 10 af hundraði í vexti.
Einmitt þegar jeg þurfti mest á pen-
ingum að halda, hafði liann til að
segja:
— Jeg ér hræddur um að jeg
þurfi á peningunum að halda núna,
drengur minn.
—r- Það er sjálfsagt að jeg borgi
þjer þá undir eins, svaraði jeg. En
jeg vissi, að hann var aðeins að
reyna mig. Þegar jeg borgaði hon-
um, undir þessum kringumstæðum,
hjelt hann peningunum stutta stund
og bauð mjer þá svo til láns aftur.
Jeg játa, að þessi agi hefði átt að
gera mjer gagn og muii'kanske hafa
gert það. En að jeg leyndi ])essu
kom af því, að mjer þótti ekkert
gaman að þvi, að láta gera svona
tilrauni.r á skilvísi minni.
Þessar tilraunir föður mins minna
mig á deilurnar sem einu sinni voru
háðar urn rentu af lánum. Margir
lijeldu því fram, að tíu af hundraði
í vexti væri hreinn og beinn þjófn-
aðu og að slíkar rentur heimtuðu
ekki nema vondir menn. Jeg var
vanur að halda því fram, að pen-
ingarnir væru virði þess, sem mað-
ur gæti haft upp úr þeinr — enginn
mundi vilja borga 10%, nei, ekki 5
eða 3%, ef maður álili ekki sjálfur,
að maður hefði hag af peningunum
samt og gæti grætt á að velta þeim.
En af því að jeg var í sífeldum pen-
ingavandræðum, þá hjelt jeg því
fram, að maður mætti ekki greiða
hærri rentu en nauðsynlegt væri.
Eina áköfustu og harðskeyttustu
deiluna, sem jeg hefi nokkurntíma
háð, átti jeg við blessaða gömlu
koniuia, sem átti gistihúsið, cr
William bróðir minn og jeg dvöld-
um í, þegar við gengum á skólann i
Cleveland. Jeg hafði mikla ánægju af
])essum kaj)præðum, því að gamla
konan var allra duglegasta manu-
eskja og rnjög slyng í kappræðum.
Og af því að hún tók aðeins dollar
fyrir fæði og húsnæði um vikuna og
lilynti ágætlega að okkúr, var jeg
einl'ægur vinur hennar,
Þessi borgun var annars hið
venjulega verðlag í gistihúsum í þá
daga í smábæjunum, þar sem fólk
lifði nær eingöngu á framleiðslu
unihverfisins.
Þessi ágæta kona var svarinn ó-
vinur allra þeirra, sem lánuðu fje
með háum. vöxtum og bar þetta efni
ofl á góma hjá okkur. Hún vissi, að
jeg hafði þann si?) að fá lánað fje
hjá föður niínum, og einnig vissi hún
að hann heimtaði háa vexti. En allar
rökfærslur veraldar gátu ekki þokað
vöxtununi niður — það varð ekki fyr
en framboðið varð méira á lánsfje.
Annars er lífsskoðun min sú, að
allar breytingar á skoðun almenn-
ings á fjármálum orsakist af jafnri
og vissri þróun, eftir viðurkendum
fjárhagslögmálum. En sjaldan liafa
hreytingarnar komið af fljótfærnis
legum löggjafarróðstöfunum.
Það hlýtur að vera erfitt að gera
sjer í hugarlund nú, hve érfitt var
að fá lánsfje til atvinnureksturs i
þá daga. Vestar í Bandaríkjunum
voru vextirnir enn hærri en hjá
okkur. Það sýnir, hve aðstaða kauj)-
sýslumanna í þá daga var gjörólík
því, sem nú gerist.
í sámbandi við lántökurnar minn-
isl jeg erfiðustu fjármálafram-
kvæmdanna, sem jeg hefi nokkurn-
tíma haft með höndum. Við urðum
að ná i peninga til þess að geta not-
fært okkur tilboð frá stórri verk-
smiðju. Það kostaði okkur mörg
hundruð þúsund dollara út í hönd.
Jeg fjekk tilkynninguna um hádegið
og varð að fara með lestinni klukk-
an þrjú. Jeg ók banka úr banka,
talaði við bankastjórana eða gjald-
lxerana og bað þá um að lóta mig
hafa eins mikið og þeir gætu. Eftir
Frh. ú l)ls. 1.i.