Fálkinn


Fálkinn - 17.07.1937, Qupperneq 15

Fálkinn - 17.07.1937, Qupperneq 15
F Á L K I N N 15 AMALIE EARHART FLUGKONA. />';■/). af blx. 2. kona i Rauðakrossinum en lærði síð- an læknisfræði við Columbia-háskól- ann en lók jafnframt að leggja stund á flug. Heimsfrægð sína hlaut hún fyrir það, að hún flaug frá Nev; Foundland til Wales 17.—18. júní 1928 og varð fyrsta konan, sem flaug yfir þvert Atlantshaf. Öðru sinni flaug hún yfir Atlantshaf frá New Foundland til írlands 20.—21. maí 1932 á aðeins 13V2 klukkustund og setti lnin fjögur ný met í þvi flugi Er það afrek talið með mestu flug- afrekum sögunnar. Og mörg önnur l'lugafrek hefir hún unnið, þó að þau tvö sem nefnd voru, þyki mest. Fram til ársins 1931 stýrði Ame- lie Earhart stórri heilbrigðisstofnun í Boston. Hún hafði aldrei flug að aðalstarfi, en flaug aðeins sjer til skemtunar. En í febrúar 1931 giftist hún G. P. Putnam, hinum fræga ameríkanska bókaforleggjara og síð- an hefir hún-flogið mjög lítið. Þessi ferð hennar átti að verða einskonar sumarfrí frá húsmóðurstörfunum. Myndin hjer að ofan er af Ameliu Earhart, eins og hún var búin þegar hún lagði upp i hina siðustu ferð sína. Fjársjóðurinn frá Port Arthur. Fimm liðsforingjar úr rússneska keisarahernum vita hvar hersjóður- inn frá Port Arthur er geymdur. Þetla eru hvorki meira eða minna en 50 miljón yen í gulli. Nú hafa Japanar tekið sig til og ætla að finna sjóðinn. Þeir eru þegar farn- ir að leita. En sjóðurinn á sjer þessa sögu: Þegar Japanar höfðu setið um Port Artliur í 210 daga i ófriðnum við Rússa 1905 og Stözzei, foringi borgariiðsins sá fram á, að honum mundi ekki koma nein hjálp frá rússneska flotanum, gafsl hánn upp. Eftir að Anatol Michailovitsj Stözzei hafði ráðfært sig við foringja sina ákvað hann að hefja samninga við Japana. Um miðjan ,dag 2. janúar 1905 koniu samningamennirnir að MAUREEN O’SULLIVAN hin írsk-ameríkanska kvikmynda- leikkona, sjest hjer á myndinni i slóru hlutverki í nýrri kvikmynd, sem væntanleg er á markaðinn i haust. LÍTILL SKÁKSNILLINGUR. Drengur ])essi á heima í Belgnul og er tæpra sjö ára. En hann er þeg- ar orðinn svo fær í skák, að hann stendur fullorðnum skáksnillingum á sporði. Hjer sjest hann vera að glima við skákþraut. SOLDÁNINN AF DJOKJARKARTA á Java varð í vetur ástfanginn af ungri rúmenskri stúlku og vill endi- ltga fá að giftast lienni. Heitir stúlka þessi Nadia Vaslov, og er 19 ára. En Vilhelmina Hollandsdrotning, sem er hæstráðandi á Java, þvertekur fyrir að þau fái að giftast, því að soldán- inn á stórt kvennabúr fyrir. KVIKMYND af VICTORIU ENGLANDSDROTNINGU. Enskt kvikmyndafjelag er um það bil að fullgera merkilega kvikmynd af lifi Victoríu Englandsdrotningar. Hjer á myndinni sjest drotningin (sem leikin er af Anna Neagle) á- samt erkibiskupnum af Kantaraborg og Conyngham lávarði, sem báðir koma mikið við sögu í myndinni. PFIDTD5 RYKSUBfln MIKIÐ SOGMAGN SIEMENS-mótor með tiltölu- lega litlum snúningshraða; því