Fálkinn - 21.08.1937, Qupperneq 10
10
F Á L K I N N
Maðurinn, sem gleymcli að laka
hengirekkjunh með sjer i sumar-
leyfið.
Hagsýna húsmóðirin.
CoDvriqh* P. I. B. Box 6 Copenhogen
Móðirin (sjer Nonna litla leika
sjer að buddunni hennar): -— Láttu
budduna vera, Nonni minn. Þú mátt
ekki ieika j)jer að henni.
Jeg var ekki að leika mjer að
lienni — jeg var að hjálpa þjer.
Jeg e'r búinn að sleikja öll frimerkj-
in í henni, svo að þú verður fljót-
ari að setja þau á þegar þú þarft
að senda brjef.
— Þetta er til konunnar minnar.
Jeg lofaði að senda henni brjef frí
hverjum einasta viðkomustað.
Kvalaþjáningar skipbrotsmannsins.
— Bestu ráðin til að halda heils-
unni eru að synda oft og drekka
mikið af vatni.
— Er ekki betra að gera það sitt
i hvoru lagi.
— Ileyrið þjer þarna afglapi. Nú
erum við búnir að taka fimm hnndr-
uð metra mynd af yður sem róm-
verskum höfuðsmanni — og svo er-
uð þjer með armbandsúr!
Gömul kona, sem aldrei hefir sjeð
sjóinn fyr, er í heimsókn hjá dótt-
ur sinni, sem á heiina við sjó. Eitt
kvöldið situr gamla konan úti í
rökkrinu og horfir á ljós frá vita i
mikilli fjarlœgð.
— Mikið mega sjómennirnir vera
þolinmóðir, sagði hún loks. — Nú
hafa þeir reynt að kveikja á kertinu
hjá sjer 38 sinnum og þó það slökkni
altaf aftur þá halda þeir áfram.
—• Mjer þykir það mjög leilt, en
því miður brotnaði önnur árin.
Ekkert er ómögulegt.
—- Hefirðu nokkurntíma reynt að
ganga á skíðum inn um vinduhurð.
Þrír drengir, 6, 10 og 12 ára komu
inn í apótek. Sá elsti bað um ensk-
an lakkrís fyrir tíu aura. Lakkrís-
inn var í krukku sem stóð í efstu
hyllunni og lyfjasveinninn varð að
ldifra upp stiga til þess að ná í
hann. Hann braut stykki af stöng-
inni og setti krukkuna svo á sinn
stað. — Þegar hann kom niður aft-
ur sagði næsti strákur:
— Jeg ætla lika að fá lakkris
fyrir tíu aura.
— Það hefðirðu getað sagt strax,
sagði lyfjasveinninn hálf ergilegar
yfir að þurfa að brölla upp tröpp-
una á ný. Meðan hann stóð þar uppi
spurði hann þann minsta til vonar
og vara:
— Ætlar þú að fá lakkrís fyrir
tíu aura líka?
— Nei, svaraði snáðinn .
Lyfjasveinninn klifraði ofan aftur.
—. Hvað ætlarðu þá að fá?
— Jeg ætla að fá lakkrís fyrir
l'imm áura, svaraði drengurinn.
Nr. 253. Högg, sem gaf gagnhögg.
S k r í 11 u r.
Ungi presturinn er að gylla sig
fyrir biskupnum, sem er í visitasíu-
ferð: — Jeg skrifaði þessa ræðu á
hálftíma og flutti hana undir eins
og hugsaði mig ekkert um.
— Er það satt! Áheyrendurnir
eru víst alveg sama sinnis, þvi að
þeir hugsuðu ekkert um ræðuna
heldur.
Maður nokkur prúðbúinn og mikill
á lofti kom inn í stóran veitingasal.
Þjónninn vísaði honum á borð og
maðurinn bað um glas al' vatni.
Þjónninn kom með vatnið og mað-
urinn slokaði það í sig í einum ryklt
og bað um meira. Meðan þjónninn
var að sækja meira tók gesturinn
smurt brauð upp úr vasa sínum og
raðaði því á borðið. En varla hafði
hann gert það, fyr en maður nokk-
ur all þungbrýnn kom að borðinu
og sagði:
Afsakið þjer, herra minn, en
þ'etta er ....
Hver eruð þjer? tók gesturinn
fram i.
-Jeg er gestgjafinn, svaraði hinn
um hæl.
Það er ágætt, sagði gesturinn.
Jeg ætlaði einmitt að fara- að
senda eftir yður. — Hvernig stendur
á þvi, að hljómsveitin spilar ekki.
Lítill drengur kom til bakarans a
og keypti ger fyrir krónu. Daginn
eftir kom hann. aftur og bað uni
ger fyrir tíu aura.
Hvað er þetta drengur, þú sem
fjekst heilt kíló af geri i gær?
— Já, en í dag ætlum við að baka,
sagði drengurinn..
Ætlar þú að fara í veiði í dag,
á föstudegi. Það er ólukkudagur.
Getur ekki eins vel verið að
].að sje ólukkudagur fyrir fiskana?
Það var kafari að kafa við hafn-
arbakkann og fjöldi fólks hafði safn-
ast saman lil að horfa á. Gamla konu
har þar að og hún spyr.
- Hvað gengur eiginlega á þarna
ofan i sjónum?
Það er bara maður, sem er að
lemja nykur, sagði drengur sem stóð
hjá.
Gömul kona keypti sjer hús á
landamærum Bandaríkjanna og Kan-
ada. Áður en hún afgerði kaupin
spurði hún seljandann hvorumegin
landamæranna það væri.
Það er Bandaríkja megin, svar-
aði hann.
Það er ágætt, sagði gamla
konan. Jeg hefi altaf heyrt að það
væri svo ógn kalt í Kanada.
Læknirinn: — Viljið þjer að jeg
skoði manninn yðar með rönlgen-
geislum?
Konan: — Það er mesti óþarfi.
Jeg hefi sjeð í gegnum hann fyrir
löngu.
— Hvað þýðir þessi stóri hnútur,
sem þú hefir á vasaklútnum þínum?
Æ, þakka þjer kærlega fyrir
að þú mintir mig á hann. Jeg hnýtti
bann til þess að minna mig á að
rukka þig um tuttugu krónurnar,
sem jeg á hjá þjer.
Pjetur hafði verið óþægur, svo að
mamma lians hafði lokað hann inni
í búrinu Eftir dálitla stund ber
hann á dyrnar.
- Jæja, ætlarðu þá að vera þæg-
ur, Pjetur.
- Nei, en mig vantar dósahníf.
— Jeg sagði tíenni að ef hún
hryggbryti mig, þá mundi jeg skjóta
mig.
— Og hverju svaraði hún?
Hún spurði hvort hann bróðir
sinn mundi ekki geta fengið stöð-
una eftir mig.