Fálkinn


Fálkinn - 21.08.1937, Qupperneq 5

Fálkinn - 21.08.1937, Qupperneq 5
F Á L K I N N 5 Lindaá fellur austur með hraunjaSrinum. Langt i austri rísa einstök fjöll á sljettnm söndum, eins og eyjar úr hafi. — Ljósmgnd Stefán Gnnnhj. Egilsson. var tjaldað, eru þar góð tjald- slæði. Úr Heilagsdal er um 4 stunda gangur niður til bæja sunnan Mývatns. Leið þessi öll er sæmilega greiðfær gangandi mönnum og sú styðsta úr bygð til Herðu- breiðalinda, varla meira en 50 (50 km. Þegar liður á sumar og snjór hverfur úr fjöllum, er þó vafasamt livort liægt er að ná i vatn á leið þessari, frá því farið er úr Heilagsdal og þar til komið er i lindirnar. Sennilega má þó lengi fá vatn úr fönnum í Herðubreiðarfjöllum. Ódáðahraun, hinn forni lieim- ur útilegumannasagnanna, má að vísu nú heita nokkurnvegin kannað. Það eru engar líkur tli, að þar finnist djúpir, gróður- sælir dalir, þar sem menn, klæddir gæruskinnum og prjóna- fötúm, reki síðlagðaðar sauða- hjarðir á beit. Þó eru ennþá stór svæði í þessum víðáttu- mikla liraungeim lítið rannsök- uð, þvi vegna vegalengdanna er örðugt að ferðast þar, nema með mikllm og dýrum útbúnaði og þeir, sem leggja leið sína þangað, fara mest áður þektar og tiltölulega greiðfærar slóðir. Til þess að bæta úr þessu, þarf að reisa gott sæluliús í Herðubreiðarlindum og gera t)ílfært af væntanlegum Aust- urlandsvegi við Jökulsá og suð- ur í lindarnar, sem eigi virð- ist miklum vandkæðum bundið. Ferðafjelag Akureyrar hefir sett sjer þetta mark, en tii framkvæmda getur ekki komið fyr en búið er að gera bílveg austur yfir Mývatnsöræfi frá Reykjablið, enda skortir fjelag- ið ennþá algerlega fje til slíkra framkvæmda. Þegar þessu marki er náð, er opin tiltölu- lega greiðfær bílleið suður til Dyngjufjalla og Öskju, auðvelt að setja göngubrú á Jökulsá, skamt sunnan við lindarnar, sem geri gangandi mönnum ljetl að komast til Hvannalinda og Kverkfjalla, og opnaðir al- veg nýir möguleikar til ýtar- legra rannsókna á viðáttumestu, stórbrotnustu og minst þektu óbygðum landsins. Slíkar framkvæmdir mundu þvi veita fjölda ferðamanna ó- gleymanlegar ánægjustundir og endurminningar og stuðla að aukinni þekkingu, á nokkurum hinum stórfeldustu fyrirbrygð- um í sköpunarsögu lands vors. Ólafur Jónsson. (Greinarhöfundur hefir kveði'ö kvæði það, sem hjer fylgir, og þó að Fálkinn birti aldrei kvæði, þykir rjett að gera undantekningu, því að kvæði þetta árjettir þá góðu lýsingu, sem á undan er farin. Kvæði þetta nefnist: t Herðubreiðarlindnm. Hefurðu reikað um hraunin grá heitur og vegamóður. Ilvergi vatn eða stingandi strá, steinrunnið haf er yfir að sjá, lífsins iokaður sjóður. Athygli verður að engu beitt, allur hugurinn snýst um eitt: Læki og grænan gróður. Augað það svíkur og eyrað bregst — öræfin ginna og villa. — í holgrýti árstrauma heyra þér tekst, hitinn og þorstinn á sálina legst og tjarnir á hraunið sjer tylla, með syndandi endur og s.vanafjöld. sveipar um bakkana gróðursins tjöld, scm geislarnir vefa og gylla. En þegar að sól er að setjast við mar og syrtir að jökulsins rótum, hillingar hverfa, sem himininn bac, hraunið er grátt, eins og áður það var, hólótt með holum og gjótum. Viðáttan breiðir sig voldug og auð, veðurbarin, þögul og dauð, að hauðurs og himinsins mótum. En lífsins eilífu öfl eru sterk, þótt oft verði þungur róður, þau geta fært hraunið í grænan serk. Það gerist dásamlegt kraftaverk; i eyrum þjer hljómár óður linda, sem brjótast úr brunaþröng og breyta þöngninni í fuglasöng, en auðninni í ilmandi gróður. Eg sat í lindunuin sumarkvöld og sá þaðan vítt og lengi. Það glitraði á jökulsins gljáfægðan skjöld, þar gnæfðu Kverkfjöllin svört og köld sem hrímþurs úr hjarninu gengi, en Herðubreið marvaða í móðunni tróð og mænirinn logaði í sólarglóð, sem stilti á hann gulina strengi. Eg fæturnar baðaði í freyðandi lind og fann hvernig lífið streymdi um liraun og auðnir frá hæsta tind, i hreinu vatninu sá eg mynd, sem aldrei eg aftur gleymdi: Bláan himininn haðast eg sá, björtu sólroðnu skýi á sjálfur eg sal og dreymdi. Við leitum að jafnaði langt yfir skamt þess ljóss, sem er fegurst og dýrast. Himininn opinn er öllum jafnt, en öllum að sjá það ei virðist tamt, sem hjer niðr’á jörðinni lúrast. Það stoðar ekki að liorfa hátt, ef himininn stendur opinn á gátl við hlið okkar skarpast og skírast. Eg fann l>að best þetta fagra kvöld við fjallsins glitrandi strauma. Lindin sjálf, hún var kristallsköld, þó kveiktu í bárunum röðulsins tjöld og gerðu úr gulli tauma, sem leiddu mig inn i þann leyndar- dóm, er lífgar og nærir þau fögru hlónt, sem litklæði lífsins sauma. Og þegar að sólin var sigin í unn, eg signdi mig hrifinn og hljóður, svo drakk eg lífið af lindarmunn, og lagðist niður hjá víðirunn, og fann, að guð hann var góður. Eg hafði sál mína í sólroðann fært, eg sofnaði fast og mig dreymdi vært við brjóst minnar björtu móður. Héilagsdatur, lítið, grasi gróið daiverpi, suðaustur af Bláfjalli, um 15— 20' km. suður frá Mi/vatni. — Ljös-mgnd Stefán Gunnbj. Egitsson. POLA NEGRI, pólska kvikmyndaleikkonan hefir ný- lega leikið í kvikmyndinni „Madame Bovary“, sem sýnd mun verða hjer i vetur. Hjer sjest hún i kvikmyndinni. HENRY COOPER, sem fyrrum var danskennari herlog- ans af Windsor, og hafði sóma af, því að hertoginn dansar prýðilega, bjó til „krýningardans" i vor, og sýndi hanii ásamt kvikmyndaleikkon- unni Crystal Brooke. Þau sjást bæði hjer á myndinni. FRÁ BILBAO. Mynd þessi er af Jesúitakirkjunni i Bilbao.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.