Fálkinn


Fálkinn - 21.08.1937, Page 14

Fálkinn - 21.08.1937, Page 14
14 F A L K I N N Panamasknrðurinn. Hugmyndin um að grafa skurfi gegnum Panamaeiðið er að kalla jai'ngömul kynnum hvítra manna af Ameríku. Á 1 (5. öld voru talsverí miklar samgöngur um eiðið og menn fóru þar um með múlasna, klyfjaða gulli og silfri, frá Panaraa á Kyrra- hafsströndinni til Colon við Atlants- haf, en leiðin um frumskóginn og mýrarnar var hættuleg og margir fórust í jieim ferðalögum. En í þá daga skorti menn verks- vil'og áhöld til þess að ráðast í slíki fyrirtæki. Það var ekki fyr en á árunum 1880—90 að afráðið var að grafa skurðinn og var fjelag stofnað lil þess í Frakklandi og Lessep.s, sem þá hafði fyrir skömmu lokið við að grafa Súesskurðinn, var falið að stjórna verkinu. En þessi tilraun fór hörmulega. Verkamennirnir lirundu niður eins og flugur al' malaríaveiki og franskir ráðandi menn urðu uppvisir að stórkostleg um fjársvikum í sambandi við verk- ið. Uni miljard frankar fóru í súg- inn og fjöldi kunnra manna voru dæmdir í fangelsi, þar á meðal Lesseps sjálfur. Er þetta Panama- mál eitt af frægustu fjársvikamálum heimsins. En Bandaríkin voru reiðuhúin til að hirða reiturnar eflir fyrirtækið og keyptn þær af þrotahúinu fyrir slikk. Þeim tókst að gera Panama að sjálfstæðu lýðveldi að nafninu til, en höfðu yfirráðin yfir því sjálf- ir. Og nú var sendur heill her af verkfræðingum og verkamönnum lil Panama. En áður en verkið sjálfi hófst var unnið að því í tvö ár av> ræsa fram mýrarnar og drepa í þeim flugurnar, lil þess að afstýra pest- i nn i. Verkið hó'fst árið 1903 og 3. ágúst 1914 fór fyrsta skipið gegnum skun’- inn. Hann hafði kostað 452 miljónir dollara en hann hefir horgað sig eigi að síður. Fyrsta árið fóru 1075 skip um skurðinn, en nú hcfir tala þeirra fimmfaldast. Panamaskurðurinn er 81,0 km. langur, frá Colon til Balboa og skip- in eru átta tíma að fara gegnur.i liann. Með þremur öfiugum skipa- sligtim er skipunum lyft 20 metra yfir sjávarmál á hálfum öðrum tíma og eru þau þá komin jafnhátt Gat- unvatninu, en um það liggur leiðin. Gatunvatnið er 420 ferkilómetrar a slærð og var myndað með fyrir- hleðslum yfir farveg Chagresárinnar. Nú sigla skipin milli pálmaklæddra eyja, þar sem áður var frumskógur. Culebrafjallgarðurinn var versta tor- l'æran á leiðinni og er enn, þvi að þar hrynur stundum í skurðinn svo að samgöngur teppast. Gnllhreistrið og undrahðllm. í Nagoya í Japan er ein merkasta höll austurlanda. Höfðingi einn í Nagoya gaf óvinum sínum Jeyfi til að byggja höll á þessum stað og var smíðinni lokið árið 1611. En þá fór hann með her manns á hendur þeim og tók af þeim höllina. Þeir höfðu varið öllu sínu fje i hana og voru orðnir svo latækir, að þeir gátu ekki Ieigt sjer her til að veitn viðnám. Höll þessi er há bygging, af forn- um austurlandahúsum að vera: fimm hæðir. Er afarsterkur múrstallur undir allri höllinni og sjálf er hún hygð sem vígi. Þar eru í veggjunum leynihólf fyrir fallbyssukjafta, op til þess að renna sjóðandi olíu og bráðnu blýi yfir fjandmennina og kastvopn til þess að fleygja grjóti á þá. Höllin