lítið slit og góð ending. HUNDRUÐ 1 NOTKUN HÉR m SIEMENS Líftryggingarhlutafjelagið NYE DANSKE AF 1864 Líftryggingar allar tegundir. Lægst iðgjöld. Best kjör. Aðalumboð : V átry ggingarskrif stof a Sigfúss Sighvatssonar. Lækjargötu 2. Simi 3171. »■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■»■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ víglinum Japana. Þeir vissu vel að það þýddi ekkert að biðja sjer griða og að í borginni mundu óvinirnir ná miklu herfangi, skipum, vögnum, hergögnum, vopnum og — svo voru þar 50 miljón yen í gulli. Óvinirnir voru alt í kringum Port Arthur og inni í borginni var ó- mögulegt að fela fjársjóðinn því að þar hefði hann fundist. Þessvegna varð að koma honum gegnum víg- linu fjandmannanna. Nú segir sag- an að um miðja nótt hafi allir verð- menn í viginu verið leystir af í einu. Og þegar þeir voru farnir óku fimm stórir sleðar út úr víginu og upp að Drekafjalli, svonefndu. Þar fór fjár- sjóðurinn. Enginn vissi hverjir stýrðu sleðunum, en sagt er að það hafi verið fimm foringjar, sern Stözzel treysti vel. Þeim var trúað fyrir að fela fjársjóðinn. — Árin liðu og Stözzel var stefnl fyrir herrjett og hann dæmdur til dauða en náðaður. Hann sagði ekki frá hvar fjársjóðurinn væri geymd- ur og foringjarnir fimm ekki held- ur. Rússa dreymdi um að ná Porl Arthur aftur, og þessvegna 'var ekki hugsað um fjársjóðinn. Svo kom heimsstyrjöldin og þá mátti enginn vera að hugsa um þessi 50 miljón gull-yen. Stözzel dó 1915. Árið 1933 kom rússneskur lier- maður, sem tekið hafði þátt i styr- jöldinni 1904—5, til japönsku stjórn- arinnar, og baðst leyfis til að leila að fjársjóðnum, gegn ákveðnum fundarlaunum. Nokkru síðar gerði maður vart við sig í París og kvaðst vera einn þeirra fimm, sem fólgið höfðu fjársjóðinn. Það var fullyrt að hann segði satt, og að allir firnrn foringjarnir væru enn á lífi. En nú hefir japanska stjórnin á- 2 kr. 50 aur. (aðeins) kostar hin ágæta bók Blámenn og Villidýr, er Ólafur Friðriksson hefir safnað í sönnum sögum frá Afríku og íslenzkað. Bókin er með myndum; fæst hjá bóksölum. kveðið að bægja öllum þessum mönnum frá og liefja sjálf leitina. Hún gerir sjer góðar vonir um, að finna þennan fjársjóð, sem legið hefir í jörðu einhverssstaðar í Drekafjallinu í 32 ár. GYÐINGAR FLYTJA TIL LANDSINS HELGA. Gyðingastofnunin „The Jewish Agency“ hefir nýlega sent Alþjóða- sambandinu skýrslu um innflutning gyðinga til Palestínu árið 1935. Samkvæmt henni fluttust 61.800 gvð- ingar til ættjarðar feðra sinna á ár- inu. Flestir þeirra komu frá Pól- landi: 27291, frá Þýskalandi komu 7747, frá Rúmeníu 3596, frá Grikk- landi 2122, frá Lithauen 1967, frá Bandaríkjunum 1638, frá Yemen 1425, Tjekkóslóvakíu 1397, Lettlandi 1042, Frakklandi 1020, Austurríki 961 og frá Tyrklandi 764. Talið er að 16.240.000 gyðingar sjeu til i veröldinni. Og af þeim eiga finun miljónir eða um 30% heima i Am- eriku.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.