er viggirt enn í dag og DANIR í NORÐUR-ÞÝSKALANDI liafa einskonar þjóðræknisfjelag lil veindunar þjóðareinkennum sinum og tungu og er aðalsetur jiess í Flensborg, sem fyrrum var danskur bær. A hverju ári hafa þeir ársþing i Flensborg og er myndin hjer að ofan af síðasta jiinginu, sem haldið var i Duborg-skólanum í Flensborg. F'ór meðal annars fram skátasýning i skólagarðinum og er myndin tekin, þegar henni var að Ijúka. •: ':'J;::::::: 5 KONUNGSHEIMSÓKN í TÖNDER. Tönder er einn syðsli bærinn, sem Danir eignuðust við endurheimt Suður-Jótlands og liggur mjög ná- lægt landamærum Þýskalands. Kon- ungur og drotning fóru þangað i heimsókn í vor ásamt krónprinsinum og krónprinsessunni og tii virðingar geslunum sýndu bæjarbúar burtreið- ar. að fornum riddarasið, og sjást þier hjer á myndinni. Veitti konung- ur þeim verðlaun, sem hlutskarp- astir urðu. Neðst á myndinni sjest hánn vera að tala við einn úr móf- tökunefndinni. 1 menn geta setl klukkuna sína eftir skotinu, sem hleypt er af daglega á hádegi. Þar er fjölment setulið. Salirnir i höllinni eru íburðar- miklir, með miklum útskurði og frægum málverkum. Eitl málverkið er af tígrisdýri, sem er svo eðlilegt, að málarinn vildi ekki mála i það augun, svo að menn dyttu ekki utu dauðir af hræðslu er þeir sæju það. Þegar komið er inn i hallargarðinn er alt með miðaldasniði, en bærinn umhverfis er bygður í nýtískustíl og liefir stækkað svo á siðustu áratug- um, að þar eru nú yfir miljón ihúar. Tokíó og Osaka eru stærri en fjórð.i miljónaborgin er Kioto. Hefir horgin einkum bygst vegna verslunar og iðnaðar. Uppi á þakinu á höllinni eru Iveir drekar útskornir, og er hreistr- ið á þeiml gerl úr hreinu gulli og er margra miljón króna virði. Einu sinni er sagl að maður einn hafi freistað þess að komast að drekun- um með því að hengja sig neðan í stóran flugdreka. Ætlaði hann að slela gullinu. Þelta mistókst, en til þess að fyrirbyggja að gullhreistr- inu yrði stolið, var sett sterk grind úi stáli kringum drekana. En núna í vetur hefir saint einhverjum tek- isl að ná í Jietta dýrmæla gullhreist- ur. Það hafa horfið af drékanum 58 hreisturplötur og eru þær taldar um miljón króna virði. ----x---- UPPÁHALDSDAGAR PÁSKANNA. Hjá páskunum eru, ef svo mætti segja nokkrir uppáhaldsdagar, sem jiá ber sjerstaklega oft upp á. Eins og menn vita gelur páskana borið upp á 35 daga, frá 22. mars lil 25. ápril, en þeir dagar sem páskana ber langoftast upp á eru 31. inars og 11. apríl og 10. aþril. Hefir páskana horið 26 sinnum upp á jiessa daga í siðuslu 600 ár. Á sama tíma hefir páskana aðeins einu sinni borið upp á 24. mars og það var árið 1799. Fyrsti dagurinn sem páska getur borið upp á er 22. mars og hefir Jiað orðið fjórum sinnum á síðustu 400 árum, nefnilega árin 1598, 1693, 1761 og 1818. Það er algengara að páskarnir sjeu seinl en snemma á timahilinu sem um er að ræða. Á síðustu þrjú hundruð árum hefir páskana borið þrisvar upp á 25. apríl, hefnilega 1666, 1764 og 1886. Næsta skifti sem páskana ber upp á þcpnan dag verður árið 1943.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.